Ofbeldis- og slysalaus helgi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 29. júlí 2011 08:00 Verslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. Á þröskuldi verslunarmannahelgar er ágætt að hafa þetta í huga og að hver og einn velti fyrir sér framlagi sínu til að helgin verði gleðileg hjá sem flestum. Þeir sem ætla að setjast undir stýri geta bókað að umferðin verður mikil. Það er því best að gera ráð fyrir því fyrirfram að ferðalög taki lengri tíma en endranær. Auk þess að hafa í huga að þolinmæði er dyggð. Akstur undir áhrifum er auðvitað fáránlegur. Það sjá allir sem eru allsgáðir en því miður ekki allir sem eru undir áhrifum. Þess vegna er svo mikilvægt að ákveða það fyrirfram að aka aldrei undir áhrifum. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er í Nei-hópnum í viðtali við blaðið í dag. Þegar þetta er sagt er átt við kynferðislegt ofbeldi en fullyrðingin á auðvitað við um hvers konar ofbeldi. Það er jú alltaf ofbeldismaðurinn sem ber ábyrgð á gjörðum sínum. Hvort heldur hann beitir kynferðislegu ofbeldi eða hnefum í slagsmálum. Finnborg og Thomas Brorsen Smidt sem einnig starfar í Nei-hreyfingunni gagnrýna það sem hefur verið kallað nauðgunarmenning og felst í því að gera lítið úr nauðgunum. Þau velta fyrir sér hvort verið geti að nauðganir séu algengari en þær ella væru vegna þess að ekki sé litið á nauðgun sem þann ógeðslega og óæskilega atburð sem hún er. Það er í anda þeirrar nauðgunarmenningar sem forráðamenn útihátíða gera lítið úr nauðgunum á þeim hátíðum sem þeir bera ábyrgð á, halda jafnvel fram að hátíðir hafi farið vel fram þrátt fyrir að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á þeim. Að ekki sé minnst á að ganga svo langt að halda því fram að fleiri nauðganir hafi átt sér stað þegar Stígamót voru á staðnum eins og formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum hélt fram fyrr á þessu ári. Vonandi er framundan helgi þar sem umferðin fer vel og farsællega fram, enginn ekur undir áhrifum, enginn of hratt og allir sem einn sýna þolinmæði og stillingu. Enn fremur er óskandi að allt samkomuhald fari fram með friði og spekt. Þar verði hófsemd og gleði ríkjandi en ekki óhóf og ofbeldi. Góða helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Verslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. Á þröskuldi verslunarmannahelgar er ágætt að hafa þetta í huga og að hver og einn velti fyrir sér framlagi sínu til að helgin verði gleðileg hjá sem flestum. Þeir sem ætla að setjast undir stýri geta bókað að umferðin verður mikil. Það er því best að gera ráð fyrir því fyrirfram að ferðalög taki lengri tíma en endranær. Auk þess að hafa í huga að þolinmæði er dyggð. Akstur undir áhrifum er auðvitað fáránlegur. Það sjá allir sem eru allsgáðir en því miður ekki allir sem eru undir áhrifum. Þess vegna er svo mikilvægt að ákveða það fyrirfram að aka aldrei undir áhrifum. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er í Nei-hópnum í viðtali við blaðið í dag. Þegar þetta er sagt er átt við kynferðislegt ofbeldi en fullyrðingin á auðvitað við um hvers konar ofbeldi. Það er jú alltaf ofbeldismaðurinn sem ber ábyrgð á gjörðum sínum. Hvort heldur hann beitir kynferðislegu ofbeldi eða hnefum í slagsmálum. Finnborg og Thomas Brorsen Smidt sem einnig starfar í Nei-hreyfingunni gagnrýna það sem hefur verið kallað nauðgunarmenning og felst í því að gera lítið úr nauðgunum. Þau velta fyrir sér hvort verið geti að nauðganir séu algengari en þær ella væru vegna þess að ekki sé litið á nauðgun sem þann ógeðslega og óæskilega atburð sem hún er. Það er í anda þeirrar nauðgunarmenningar sem forráðamenn útihátíða gera lítið úr nauðgunum á þeim hátíðum sem þeir bera ábyrgð á, halda jafnvel fram að hátíðir hafi farið vel fram þrátt fyrir að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á þeim. Að ekki sé minnst á að ganga svo langt að halda því fram að fleiri nauðganir hafi átt sér stað þegar Stígamót voru á staðnum eins og formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum hélt fram fyrr á þessu ári. Vonandi er framundan helgi þar sem umferðin fer vel og farsællega fram, enginn ekur undir áhrifum, enginn of hratt og allir sem einn sýna þolinmæði og stillingu. Enn fremur er óskandi að allt samkomuhald fari fram með friði og spekt. Þar verði hófsemd og gleði ríkjandi en ekki óhóf og ofbeldi. Góða helgi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun