Íslenski boltinn

Roy Keane bara einn af mörgum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Keane.
Roy Keane. Nordic Photos / Getty Images
Allt ætlaði um koll að keyra á mánudaginn þegar það fréttist að Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, væri á leið til landsins ásamt Roy Keane sem væri hugsanlega að taka við íslenska landsliðinu. Eggert kom vissulega til landsins, en Keane varð eftir heima hjá sér.

Keane var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna, bæði í fjölmiðlum hér á landi, Englandi og Írlandi. Heimildir Fréttablaðsins herma nú að þetta mál sé í biðstöðu en að Keane sé bara einn af mörgum kostum í stöðunni. Ráðningarferlið hafi ekki verið komið jafn langt og enskir fjölmiðlar héldu fram, en þar var Keane sagður afar nálægt því að fá stöðuna.

KSÍ ætlar að gefa sér þennan mánuð í ráðninguna og vonast til að búið verði að finna eftirmann Ólafs Jóhannessonar fyrir leik Íslands í Portúgal í byrjun október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×