Nú ber Evrópusambandið peninga í áróðurinn Guðni Ágústsson skrifar 17. september 2011 06:00 Eitt stærsta fyrirtæki heims er Coca Cola. Það ver miklum peningum í að selja vöru sína og segir aldrei frá ókostum drykkjarins. Eitt fyrirtæki ver þó hærri upphæð í áróður um eigið ágæti, það er Evrópusambandið sjálft. Halda menn að ESB segi frá vanköntum þess að tilheyra sambandinu? Nei, þar sitja þessi stóru fyrirtæki við sama borð, allt er gott. Íslendingum var talin trú um að aðildarviðræðurnar snerust um kosti og galla þess að ganga í ESB og samninga. Nú er upplýsingaherferð ESB hafin á Íslandi og fyrirtæki valið til að berjast fyrir aðildinni sérstaklega. Þetta er almannatengslafyrirtækið Athygli sem vinnur verkið. Samkvæmt útboðslýsingunni er um að ræða „Maximum budget 1400 000 EUR“. Eða í íslenskum krónum 224 milljónir króna. Nú skulum við spyrja okkur að einni spurningu, hvers vegna skyldi „Upplýsingaherferð“ Evrópusambandsins hér á landi vera hlutlæg eða hlutlaus þegar sambandið hefur hvergi staðið fyrir slíku annars staðar? Stjórnarskrá okkar bannar íhlutunUpplýsingamiðlun ESB mun væntanlega alfarið vera byggð á efni frá sambandinu beint eða óbeint. Það er að segja einhliða upplýsingamiðlun. Með öðrum orðum áróðri. ESB fer ekki í aðildarviðræður öðruvísi en að hafa eitt markmið á hreinu að vinna kosningarnar hverju sinni. Heldur fólk almennt að ESB sé líklegt til að veita hlutlægar upplýsingar um sjálft sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu? Frekar en stjórnmálaflokkur í aðdraganda kosninga til Alþingis? Öll þekkjum við fagurgalann og fallega fólkið á flettiskiltunum og loforðin góðu? Svo skulum við spyrja okkur að hinu, samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá er erlendu ríki bannað að vera með íhlutun í málefni Íslands eða pólitík. Hér hefur ESB í kjölfar viðræðnanna opnað sendiráðsskrifstofu og býr sig undir að standa með ríkisstjórninni að landsmenn samþykki aðlögunarsamninginn og fúlgur fjár fylgja í áróðurinn. Aðlögun að ESB?Ef stjórnvöld í Króatíu eru spurð hvort þau séu í samningaviðræðum við Evrópusambandið er svar þeirra skýrt nei, við erum í aðlögunarferli. ESB fer ekki í svona viðræður nema á sama grunni við allar umsóknarþjóðir. Heimild Alþingis gekk út á samninga með skilyrðum, ekki satt? Alþingi gaf aldrei ríkisstjórninni heimild til að aðlaga íslenska stjórnkerfið lögum og reglum ESB. Það er leynd yfir samningsmarkmiðum Íslands, eru þau til? Eða hefur leiðtogi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, þetta allt í hendi sinni, jafn sannfærandi og málflutningur hans hefur verið á erlendri grund? Umsóknin lögð til hliðarStærstur hluti mannafla stjórnarráðsins er undirlagður í vinnu við aðlögunina og kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna. Evrópusambandið sjálft hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveimur árum og glímir við mikinn innri vanda bæði vegna evrunnar, skuldakreppu og stefnumörkunar inn í framtíðina sem ríkjabandalag á mörgum sviðum. Við þessar aðstæður og vegna þess að viðræðurnar snúast ekki um samninga heldur aðlögun er rétt að leggja aðildarviðræðurnar til hliðar um sinn. Við skulum því sameinast um að skora á alþingismenn okkar og Alþingi að leggja umsóknina til hliðar. Það gerir þú með því að fara inn á Skynsemi.is og skrifa undir slíka áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta fyrirtæki heims er Coca Cola. Það ver miklum peningum í að selja vöru sína og segir aldrei frá ókostum drykkjarins. Eitt fyrirtæki ver þó hærri upphæð í áróður um eigið ágæti, það er Evrópusambandið sjálft. Halda menn að ESB segi frá vanköntum þess að tilheyra sambandinu? Nei, þar sitja þessi stóru fyrirtæki við sama borð, allt er gott. Íslendingum var talin trú um að aðildarviðræðurnar snerust um kosti og galla þess að ganga í ESB og samninga. Nú er upplýsingaherferð ESB hafin á Íslandi og fyrirtæki valið til að berjast fyrir aðildinni sérstaklega. Þetta er almannatengslafyrirtækið Athygli sem vinnur verkið. Samkvæmt útboðslýsingunni er um að ræða „Maximum budget 1400 000 EUR“. Eða í íslenskum krónum 224 milljónir króna. Nú skulum við spyrja okkur að einni spurningu, hvers vegna skyldi „Upplýsingaherferð“ Evrópusambandsins hér á landi vera hlutlæg eða hlutlaus þegar sambandið hefur hvergi staðið fyrir slíku annars staðar? Stjórnarskrá okkar bannar íhlutunUpplýsingamiðlun ESB mun væntanlega alfarið vera byggð á efni frá sambandinu beint eða óbeint. Það er að segja einhliða upplýsingamiðlun. Með öðrum orðum áróðri. ESB fer ekki í aðildarviðræður öðruvísi en að hafa eitt markmið á hreinu að vinna kosningarnar hverju sinni. Heldur fólk almennt að ESB sé líklegt til að veita hlutlægar upplýsingar um sjálft sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu? Frekar en stjórnmálaflokkur í aðdraganda kosninga til Alþingis? Öll þekkjum við fagurgalann og fallega fólkið á flettiskiltunum og loforðin góðu? Svo skulum við spyrja okkur að hinu, samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá er erlendu ríki bannað að vera með íhlutun í málefni Íslands eða pólitík. Hér hefur ESB í kjölfar viðræðnanna opnað sendiráðsskrifstofu og býr sig undir að standa með ríkisstjórninni að landsmenn samþykki aðlögunarsamninginn og fúlgur fjár fylgja í áróðurinn. Aðlögun að ESB?Ef stjórnvöld í Króatíu eru spurð hvort þau séu í samningaviðræðum við Evrópusambandið er svar þeirra skýrt nei, við erum í aðlögunarferli. ESB fer ekki í svona viðræður nema á sama grunni við allar umsóknarþjóðir. Heimild Alþingis gekk út á samninga með skilyrðum, ekki satt? Alþingi gaf aldrei ríkisstjórninni heimild til að aðlaga íslenska stjórnkerfið lögum og reglum ESB. Það er leynd yfir samningsmarkmiðum Íslands, eru þau til? Eða hefur leiðtogi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, þetta allt í hendi sinni, jafn sannfærandi og málflutningur hans hefur verið á erlendri grund? Umsóknin lögð til hliðarStærstur hluti mannafla stjórnarráðsins er undirlagður í vinnu við aðlögunina og kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna. Evrópusambandið sjálft hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveimur árum og glímir við mikinn innri vanda bæði vegna evrunnar, skuldakreppu og stefnumörkunar inn í framtíðina sem ríkjabandalag á mörgum sviðum. Við þessar aðstæður og vegna þess að viðræðurnar snúast ekki um samninga heldur aðlögun er rétt að leggja aðildarviðræðurnar til hliðar um sinn. Við skulum því sameinast um að skora á alþingismenn okkar og Alþingi að leggja umsóknina til hliðar. Það gerir þú með því að fara inn á Skynsemi.is og skrifa undir slíka áskorun.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun