Nokkur orð um vask og lax Óðinn Sigþórsson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, ritaði grein hér í Fréttablaðið sl. föstudag þar sem hann viðrar hugmyndir sínar um hvernig bæta megi hag ríkissjóðs með aukinni skattlagningu. Í grein hans koma fram áhyggjur af fyrirhuguðum kolefnisskatti á framleiðslu kísiljárns, sjálfsagt í kjölfar umræðna um hættuna á að þessi atvinnuvegur verði þar með skattlagður úr landi. Ég tek undir þau sjónarmið að svo hart er hægt að ganga fram í skattlagningu, að heilu atvinnuvegirnir flýi land. Nauðsynlegt er að benda á, að þetta á einnig við um þann atvinnuveg sem byggir á sölu veiðileyfa. Til lausnar á vanda ríkissjóðs beinir nú Þórólfur sjónum sínum enn og aftur að atvinnuvegum í sveitum landsins. Síðan ályktar hann svo í greinarlok, að þar sem virðisaukaskattur er ekki lagður á veiðileyfi jafngildi það að styrkir til íslensks landbúnaðar séu vantaldir um heilar 300 milljónir. Með þessari óvenjulegu niðurstöðu opnar hann hugarheim sinn fyrir lesendum, þannig að það er engu líkara en að hagfræðiprófessorinn hafi látið í minni pokann fyrir álitsgjafanum, þegar Þórólfur skrifaði greinina. Nú vill hann leggja virðisaukaskatt á sölu veiðileyfa. Rökin fyrir því að það skuli gera einmitt núna segir hann vera „fregnir af hækkandi verði á laxveiðileyfum“. Alkunna er að fréttir eru helst sagðar af hækkunum á leigu einstakra veiðivatna. Lækki leigan eða standi í stað er það ekki fréttaefni. Mörg veiðifélög vinna nú að endurnýjun samninga við leigutaka og er allur gangur á hvort tilefni er til breytinga á veiðileigunni. Allt fer þetta eftir veiðinni sem söluhorfur byggja á að mestu. Þannig er það fjarri lagi að mikil hækkun á einni veiðiá í útboði leiði til tilsvarandi hækkunar yfir allan markaðinn. Ný dæmi eru t.d. um að veittur hafi verið afsláttur af gildandi samningum í kjölfar þess að veiðisumarið hefur ekki staðist væntingar í einstökum ám. Þá verður einnig að hafa í huga að tekjur af laxveiðihlunnindum til lengri tíma eru mjög háðar þróun gengis íslensku krónunnar, enda stór hluti viðskiptamanna nú erlendir veiðimenn. Það er rangt sem fram kemur í grein Þórólfs, að innskattur vegna sölu veiðileyfa myndi hafa í för með sér að umfang veiðileyfasölunnar breyttist „tæplega“, verði virðisaukaskattur lagður á veiðileyfi. Helsti kostnaður við sölu veiðileyfa er skrifstofukostnaður og laun. Innskattur yrði því hverfandi hluti af heildarverði veiðileyfisins. Því er ljóst að virðisaukaskattur kæmi af fullum þunga fram í verðlagningu veiðileyfa. Veiðileyfi á innlendum markaði þyrftu þá að hækka á einu bretti um fjórðung. Fyrir slíku eru engar forsendur eins og Þórólfur hefði mátt ráða af fregnum. Álagning virðisaukaskatts á veiðileyfi myndi því leiða til tilsvarandi lækkunar á tekjum veiðiréttareigenda. Við útreikning á ávinningi ríkissjóðs af þessari tillögu Þórólfs verður því líka að taka tillit til þeirra tekna sem ríkissjóður verður af vegna minni skattskyldra tekna veiðiréttareigenda. En eitt er þó nokkuð öruggt. Yrði tillagan að veruleika mun slíkt valda upplausn og algjörum forsendubresti í þessari atvinnugrein. Öllum samningum á þessum markaði væri kollvarpað, og til framtíðar litið er alvarleg hætta á að farsælt skipulag veiðimála á Íslandi mundi riðlast, til ófyrirsjáanlegs tjóns fyrir alla aðila, og einnig ríkissjóð. Við búum svo vel í dag að vera lausir við allt svartamarkaðsbrask á veiði. Það á ekki síst rætur sínar að rekja til þess að veiðiréttareigendur telja hagsmunum sínum best borgið með því að veiðifélögin ráðstafi veiðiréttinum í ánum. Tillaga Þórólfs er tilræði við þetta fyrirkomulag. Þá eru einnig líkur á að tillagan muni til lengri tíma mismuna veiðimönnum, þannig að skatturinn lendi á innlenda markaðnum en salan til erlendra veiðimanna flýi virðisaukaskattinn og hverfi úr landi líkt og nú er rætt um að geti gerst varðandi kísiljárnið. Að lokum sé ég ekki hvaða tilgangi það þjónar hjá Þórólfi að skreyta grein sína með fullyrðingum um, að hið opinbera kosti í veiðimálum „umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og seiðauppeldi“. Staðreyndin er sú, að stærri hluti tekna Veiðimálastofnunar, sem stundar rannsóknir í ám og vötnum, eru sértekjur sem m.a. veiðiréttareigendur greiða. Þeir litlu fjármunir sem ríkið leggur til þessara mála fara til grundvallarrannsókna á þessari náttúru landsins. Auðvitað má taka umræðu um nauðsyn á framlögum hins opinbera til rannsókna, en þá er að sjálfsögðu allt undir, einnig sá geiri sem Þórólfur starfar við. Þá þyrfti Þórólfur að gera betur grein fyrir seiðaeldi ríkisins í þágu okkar veiðiréttareigenda en engin slík starfsemi er á vegum ríkisins og hefur ekki verið mér vitanlega um áratuga skeið. þannig stenst þessi fullyrðing hans ekki frekar en margt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, ritaði grein hér í Fréttablaðið sl. föstudag þar sem hann viðrar hugmyndir sínar um hvernig bæta megi hag ríkissjóðs með aukinni skattlagningu. Í grein hans koma fram áhyggjur af fyrirhuguðum kolefnisskatti á framleiðslu kísiljárns, sjálfsagt í kjölfar umræðna um hættuna á að þessi atvinnuvegur verði þar með skattlagður úr landi. Ég tek undir þau sjónarmið að svo hart er hægt að ganga fram í skattlagningu, að heilu atvinnuvegirnir flýi land. Nauðsynlegt er að benda á, að þetta á einnig við um þann atvinnuveg sem byggir á sölu veiðileyfa. Til lausnar á vanda ríkissjóðs beinir nú Þórólfur sjónum sínum enn og aftur að atvinnuvegum í sveitum landsins. Síðan ályktar hann svo í greinarlok, að þar sem virðisaukaskattur er ekki lagður á veiðileyfi jafngildi það að styrkir til íslensks landbúnaðar séu vantaldir um heilar 300 milljónir. Með þessari óvenjulegu niðurstöðu opnar hann hugarheim sinn fyrir lesendum, þannig að það er engu líkara en að hagfræðiprófessorinn hafi látið í minni pokann fyrir álitsgjafanum, þegar Þórólfur skrifaði greinina. Nú vill hann leggja virðisaukaskatt á sölu veiðileyfa. Rökin fyrir því að það skuli gera einmitt núna segir hann vera „fregnir af hækkandi verði á laxveiðileyfum“. Alkunna er að fréttir eru helst sagðar af hækkunum á leigu einstakra veiðivatna. Lækki leigan eða standi í stað er það ekki fréttaefni. Mörg veiðifélög vinna nú að endurnýjun samninga við leigutaka og er allur gangur á hvort tilefni er til breytinga á veiðileigunni. Allt fer þetta eftir veiðinni sem söluhorfur byggja á að mestu. Þannig er það fjarri lagi að mikil hækkun á einni veiðiá í útboði leiði til tilsvarandi hækkunar yfir allan markaðinn. Ný dæmi eru t.d. um að veittur hafi verið afsláttur af gildandi samningum í kjölfar þess að veiðisumarið hefur ekki staðist væntingar í einstökum ám. Þá verður einnig að hafa í huga að tekjur af laxveiðihlunnindum til lengri tíma eru mjög háðar þróun gengis íslensku krónunnar, enda stór hluti viðskiptamanna nú erlendir veiðimenn. Það er rangt sem fram kemur í grein Þórólfs, að innskattur vegna sölu veiðileyfa myndi hafa í för með sér að umfang veiðileyfasölunnar breyttist „tæplega“, verði virðisaukaskattur lagður á veiðileyfi. Helsti kostnaður við sölu veiðileyfa er skrifstofukostnaður og laun. Innskattur yrði því hverfandi hluti af heildarverði veiðileyfisins. Því er ljóst að virðisaukaskattur kæmi af fullum þunga fram í verðlagningu veiðileyfa. Veiðileyfi á innlendum markaði þyrftu þá að hækka á einu bretti um fjórðung. Fyrir slíku eru engar forsendur eins og Þórólfur hefði mátt ráða af fregnum. Álagning virðisaukaskatts á veiðileyfi myndi því leiða til tilsvarandi lækkunar á tekjum veiðiréttareigenda. Við útreikning á ávinningi ríkissjóðs af þessari tillögu Þórólfs verður því líka að taka tillit til þeirra tekna sem ríkissjóður verður af vegna minni skattskyldra tekna veiðiréttareigenda. En eitt er þó nokkuð öruggt. Yrði tillagan að veruleika mun slíkt valda upplausn og algjörum forsendubresti í þessari atvinnugrein. Öllum samningum á þessum markaði væri kollvarpað, og til framtíðar litið er alvarleg hætta á að farsælt skipulag veiðimála á Íslandi mundi riðlast, til ófyrirsjáanlegs tjóns fyrir alla aðila, og einnig ríkissjóð. Við búum svo vel í dag að vera lausir við allt svartamarkaðsbrask á veiði. Það á ekki síst rætur sínar að rekja til þess að veiðiréttareigendur telja hagsmunum sínum best borgið með því að veiðifélögin ráðstafi veiðiréttinum í ánum. Tillaga Þórólfs er tilræði við þetta fyrirkomulag. Þá eru einnig líkur á að tillagan muni til lengri tíma mismuna veiðimönnum, þannig að skatturinn lendi á innlenda markaðnum en salan til erlendra veiðimanna flýi virðisaukaskattinn og hverfi úr landi líkt og nú er rætt um að geti gerst varðandi kísiljárnið. Að lokum sé ég ekki hvaða tilgangi það þjónar hjá Þórólfi að skreyta grein sína með fullyrðingum um, að hið opinbera kosti í veiðimálum „umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og seiðauppeldi“. Staðreyndin er sú, að stærri hluti tekna Veiðimálastofnunar, sem stundar rannsóknir í ám og vötnum, eru sértekjur sem m.a. veiðiréttareigendur greiða. Þeir litlu fjármunir sem ríkið leggur til þessara mála fara til grundvallarrannsókna á þessari náttúru landsins. Auðvitað má taka umræðu um nauðsyn á framlögum hins opinbera til rannsókna, en þá er að sjálfsögðu allt undir, einnig sá geiri sem Þórólfur starfar við. Þá þyrfti Þórólfur að gera betur grein fyrir seiðaeldi ríkisins í þágu okkar veiðiréttareigenda en engin slík starfsemi er á vegum ríkisins og hefur ekki verið mér vitanlega um áratuga skeið. þannig stenst þessi fullyrðing hans ekki frekar en margt annað.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun