Miskunn, vorkunn og verslun Pawel Bartoszek skrifar 9. desember 2011 06:00 Nú líður að þeim tíma ársins þegar margir sjá ástæðu til að fara til útlanda að kaupa föt og annað drasl og aðrir sjá ástæðu til að býsnast yfir því. Sumir telja að við verðum okkur til skammar með kaupgleði í H&M. Aðrir óttast að íslenskir kaupmenn séu að „verða af“ tekjum upp á hitt og þetta. Hugtakið að „verða af“ er stundum notað á ansi skapandi hátt. Til að „verða af“ einhverju þurfa menn eiginlega að hafa þurft að eiga verulega möguleika á að fá það á annað borð. Dæmi um rétta notkun: „Hóteleigandi varð af tekjum þegar læknaráðstefna féll niður í kjölfar goss.“ En undir hvaða kringumstæðum hefðu íslenskir kaupmenn átt að fá alla þessa erlendu veltu? Ef landið væri lokað fyrir erlendum vöruflutningum? Hvernig væri að reka verslun á Íslandi þá? Frjálsir vöruflutningar eru eðlilegt ástand, ekki óvæntur atburður sem veldur tapi. Verslun er verslun en ekki atvinnubótastarf. Það er ekki þar með sagt að við megum ekki að hugsa um annað en verð þegar við veljum okkur búð. Finnist einhverjum tilteknar bóka- eða tónlistarverslanir vera ómissandi er það hagur hans að tryggja áframhaldandi tilvist þeirra. Það verður best gert með því að versla við þær, allan ársins hring. Það er hagur fólks að hafa sem best framboð af vörum og þjónustu sem næst sér. Það er engin meðaumkunarverslun, heldur viðskipti með langtímasjónarmið í huga. Þegar kemur að því að ákveða hvort strauja eigi kortið innanlands eða utan væri í raun full ástæða til að hafa samúð með þeim sömu sjónarmiðum, og reyna fremur að versla innanlands þar sem blómleg innlend verslun væri okkur hagstæð til langframa. En auðvitað er búið að ákveða þetta fyrir okkur: Við skulum hafa samúð með þessum sjónarmiðum! Lögum samkvæmt. Innlend verslun er varin með tollagirðingum, sem tollverðir á Keflavíkurflugvelli gæta. Frá útlöndum má einungis flytja með sér vörur fyrir 65.000 kr. í einni ferð. Að auki eru ýmsar aðrar reglur í gildi, til dæmis er nammihámark, auk ákvæðis sem segir að enginn stakur hlutur megi kosta meira 32.500 kr. Það sjónarmið sem liggur til grundvallar seinasta lagaákvæðinu er væntanlega það að án þess væru lögin of stutt. En þá geta menn spurt, er ekki óeðlilegt að menn sanki að sér Tax-Free nótum erlendis og fái vaskinn endurgreiddan við brottför úr útlandinu, greiði engan vask við komu til landsins og fái þá vöruna nokkurn veginn skattfrjálsa? Jú, auðvitað er það algjör vitleysa. Þetta endurgreiðslukerfi kann ef til vill að vera rökrétt þegar um alvörufaginnflytjendur er að ræða. En þessir stimpla- og tollaleikir eru hlægilegir þegar um er að ræða neytanda sem treður nokkrum buxum og nammi í ferðatöskuna. „Sýna peysuna í Köben. Fá stimpil. Fá pening. Fela peysuna í Keflavík. Úps, þeir sáu peysuna. Þykjast hafa átt peysuna áður. Trúa ekki. Jæja. Borga pening.“ Stimpla- og tollaleikirnir eru auðvitað ein stór blekking. Fæstir labba samviskusamlega inn í rauða hliðið ef þeir eru ekki vissir um hvort þeir hafi skriðið yfir 65.000 krónurnar. Flestir reyna eðlilega að komast hjá því að greiða nokkuð, og tekst það vitanlega oftast. Tax-free er þannig ferðamannaafsláttur. „Veitum erlendum ferðamönnum afslátt en leggjum álag á okkar eigin þegna,“ er afstaða flestra ríkja. Svona er þetta. Menn lofsyngja lýðheilsu en reyna svo að pranga ódýru áfengi og sígarettum upp á hver annan á ferðalögum. Þetta er kjánalega mótsagnakennt. Ýmsu, þar með talið skattkerfinu, er beitt til að hvetja útlendinga til að versla á Íslandi og letja Íslendinga frá því að versla í útlöndum. Hættum því. Leyfum fólki að flytja vörur til einkanota á milli landa hömlulaust. Við getum gert það einhliða ef við viljum. Við getum líka leitað eftir gagnkvæmu samstarfi um slíkt við önnur lönd. Slíkt samstarf ku vera til. Og ef einhverjum finnst óeðlilega margir Íslendingar fara til útlanda að versla þá má velta því fyrir sér hvort fyrir því sé einhver góð ástæða. Önnur en sú að við séum illa uppalin neysludýr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að þeim tíma ársins þegar margir sjá ástæðu til að fara til útlanda að kaupa föt og annað drasl og aðrir sjá ástæðu til að býsnast yfir því. Sumir telja að við verðum okkur til skammar með kaupgleði í H&M. Aðrir óttast að íslenskir kaupmenn séu að „verða af“ tekjum upp á hitt og þetta. Hugtakið að „verða af“ er stundum notað á ansi skapandi hátt. Til að „verða af“ einhverju þurfa menn eiginlega að hafa þurft að eiga verulega möguleika á að fá það á annað borð. Dæmi um rétta notkun: „Hóteleigandi varð af tekjum þegar læknaráðstefna féll niður í kjölfar goss.“ En undir hvaða kringumstæðum hefðu íslenskir kaupmenn átt að fá alla þessa erlendu veltu? Ef landið væri lokað fyrir erlendum vöruflutningum? Hvernig væri að reka verslun á Íslandi þá? Frjálsir vöruflutningar eru eðlilegt ástand, ekki óvæntur atburður sem veldur tapi. Verslun er verslun en ekki atvinnubótastarf. Það er ekki þar með sagt að við megum ekki að hugsa um annað en verð þegar við veljum okkur búð. Finnist einhverjum tilteknar bóka- eða tónlistarverslanir vera ómissandi er það hagur hans að tryggja áframhaldandi tilvist þeirra. Það verður best gert með því að versla við þær, allan ársins hring. Það er hagur fólks að hafa sem best framboð af vörum og þjónustu sem næst sér. Það er engin meðaumkunarverslun, heldur viðskipti með langtímasjónarmið í huga. Þegar kemur að því að ákveða hvort strauja eigi kortið innanlands eða utan væri í raun full ástæða til að hafa samúð með þeim sömu sjónarmiðum, og reyna fremur að versla innanlands þar sem blómleg innlend verslun væri okkur hagstæð til langframa. En auðvitað er búið að ákveða þetta fyrir okkur: Við skulum hafa samúð með þessum sjónarmiðum! Lögum samkvæmt. Innlend verslun er varin með tollagirðingum, sem tollverðir á Keflavíkurflugvelli gæta. Frá útlöndum má einungis flytja með sér vörur fyrir 65.000 kr. í einni ferð. Að auki eru ýmsar aðrar reglur í gildi, til dæmis er nammihámark, auk ákvæðis sem segir að enginn stakur hlutur megi kosta meira 32.500 kr. Það sjónarmið sem liggur til grundvallar seinasta lagaákvæðinu er væntanlega það að án þess væru lögin of stutt. En þá geta menn spurt, er ekki óeðlilegt að menn sanki að sér Tax-Free nótum erlendis og fái vaskinn endurgreiddan við brottför úr útlandinu, greiði engan vask við komu til landsins og fái þá vöruna nokkurn veginn skattfrjálsa? Jú, auðvitað er það algjör vitleysa. Þetta endurgreiðslukerfi kann ef til vill að vera rökrétt þegar um alvörufaginnflytjendur er að ræða. En þessir stimpla- og tollaleikir eru hlægilegir þegar um er að ræða neytanda sem treður nokkrum buxum og nammi í ferðatöskuna. „Sýna peysuna í Köben. Fá stimpil. Fá pening. Fela peysuna í Keflavík. Úps, þeir sáu peysuna. Þykjast hafa átt peysuna áður. Trúa ekki. Jæja. Borga pening.“ Stimpla- og tollaleikirnir eru auðvitað ein stór blekking. Fæstir labba samviskusamlega inn í rauða hliðið ef þeir eru ekki vissir um hvort þeir hafi skriðið yfir 65.000 krónurnar. Flestir reyna eðlilega að komast hjá því að greiða nokkuð, og tekst það vitanlega oftast. Tax-free er þannig ferðamannaafsláttur. „Veitum erlendum ferðamönnum afslátt en leggjum álag á okkar eigin þegna,“ er afstaða flestra ríkja. Svona er þetta. Menn lofsyngja lýðheilsu en reyna svo að pranga ódýru áfengi og sígarettum upp á hver annan á ferðalögum. Þetta er kjánalega mótsagnakennt. Ýmsu, þar með talið skattkerfinu, er beitt til að hvetja útlendinga til að versla á Íslandi og letja Íslendinga frá því að versla í útlöndum. Hættum því. Leyfum fólki að flytja vörur til einkanota á milli landa hömlulaust. Við getum gert það einhliða ef við viljum. Við getum líka leitað eftir gagnkvæmu samstarfi um slíkt við önnur lönd. Slíkt samstarf ku vera til. Og ef einhverjum finnst óeðlilega margir Íslendingar fara til útlanda að versla þá má velta því fyrir sér hvort fyrir því sé einhver góð ástæða. Önnur en sú að við séum illa uppalin neysludýr.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun