Nokkur orð um vask og lax Óðinn Sigþórsson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, ritaði grein hér í Fréttablaðið sl. föstudag þar sem hann viðrar hugmyndir sínar um hvernig bæta megi hag ríkissjóðs með aukinni skattlagningu. Í grein hans koma fram áhyggjur af fyrirhuguðum kolefnisskatti á framleiðslu kísiljárns, sjálfsagt í kjölfar umræðna um hættuna á að þessi atvinnuvegur verði þar með skattlagður úr landi. Ég tek undir þau sjónarmið að svo hart er hægt að ganga fram í skattlagningu, að heilu atvinnuvegirnir flýi land. Nauðsynlegt er að benda á, að þetta á einnig við um þann atvinnuveg sem byggir á sölu veiðileyfa. Til lausnar á vanda ríkissjóðs beinir nú Þórólfur sjónum sínum enn og aftur að atvinnuvegum í sveitum landsins. Síðan ályktar hann svo í greinarlok, að þar sem virðisaukaskattur er ekki lagður á veiðileyfi jafngildi það að styrkir til íslensks landbúnaðar séu vantaldir um heilar 300 milljónir. Með þessari óvenjulegu niðurstöðu opnar hann hugarheim sinn fyrir lesendum, þannig að það er engu líkara en að hagfræðiprófessorinn hafi látið í minni pokann fyrir álitsgjafanum, þegar Þórólfur skrifaði greinina. Nú vill hann leggja virðisaukaskatt á sölu veiðileyfa. Rökin fyrir því að það skuli gera einmitt núna segir hann vera „fregnir af hækkandi verði á laxveiðileyfum“. Alkunna er að fréttir eru helst sagðar af hækkunum á leigu einstakra veiðivatna. Lækki leigan eða standi í stað er það ekki fréttaefni. Mörg veiðifélög vinna nú að endurnýjun samninga við leigutaka og er allur gangur á hvort tilefni er til breytinga á veiðileigunni. Allt fer þetta eftir veiðinni sem söluhorfur byggja á að mestu. Þannig er það fjarri lagi að mikil hækkun á einni veiðiá í útboði leiði til tilsvarandi hækkunar yfir allan markaðinn. Ný dæmi eru t.d. um að veittur hafi verið afsláttur af gildandi samningum í kjölfar þess að veiðisumarið hefur ekki staðist væntingar í einstökum ám. Þá verður einnig að hafa í huga að tekjur af laxveiðihlunnindum til lengri tíma eru mjög háðar þróun gengis íslensku krónunnar, enda stór hluti viðskiptamanna nú erlendir veiðimenn. Það er rangt sem fram kemur í grein Þórólfs, að innskattur vegna sölu veiðileyfa myndi hafa í för með sér að umfang veiðileyfasölunnar breyttist „tæplega“, verði virðisaukaskattur lagður á veiðileyfi. Helsti kostnaður við sölu veiðileyfa er skrifstofukostnaður og laun. Innskattur yrði því hverfandi hluti af heildarverði veiðileyfisins. Því er ljóst að virðisaukaskattur kæmi af fullum þunga fram í verðlagningu veiðileyfa. Veiðileyfi á innlendum markaði þyrftu þá að hækka á einu bretti um fjórðung. Fyrir slíku eru engar forsendur eins og Þórólfur hefði mátt ráða af fregnum. Álagning virðisaukaskatts á veiðileyfi myndi því leiða til tilsvarandi lækkunar á tekjum veiðiréttareigenda. Við útreikning á ávinningi ríkissjóðs af þessari tillögu Þórólfs verður því líka að taka tillit til þeirra tekna sem ríkissjóður verður af vegna minni skattskyldra tekna veiðiréttareigenda. En eitt er þó nokkuð öruggt. Yrði tillagan að veruleika mun slíkt valda upplausn og algjörum forsendubresti í þessari atvinnugrein. Öllum samningum á þessum markaði væri kollvarpað, og til framtíðar litið er alvarleg hætta á að farsælt skipulag veiðimála á Íslandi mundi riðlast, til ófyrirsjáanlegs tjóns fyrir alla aðila, og einnig ríkissjóð. Við búum svo vel í dag að vera lausir við allt svartamarkaðsbrask á veiði. Það á ekki síst rætur sínar að rekja til þess að veiðiréttareigendur telja hagsmunum sínum best borgið með því að veiðifélögin ráðstafi veiðiréttinum í ánum. Tillaga Þórólfs er tilræði við þetta fyrirkomulag. Þá eru einnig líkur á að tillagan muni til lengri tíma mismuna veiðimönnum, þannig að skatturinn lendi á innlenda markaðnum en salan til erlendra veiðimanna flýi virðisaukaskattinn og hverfi úr landi líkt og nú er rætt um að geti gerst varðandi kísiljárnið. Að lokum sé ég ekki hvaða tilgangi það þjónar hjá Þórólfi að skreyta grein sína með fullyrðingum um, að hið opinbera kosti í veiðimálum „umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og seiðauppeldi“. Staðreyndin er sú, að stærri hluti tekna Veiðimálastofnunar, sem stundar rannsóknir í ám og vötnum, eru sértekjur sem m.a. veiðiréttareigendur greiða. Þeir litlu fjármunir sem ríkið leggur til þessara mála fara til grundvallarrannsókna á þessari náttúru landsins. Auðvitað má taka umræðu um nauðsyn á framlögum hins opinbera til rannsókna, en þá er að sjálfsögðu allt undir, einnig sá geiri sem Þórólfur starfar við. Þá þyrfti Þórólfur að gera betur grein fyrir seiðaeldi ríkisins í þágu okkar veiðiréttareigenda en engin slík starfsemi er á vegum ríkisins og hefur ekki verið mér vitanlega um áratuga skeið. þannig stenst þessi fullyrðing hans ekki frekar en margt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, ritaði grein hér í Fréttablaðið sl. föstudag þar sem hann viðrar hugmyndir sínar um hvernig bæta megi hag ríkissjóðs með aukinni skattlagningu. Í grein hans koma fram áhyggjur af fyrirhuguðum kolefnisskatti á framleiðslu kísiljárns, sjálfsagt í kjölfar umræðna um hættuna á að þessi atvinnuvegur verði þar með skattlagður úr landi. Ég tek undir þau sjónarmið að svo hart er hægt að ganga fram í skattlagningu, að heilu atvinnuvegirnir flýi land. Nauðsynlegt er að benda á, að þetta á einnig við um þann atvinnuveg sem byggir á sölu veiðileyfa. Til lausnar á vanda ríkissjóðs beinir nú Þórólfur sjónum sínum enn og aftur að atvinnuvegum í sveitum landsins. Síðan ályktar hann svo í greinarlok, að þar sem virðisaukaskattur er ekki lagður á veiðileyfi jafngildi það að styrkir til íslensks landbúnaðar séu vantaldir um heilar 300 milljónir. Með þessari óvenjulegu niðurstöðu opnar hann hugarheim sinn fyrir lesendum, þannig að það er engu líkara en að hagfræðiprófessorinn hafi látið í minni pokann fyrir álitsgjafanum, þegar Þórólfur skrifaði greinina. Nú vill hann leggja virðisaukaskatt á sölu veiðileyfa. Rökin fyrir því að það skuli gera einmitt núna segir hann vera „fregnir af hækkandi verði á laxveiðileyfum“. Alkunna er að fréttir eru helst sagðar af hækkunum á leigu einstakra veiðivatna. Lækki leigan eða standi í stað er það ekki fréttaefni. Mörg veiðifélög vinna nú að endurnýjun samninga við leigutaka og er allur gangur á hvort tilefni er til breytinga á veiðileigunni. Allt fer þetta eftir veiðinni sem söluhorfur byggja á að mestu. Þannig er það fjarri lagi að mikil hækkun á einni veiðiá í útboði leiði til tilsvarandi hækkunar yfir allan markaðinn. Ný dæmi eru t.d. um að veittur hafi verið afsláttur af gildandi samningum í kjölfar þess að veiðisumarið hefur ekki staðist væntingar í einstökum ám. Þá verður einnig að hafa í huga að tekjur af laxveiðihlunnindum til lengri tíma eru mjög háðar þróun gengis íslensku krónunnar, enda stór hluti viðskiptamanna nú erlendir veiðimenn. Það er rangt sem fram kemur í grein Þórólfs, að innskattur vegna sölu veiðileyfa myndi hafa í för með sér að umfang veiðileyfasölunnar breyttist „tæplega“, verði virðisaukaskattur lagður á veiðileyfi. Helsti kostnaður við sölu veiðileyfa er skrifstofukostnaður og laun. Innskattur yrði því hverfandi hluti af heildarverði veiðileyfisins. Því er ljóst að virðisaukaskattur kæmi af fullum þunga fram í verðlagningu veiðileyfa. Veiðileyfi á innlendum markaði þyrftu þá að hækka á einu bretti um fjórðung. Fyrir slíku eru engar forsendur eins og Þórólfur hefði mátt ráða af fregnum. Álagning virðisaukaskatts á veiðileyfi myndi því leiða til tilsvarandi lækkunar á tekjum veiðiréttareigenda. Við útreikning á ávinningi ríkissjóðs af þessari tillögu Þórólfs verður því líka að taka tillit til þeirra tekna sem ríkissjóður verður af vegna minni skattskyldra tekna veiðiréttareigenda. En eitt er þó nokkuð öruggt. Yrði tillagan að veruleika mun slíkt valda upplausn og algjörum forsendubresti í þessari atvinnugrein. Öllum samningum á þessum markaði væri kollvarpað, og til framtíðar litið er alvarleg hætta á að farsælt skipulag veiðimála á Íslandi mundi riðlast, til ófyrirsjáanlegs tjóns fyrir alla aðila, og einnig ríkissjóð. Við búum svo vel í dag að vera lausir við allt svartamarkaðsbrask á veiði. Það á ekki síst rætur sínar að rekja til þess að veiðiréttareigendur telja hagsmunum sínum best borgið með því að veiðifélögin ráðstafi veiðiréttinum í ánum. Tillaga Þórólfs er tilræði við þetta fyrirkomulag. Þá eru einnig líkur á að tillagan muni til lengri tíma mismuna veiðimönnum, þannig að skatturinn lendi á innlenda markaðnum en salan til erlendra veiðimanna flýi virðisaukaskattinn og hverfi úr landi líkt og nú er rætt um að geti gerst varðandi kísiljárnið. Að lokum sé ég ekki hvaða tilgangi það þjónar hjá Þórólfi að skreyta grein sína með fullyrðingum um, að hið opinbera kosti í veiðimálum „umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og seiðauppeldi“. Staðreyndin er sú, að stærri hluti tekna Veiðimálastofnunar, sem stundar rannsóknir í ám og vötnum, eru sértekjur sem m.a. veiðiréttareigendur greiða. Þeir litlu fjármunir sem ríkið leggur til þessara mála fara til grundvallarrannsókna á þessari náttúru landsins. Auðvitað má taka umræðu um nauðsyn á framlögum hins opinbera til rannsókna, en þá er að sjálfsögðu allt undir, einnig sá geiri sem Þórólfur starfar við. Þá þyrfti Þórólfur að gera betur grein fyrir seiðaeldi ríkisins í þágu okkar veiðiréttareigenda en engin slík starfsemi er á vegum ríkisins og hefur ekki verið mér vitanlega um áratuga skeið. þannig stenst þessi fullyrðing hans ekki frekar en margt annað.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun