LÍÚ hjólar í þjóðina Bolli Héðinsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Ljóst má vera af nýjasta útspili LÍU að þeir ætla sér í hart við þjóðina og hafa ekki minnsta áhuga á að skapa sátt um fiskveiðar. Með lögfræðiálitinu, sem LÍÚ lagði fram, er efast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Nýjustu útspil LÍÚ sýna hversu brýnt er að innkalla fiskveiðiheimildirnar án frekari tafa. Til viðbótar við þau nefndarálit sem fram voru komin fyrr í sumar hafa nú bæst við álit Landsbankans og Deloitte sem í reynd bæta ekki miklu við það sem áður var komið. Þar er t.d. hvergi reynt að leiða líkur að því hversu mörg sjávarútvegsfyrirtæki séu nú þegar ekki lífvænleg og muni ekki lifa af þótt engu verði breytt í tilhögun fiskveiða. Í skýrslum þessara aðila er ekki talað fyrir lausnum sem til eru, til að koma til móts við stefnumótun stjórnvalda, heldur er reynt að sjá ljónin í veginum og skýrslurnar síðan samdar út frá því. Öllum má vera ljóst hvaða hagsmuni Deloitte er að verja en spyrja má hvaða hagsmuni Landsbankinn er að verja með slíkri skýrslugjöf. Leiðbeiningarskylda LandsbankansÞannig mætti ætla að Landsbankinn reiknaði með að yfirlýstur vilji ríkisstjórnarninnar gengi eftir og skýrsla Landsbankans ætti því fyrst og fremst að leiðbeina um útfærslu hinnar mörkuðu stefnu. T.d. um að mikilvægt sé að samhliða innköllun aflaheimildanna verði gefið út að útgerðir geti reiknað með því að halda 95% núverandi aflaheimilda sinna næstu 19 árin, ef farin verður sú fyrningarleið sem oftast er talað um, þ.e. að fyrna 5% aflaheimilda á ári næstu 20 ár. Þannig ætti Landsbankinn einnig að leiðbeina um að e.t.v. þurfi sérstök tímabundin ákvæði í lög um ársreikninga sem taki á þeim sérstöku aðstæðum sem skapast á meðan verið er að fyrna kvótann til fulls. Það er sammerkt öllum þeim álitum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin sem fram hafa komið frá vordögum að helstu athugasemdirnar lúta að hinum svokölluðu „pottum“, veiðiheimildum sem ráðherra getur úthlutað að geðþótta o.s.frv. Hvergi er vikið orði að hinni svokölluðu „tilboðsleið“ sem upphaflega kom til greina við ráðstöfun kvóta, en sem LÍÚ hafnaði, þ.e. að útgerðir bjóði árlega, hver eftir fjárhagslegri getu sinni og útgerðarhæfi, í afnotarétt af 5% kvótans næstu 20 árin þar á eftir. Ætla verður að allir skýrsluhöfundar telji „tilboðsleiðina“ heppilega leið til að hámarka arð þjóðarbúsins af fiskveiðum enda hagrænir yfirburðir hennar fram yfir svokallaða „samningaleið“ óumdeildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Sjá meira
Ljóst má vera af nýjasta útspili LÍU að þeir ætla sér í hart við þjóðina og hafa ekki minnsta áhuga á að skapa sátt um fiskveiðar. Með lögfræðiálitinu, sem LÍÚ lagði fram, er efast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Nýjustu útspil LÍÚ sýna hversu brýnt er að innkalla fiskveiðiheimildirnar án frekari tafa. Til viðbótar við þau nefndarálit sem fram voru komin fyrr í sumar hafa nú bæst við álit Landsbankans og Deloitte sem í reynd bæta ekki miklu við það sem áður var komið. Þar er t.d. hvergi reynt að leiða líkur að því hversu mörg sjávarútvegsfyrirtæki séu nú þegar ekki lífvænleg og muni ekki lifa af þótt engu verði breytt í tilhögun fiskveiða. Í skýrslum þessara aðila er ekki talað fyrir lausnum sem til eru, til að koma til móts við stefnumótun stjórnvalda, heldur er reynt að sjá ljónin í veginum og skýrslurnar síðan samdar út frá því. Öllum má vera ljóst hvaða hagsmuni Deloitte er að verja en spyrja má hvaða hagsmuni Landsbankinn er að verja með slíkri skýrslugjöf. Leiðbeiningarskylda LandsbankansÞannig mætti ætla að Landsbankinn reiknaði með að yfirlýstur vilji ríkisstjórnarninnar gengi eftir og skýrsla Landsbankans ætti því fyrst og fremst að leiðbeina um útfærslu hinnar mörkuðu stefnu. T.d. um að mikilvægt sé að samhliða innköllun aflaheimildanna verði gefið út að útgerðir geti reiknað með því að halda 95% núverandi aflaheimilda sinna næstu 19 árin, ef farin verður sú fyrningarleið sem oftast er talað um, þ.e. að fyrna 5% aflaheimilda á ári næstu 20 ár. Þannig ætti Landsbankinn einnig að leiðbeina um að e.t.v. þurfi sérstök tímabundin ákvæði í lög um ársreikninga sem taki á þeim sérstöku aðstæðum sem skapast á meðan verið er að fyrna kvótann til fulls. Það er sammerkt öllum þeim álitum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin sem fram hafa komið frá vordögum að helstu athugasemdirnar lúta að hinum svokölluðu „pottum“, veiðiheimildum sem ráðherra getur úthlutað að geðþótta o.s.frv. Hvergi er vikið orði að hinni svokölluðu „tilboðsleið“ sem upphaflega kom til greina við ráðstöfun kvóta, en sem LÍÚ hafnaði, þ.e. að útgerðir bjóði árlega, hver eftir fjárhagslegri getu sinni og útgerðarhæfi, í afnotarétt af 5% kvótans næstu 20 árin þar á eftir. Ætla verður að allir skýrsluhöfundar telji „tilboðsleiðina“ heppilega leið til að hámarka arð þjóðarbúsins af fiskveiðum enda hagrænir yfirburðir hennar fram yfir svokallaða „samningaleið“ óumdeildir.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun