Tilbúningur á Kögunarhóli! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 16. ágúst 2011 08:30 Fyrrverandi ritstjóri, alþingismaður, ráðherra og sendiherra Þorsteinn Pálson mundar reglulega penna í Fréttablaðinu og kennir skrif sín við Kögunarhól. Það er vel til fundið því á Kögunarhóla ganga menn og litast um, ekki síst var það til að huga að skipakomum hér áður fyrr. Það má Þorsteinn eiga að í skrifum hans er iðulega að finna tilburði til greiningar á viðfangsefninu, þ.e. hann leitast við að byggja skrif sín á einhvers konar „analýsu" og leggja út af því. Þetta er til muna uppbyggilegri aðferð en margt annað sem skrifað er og skrafað um stjórnmál og þjóðmál um þessar mundir. Almennt er himinn og haf milli þessara skrifa Þorsteins og t.d. hina hatursfullu, svart hvítu niðurrifs- og ofstækisskrifa sem fyrrum sálufélagar hans af hægri vængnum standa fyrir á ónefndum stöðum. Nóg um það. Í síðustu skrifum sínum, sem Þorsteinn kennir við „Stór tíðindi", bregst honum svo illilega bogalistin að ekki verður látið ómótmælt. Hér skal það gert og er til marks um að skrif hans eru almennt svaraverð sem er meira en segja má um ýmsa aðra. Þorsteinn telur að út úr einhverjum ummælum undirritaðs að undanförnu megi lesa uppgjöf við það verkefni að ná tökum á hallarekstri ríkissjóðs og framfylgja ríkisfjármála- og efnahagsáætlun sem skili tilskyldum árangri. Ekkert er fjær sanni. Tímamótin eru hvergi til nema í höfði Þorsteins. Stefnumót hans við sjálfan sig á einhverjum Kögunarhóli breyta engu um veruleikann.Ótvíræður árangur í ríkisfjármálum Látum nokkrar einfaldar staðreyndir um þróun ríkisfjármála undanfarin ár og stöðuna nú tala fyrir sig sjálfar: 1) Hallinn á ríkissjóði hrunárið mikla 2008 varð 216 milljarðar króna eða um 14,6% af vergri landsframleiðslu (VLF). Vissulega vegur þar langþyngst bókfærslan á tapinu mikla í Seðlabankanum, en undirliggjandi rekstur ríkisins fór jafnframt snarversnandi með tekjufalli og stórauknum útgjöldum. 2) Árið 2009 stefndi framan af í a.m.k. 170 milljarða halla, en skv. fjárlögum fyrri ríkisstjórnar átti hann að verða 153 milljarðar. Í stað þess að bíða með aðgerðir, eins og upphafleg efnahagsáætlun þeirrar ríkisstjórnar með AGS gerði ráð fyrir, hófst núverandi ríkisstjórn strax handa á miðju því ári. Aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir upp á vel á þriðja tug milljarða ásamt stórauknu aðhaldi og eftirliti með að reksturinn yrði innan fjárheimilda, skiluðu útkomu upp á tæplega 140 milljarða halla eða vel innan við 10% af VLF. 3) Umfangsmiklar aðgerðir á árinu 2010 skiluðu því að undirliggjandi rekstur ríkisins batnaði til muna, tekjuhalli frá rekstri varð nálægt 5% af VLF. Bókfærsla óreglulegra og einskiptis liða, fyrst og fremst 33 milljarða framlags til Íbúðalánasjóðs og ríkisábyrgða sem vöknuðu til lífsins með falli hins einkavædda Landsbanka (svo mikið fyrir þau vinnubrögð), gerðu það að verkum að tekjuhallinn endaði í 123 milljörðum eða 8% af VLF. 4) Fjárlögum yfirstandandi árs var lokað með liðlega 37 milljarða halla eða áætluðum 2,3% af VLF. Útgjaldaáhrif nýgerðra kjarasamninga valda mestu um að hallinn gæti endað í um 2,5% af VLF eins og nú horfir. Þó svo fari erum við komin langan veg frá 10-14% halla áranna 2008 – 2009. Þessi niðurstaða, sem þróun ríkisfjármálanna fyrstu 7 mánuði ársins styður að náist (tekjur heldur yfir áætlun og útgjöld á áætlun) þýðir að markmið um jákvæðan frumjöfnuð næst á rekstrargrunni en verður um eða rétt undir á greiðslugrunni. 5) Þó enn sé ekki tímabært að greina í smáatriðum frá markmiðum fyrir næsta fjárlagaár, hefur þegar komið fram að stefnt er að umtalsverðu skrefi til að brúa það bil sem eftir er yfir í heildarjöfnuð. Segjum að þá sé í sjónmáli halli upp á 1–1,3% af VLF. Nefni þá Þorsteinn Pálsson mér dæmi um það á byggðu bóli að rösklegar hafi verið tekið á málum og það á tímum mikils samdráttar og erfiðleika í hagkerfinu á sama tíma. Alltaf hefur legið fyrir að ríkisfjármálaáætlunin til meðallangs tíma yrði endurskoðuð á þessu ári og aðlöguð að aðstæðum og á grundvelli þess árangurs sem þegar hefur náðst. Sú vinna er nú á lokastigi í nánu samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.Taktu gleraugun með Þorsteinn Í októberbyrjun mun ný og endurskoðuð áætlun fyrir árin 2012–2015 líta dagsins ljós. Ég mæli með því við Kögunarhólsgönguhrólfinn að hann bíði með allt tal um tímamót og uppgjöf. Sú staðreynd að íslenska ríkið fór út á alþjóðlegan skuldabréfamarkað og sótti sér þangað 1 milljarð Bandaríkjadala á mjög ásættanlegum kjörum í júníbyrjun segir sína sögu um hvert Ísland er þó komið frá hruninu. Til vitnis um hið sama er að landið sem tróndi einna efst á lista þeirra tíu ríkja sem líklegust voru talin til að verða gjaldþrota 2009 er ekki lengur nefnt í því samhengi. Áhættuálagið á Ísland er nú miklu lægra en hjá þeim Evrópuríkjum sem erfiðast eiga, eftirmarkaður með hin nýútgefnu skuldabréf ríkisins endurspeglar sömuleiðis það traust sem tekist hefur að byggja upp. Niðursveifla hagkerfisins náði botni á síðasta ári og landið tók að rísa. Undirrituðum kæmi ekki á óvart þó batinn eigi eftir að reynast ívið kraftmeiri í ár en spár hafa almennt gengið út á. Innflutningur rekstrar- og fjárfestingavara hefur sótt í sig veðrið frá og með síðari hluta sl. árs og fjárfesting er tekin að aukast. Róðurinn er þungur, en skipið er á leið í land Þorsteinn. Taktu með þér gleraugun næst þegar þú skreppur á Hólinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri, alþingismaður, ráðherra og sendiherra Þorsteinn Pálson mundar reglulega penna í Fréttablaðinu og kennir skrif sín við Kögunarhól. Það er vel til fundið því á Kögunarhóla ganga menn og litast um, ekki síst var það til að huga að skipakomum hér áður fyrr. Það má Þorsteinn eiga að í skrifum hans er iðulega að finna tilburði til greiningar á viðfangsefninu, þ.e. hann leitast við að byggja skrif sín á einhvers konar „analýsu" og leggja út af því. Þetta er til muna uppbyggilegri aðferð en margt annað sem skrifað er og skrafað um stjórnmál og þjóðmál um þessar mundir. Almennt er himinn og haf milli þessara skrifa Þorsteins og t.d. hina hatursfullu, svart hvítu niðurrifs- og ofstækisskrifa sem fyrrum sálufélagar hans af hægri vængnum standa fyrir á ónefndum stöðum. Nóg um það. Í síðustu skrifum sínum, sem Þorsteinn kennir við „Stór tíðindi", bregst honum svo illilega bogalistin að ekki verður látið ómótmælt. Hér skal það gert og er til marks um að skrif hans eru almennt svaraverð sem er meira en segja má um ýmsa aðra. Þorsteinn telur að út úr einhverjum ummælum undirritaðs að undanförnu megi lesa uppgjöf við það verkefni að ná tökum á hallarekstri ríkissjóðs og framfylgja ríkisfjármála- og efnahagsáætlun sem skili tilskyldum árangri. Ekkert er fjær sanni. Tímamótin eru hvergi til nema í höfði Þorsteins. Stefnumót hans við sjálfan sig á einhverjum Kögunarhóli breyta engu um veruleikann.Ótvíræður árangur í ríkisfjármálum Látum nokkrar einfaldar staðreyndir um þróun ríkisfjármála undanfarin ár og stöðuna nú tala fyrir sig sjálfar: 1) Hallinn á ríkissjóði hrunárið mikla 2008 varð 216 milljarðar króna eða um 14,6% af vergri landsframleiðslu (VLF). Vissulega vegur þar langþyngst bókfærslan á tapinu mikla í Seðlabankanum, en undirliggjandi rekstur ríkisins fór jafnframt snarversnandi með tekjufalli og stórauknum útgjöldum. 2) Árið 2009 stefndi framan af í a.m.k. 170 milljarða halla, en skv. fjárlögum fyrri ríkisstjórnar átti hann að verða 153 milljarðar. Í stað þess að bíða með aðgerðir, eins og upphafleg efnahagsáætlun þeirrar ríkisstjórnar með AGS gerði ráð fyrir, hófst núverandi ríkisstjórn strax handa á miðju því ári. Aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir upp á vel á þriðja tug milljarða ásamt stórauknu aðhaldi og eftirliti með að reksturinn yrði innan fjárheimilda, skiluðu útkomu upp á tæplega 140 milljarða halla eða vel innan við 10% af VLF. 3) Umfangsmiklar aðgerðir á árinu 2010 skiluðu því að undirliggjandi rekstur ríkisins batnaði til muna, tekjuhalli frá rekstri varð nálægt 5% af VLF. Bókfærsla óreglulegra og einskiptis liða, fyrst og fremst 33 milljarða framlags til Íbúðalánasjóðs og ríkisábyrgða sem vöknuðu til lífsins með falli hins einkavædda Landsbanka (svo mikið fyrir þau vinnubrögð), gerðu það að verkum að tekjuhallinn endaði í 123 milljörðum eða 8% af VLF. 4) Fjárlögum yfirstandandi árs var lokað með liðlega 37 milljarða halla eða áætluðum 2,3% af VLF. Útgjaldaáhrif nýgerðra kjarasamninga valda mestu um að hallinn gæti endað í um 2,5% af VLF eins og nú horfir. Þó svo fari erum við komin langan veg frá 10-14% halla áranna 2008 – 2009. Þessi niðurstaða, sem þróun ríkisfjármálanna fyrstu 7 mánuði ársins styður að náist (tekjur heldur yfir áætlun og útgjöld á áætlun) þýðir að markmið um jákvæðan frumjöfnuð næst á rekstrargrunni en verður um eða rétt undir á greiðslugrunni. 5) Þó enn sé ekki tímabært að greina í smáatriðum frá markmiðum fyrir næsta fjárlagaár, hefur þegar komið fram að stefnt er að umtalsverðu skrefi til að brúa það bil sem eftir er yfir í heildarjöfnuð. Segjum að þá sé í sjónmáli halli upp á 1–1,3% af VLF. Nefni þá Þorsteinn Pálsson mér dæmi um það á byggðu bóli að rösklegar hafi verið tekið á málum og það á tímum mikils samdráttar og erfiðleika í hagkerfinu á sama tíma. Alltaf hefur legið fyrir að ríkisfjármálaáætlunin til meðallangs tíma yrði endurskoðuð á þessu ári og aðlöguð að aðstæðum og á grundvelli þess árangurs sem þegar hefur náðst. Sú vinna er nú á lokastigi í nánu samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.Taktu gleraugun með Þorsteinn Í októberbyrjun mun ný og endurskoðuð áætlun fyrir árin 2012–2015 líta dagsins ljós. Ég mæli með því við Kögunarhólsgönguhrólfinn að hann bíði með allt tal um tímamót og uppgjöf. Sú staðreynd að íslenska ríkið fór út á alþjóðlegan skuldabréfamarkað og sótti sér þangað 1 milljarð Bandaríkjadala á mjög ásættanlegum kjörum í júníbyrjun segir sína sögu um hvert Ísland er þó komið frá hruninu. Til vitnis um hið sama er að landið sem tróndi einna efst á lista þeirra tíu ríkja sem líklegust voru talin til að verða gjaldþrota 2009 er ekki lengur nefnt í því samhengi. Áhættuálagið á Ísland er nú miklu lægra en hjá þeim Evrópuríkjum sem erfiðast eiga, eftirmarkaður með hin nýútgefnu skuldabréf ríkisins endurspeglar sömuleiðis það traust sem tekist hefur að byggja upp. Niðursveifla hagkerfisins náði botni á síðasta ári og landið tók að rísa. Undirrituðum kæmi ekki á óvart þó batinn eigi eftir að reynast ívið kraftmeiri í ár en spár hafa almennt gengið út á. Innflutningur rekstrar- og fjárfestingavara hefur sótt í sig veðrið frá og með síðari hluta sl. árs og fjárfesting er tekin að aukast. Róðurinn er þungur, en skipið er á leið í land Þorsteinn. Taktu með þér gleraugun næst þegar þú skreppur á Hólinn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun