Miskunn, vorkunn og verslun Pawel Bartoszek skrifar 9. desember 2011 06:00 Nú líður að þeim tíma ársins þegar margir sjá ástæðu til að fara til útlanda að kaupa föt og annað drasl og aðrir sjá ástæðu til að býsnast yfir því. Sumir telja að við verðum okkur til skammar með kaupgleði í H&M. Aðrir óttast að íslenskir kaupmenn séu að „verða af“ tekjum upp á hitt og þetta. Hugtakið að „verða af“ er stundum notað á ansi skapandi hátt. Til að „verða af“ einhverju þurfa menn eiginlega að hafa þurft að eiga verulega möguleika á að fá það á annað borð. Dæmi um rétta notkun: „Hóteleigandi varð af tekjum þegar læknaráðstefna féll niður í kjölfar goss.“ En undir hvaða kringumstæðum hefðu íslenskir kaupmenn átt að fá alla þessa erlendu veltu? Ef landið væri lokað fyrir erlendum vöruflutningum? Hvernig væri að reka verslun á Íslandi þá? Frjálsir vöruflutningar eru eðlilegt ástand, ekki óvæntur atburður sem veldur tapi. Verslun er verslun en ekki atvinnubótastarf. Það er ekki þar með sagt að við megum ekki að hugsa um annað en verð þegar við veljum okkur búð. Finnist einhverjum tilteknar bóka- eða tónlistarverslanir vera ómissandi er það hagur hans að tryggja áframhaldandi tilvist þeirra. Það verður best gert með því að versla við þær, allan ársins hring. Það er hagur fólks að hafa sem best framboð af vörum og þjónustu sem næst sér. Það er engin meðaumkunarverslun, heldur viðskipti með langtímasjónarmið í huga. Þegar kemur að því að ákveða hvort strauja eigi kortið innanlands eða utan væri í raun full ástæða til að hafa samúð með þeim sömu sjónarmiðum, og reyna fremur að versla innanlands þar sem blómleg innlend verslun væri okkur hagstæð til langframa. En auðvitað er búið að ákveða þetta fyrir okkur: Við skulum hafa samúð með þessum sjónarmiðum! Lögum samkvæmt. Innlend verslun er varin með tollagirðingum, sem tollverðir á Keflavíkurflugvelli gæta. Frá útlöndum má einungis flytja með sér vörur fyrir 65.000 kr. í einni ferð. Að auki eru ýmsar aðrar reglur í gildi, til dæmis er nammihámark, auk ákvæðis sem segir að enginn stakur hlutur megi kosta meira 32.500 kr. Það sjónarmið sem liggur til grundvallar seinasta lagaákvæðinu er væntanlega það að án þess væru lögin of stutt. En þá geta menn spurt, er ekki óeðlilegt að menn sanki að sér Tax-Free nótum erlendis og fái vaskinn endurgreiddan við brottför úr útlandinu, greiði engan vask við komu til landsins og fái þá vöruna nokkurn veginn skattfrjálsa? Jú, auðvitað er það algjör vitleysa. Þetta endurgreiðslukerfi kann ef til vill að vera rökrétt þegar um alvörufaginnflytjendur er að ræða. En þessir stimpla- og tollaleikir eru hlægilegir þegar um er að ræða neytanda sem treður nokkrum buxum og nammi í ferðatöskuna. „Sýna peysuna í Köben. Fá stimpil. Fá pening. Fela peysuna í Keflavík. Úps, þeir sáu peysuna. Þykjast hafa átt peysuna áður. Trúa ekki. Jæja. Borga pening.“ Stimpla- og tollaleikirnir eru auðvitað ein stór blekking. Fæstir labba samviskusamlega inn í rauða hliðið ef þeir eru ekki vissir um hvort þeir hafi skriðið yfir 65.000 krónurnar. Flestir reyna eðlilega að komast hjá því að greiða nokkuð, og tekst það vitanlega oftast. Tax-free er þannig ferðamannaafsláttur. „Veitum erlendum ferðamönnum afslátt en leggjum álag á okkar eigin þegna,“ er afstaða flestra ríkja. Svona er þetta. Menn lofsyngja lýðheilsu en reyna svo að pranga ódýru áfengi og sígarettum upp á hver annan á ferðalögum. Þetta er kjánalega mótsagnakennt. Ýmsu, þar með talið skattkerfinu, er beitt til að hvetja útlendinga til að versla á Íslandi og letja Íslendinga frá því að versla í útlöndum. Hættum því. Leyfum fólki að flytja vörur til einkanota á milli landa hömlulaust. Við getum gert það einhliða ef við viljum. Við getum líka leitað eftir gagnkvæmu samstarfi um slíkt við önnur lönd. Slíkt samstarf ku vera til. Og ef einhverjum finnst óeðlilega margir Íslendingar fara til útlanda að versla þá má velta því fyrir sér hvort fyrir því sé einhver góð ástæða. Önnur en sú að við séum illa uppalin neysludýr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að þeim tíma ársins þegar margir sjá ástæðu til að fara til útlanda að kaupa föt og annað drasl og aðrir sjá ástæðu til að býsnast yfir því. Sumir telja að við verðum okkur til skammar með kaupgleði í H&M. Aðrir óttast að íslenskir kaupmenn séu að „verða af“ tekjum upp á hitt og þetta. Hugtakið að „verða af“ er stundum notað á ansi skapandi hátt. Til að „verða af“ einhverju þurfa menn eiginlega að hafa þurft að eiga verulega möguleika á að fá það á annað borð. Dæmi um rétta notkun: „Hóteleigandi varð af tekjum þegar læknaráðstefna féll niður í kjölfar goss.“ En undir hvaða kringumstæðum hefðu íslenskir kaupmenn átt að fá alla þessa erlendu veltu? Ef landið væri lokað fyrir erlendum vöruflutningum? Hvernig væri að reka verslun á Íslandi þá? Frjálsir vöruflutningar eru eðlilegt ástand, ekki óvæntur atburður sem veldur tapi. Verslun er verslun en ekki atvinnubótastarf. Það er ekki þar með sagt að við megum ekki að hugsa um annað en verð þegar við veljum okkur búð. Finnist einhverjum tilteknar bóka- eða tónlistarverslanir vera ómissandi er það hagur hans að tryggja áframhaldandi tilvist þeirra. Það verður best gert með því að versla við þær, allan ársins hring. Það er hagur fólks að hafa sem best framboð af vörum og þjónustu sem næst sér. Það er engin meðaumkunarverslun, heldur viðskipti með langtímasjónarmið í huga. Þegar kemur að því að ákveða hvort strauja eigi kortið innanlands eða utan væri í raun full ástæða til að hafa samúð með þeim sömu sjónarmiðum, og reyna fremur að versla innanlands þar sem blómleg innlend verslun væri okkur hagstæð til langframa. En auðvitað er búið að ákveða þetta fyrir okkur: Við skulum hafa samúð með þessum sjónarmiðum! Lögum samkvæmt. Innlend verslun er varin með tollagirðingum, sem tollverðir á Keflavíkurflugvelli gæta. Frá útlöndum má einungis flytja með sér vörur fyrir 65.000 kr. í einni ferð. Að auki eru ýmsar aðrar reglur í gildi, til dæmis er nammihámark, auk ákvæðis sem segir að enginn stakur hlutur megi kosta meira 32.500 kr. Það sjónarmið sem liggur til grundvallar seinasta lagaákvæðinu er væntanlega það að án þess væru lögin of stutt. En þá geta menn spurt, er ekki óeðlilegt að menn sanki að sér Tax-Free nótum erlendis og fái vaskinn endurgreiddan við brottför úr útlandinu, greiði engan vask við komu til landsins og fái þá vöruna nokkurn veginn skattfrjálsa? Jú, auðvitað er það algjör vitleysa. Þetta endurgreiðslukerfi kann ef til vill að vera rökrétt þegar um alvörufaginnflytjendur er að ræða. En þessir stimpla- og tollaleikir eru hlægilegir þegar um er að ræða neytanda sem treður nokkrum buxum og nammi í ferðatöskuna. „Sýna peysuna í Köben. Fá stimpil. Fá pening. Fela peysuna í Keflavík. Úps, þeir sáu peysuna. Þykjast hafa átt peysuna áður. Trúa ekki. Jæja. Borga pening.“ Stimpla- og tollaleikirnir eru auðvitað ein stór blekking. Fæstir labba samviskusamlega inn í rauða hliðið ef þeir eru ekki vissir um hvort þeir hafi skriðið yfir 65.000 krónurnar. Flestir reyna eðlilega að komast hjá því að greiða nokkuð, og tekst það vitanlega oftast. Tax-free er þannig ferðamannaafsláttur. „Veitum erlendum ferðamönnum afslátt en leggjum álag á okkar eigin þegna,“ er afstaða flestra ríkja. Svona er þetta. Menn lofsyngja lýðheilsu en reyna svo að pranga ódýru áfengi og sígarettum upp á hver annan á ferðalögum. Þetta er kjánalega mótsagnakennt. Ýmsu, þar með talið skattkerfinu, er beitt til að hvetja útlendinga til að versla á Íslandi og letja Íslendinga frá því að versla í útlöndum. Hættum því. Leyfum fólki að flytja vörur til einkanota á milli landa hömlulaust. Við getum gert það einhliða ef við viljum. Við getum líka leitað eftir gagnkvæmu samstarfi um slíkt við önnur lönd. Slíkt samstarf ku vera til. Og ef einhverjum finnst óeðlilega margir Íslendingar fara til útlanda að versla þá má velta því fyrir sér hvort fyrir því sé einhver góð ástæða. Önnur en sú að við séum illa uppalin neysludýr.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar