Amma Davíðs 5. maí 2011 09:00 Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna," var sú örlagaríka setning sem þáverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, lét falla í frægum sjónvarpsþætti, rétt eftir hrunið. Hann vitnaði í ömmu sína, en það gera stjórnmálamenn gjarnan, ef þeir vilja láta taka mark á sér. Bretar trúðu ömmu Davíðs og settu Ísland og seðlabanka þess á bekk með hryðjuverkalöndum. Þar með voru eyðilagðir tugir milljarða verðmæta eða meir, því með þessari ákvörðun urðu miklar eignir verðlausar. Þessi aðgerð jafngilti í senn viðskiptabanni og útskúfun úr siðaðra manna samfélagi. Enginn þorði lengi vel að rétta okkur hjálparhönd nema Færeyingar og allir ruku til og reyndu að losa sig úr tengslum við Ísland. Sjaldan hefur landið sokkið dýpra í áliti útlendinga. Þetta voru dýr orð. Vopnabróðir hins pólitíska seðlabankastjóra fyrrverandi er hinn pólitíski forseti landsins, en sameiginlega eru þeir nú í árangursríkri, pólitískri herför gegn Evrópusambandinu. Forsetanum fannst ekki nóg að gert og vildi sýna vini sínum að hann gæti bætt um betur. Tvívegis fékk hann þjóðina til að fella samninga um að greiða „skuldir óreiðumanna", því hann vissi að þjóðin trúði ömmu Davíðs miklu betur en Steingrími Joð. Nú virðast hins vegar hafa vaknað efasemdir hjá forsetanum pólitíska um að amma Davíðs sé ef til vill ekki óskeikul og vill hann nú borga upp í „skuldir óreiðumanna" með Landsbankapeningum, svo langt sem þeir duga. Við ætlum sem sagt að borga það af „skuldum óreiðumanna" sem okkur sýnist. Þetta er afar frjó og skilvís ný regla í alþjóðaviðskiptum, enda segir sá Pólitíski að við, aðeins tveimur og hálfu ári eftir hrun, séum á ný komin í forystu meðal ríkja heims við að endurskapa viðskiptasiðferði í heiminum. Aftur orðin fyrirmynd. Þannig kunnum bæði við og hann best við okkur. Vissulega greiðum við ekki skuldir óreiðumanna, en við njótum gjarnan afurða þeirra okkur til hagsbóta. Lánin sem mynda skuldirnar voru að hluta notuð hér innanlands til margvíslegra framkvæmda og uppbyggingar. Um 40% af áætluðum byggingarkostnaði Tónlistarhússins Hörpu voru t.d. byggð fyrir erlent lánsfé Landsbankans, sem lánveitendur hafa nú glatað. Skyldu það kannski hafa verið Icesave-peningar, sem við viljum að sjálfsögðu ekki greiða? Þúsundir íbúða, margvíslegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga, bifreiðar, flugvélar og margt fleira var byggt, framkvæmt eða keypt fyrir erlent lánsfé, sem við borgum ekki eða bara að hluta, enda greiðum við ekki „skuldir óreiðumanna". Þeir peningar sem eru á bak við „skuldir óreiðumanna" urðu að eignum, sem ýmist eru í notkun eða verða síðar nýttar af þjóðinni. Við fáum þannig arf eftir óreiðumennina. Að kalla þetta tvískinnung, hvað þá hræsni, er í hæsta máta ósanngjarnt. Ekkert er fjær sanni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna," var sú örlagaríka setning sem þáverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, lét falla í frægum sjónvarpsþætti, rétt eftir hrunið. Hann vitnaði í ömmu sína, en það gera stjórnmálamenn gjarnan, ef þeir vilja láta taka mark á sér. Bretar trúðu ömmu Davíðs og settu Ísland og seðlabanka þess á bekk með hryðjuverkalöndum. Þar með voru eyðilagðir tugir milljarða verðmæta eða meir, því með þessari ákvörðun urðu miklar eignir verðlausar. Þessi aðgerð jafngilti í senn viðskiptabanni og útskúfun úr siðaðra manna samfélagi. Enginn þorði lengi vel að rétta okkur hjálparhönd nema Færeyingar og allir ruku til og reyndu að losa sig úr tengslum við Ísland. Sjaldan hefur landið sokkið dýpra í áliti útlendinga. Þetta voru dýr orð. Vopnabróðir hins pólitíska seðlabankastjóra fyrrverandi er hinn pólitíski forseti landsins, en sameiginlega eru þeir nú í árangursríkri, pólitískri herför gegn Evrópusambandinu. Forsetanum fannst ekki nóg að gert og vildi sýna vini sínum að hann gæti bætt um betur. Tvívegis fékk hann þjóðina til að fella samninga um að greiða „skuldir óreiðumanna", því hann vissi að þjóðin trúði ömmu Davíðs miklu betur en Steingrími Joð. Nú virðast hins vegar hafa vaknað efasemdir hjá forsetanum pólitíska um að amma Davíðs sé ef til vill ekki óskeikul og vill hann nú borga upp í „skuldir óreiðumanna" með Landsbankapeningum, svo langt sem þeir duga. Við ætlum sem sagt að borga það af „skuldum óreiðumanna" sem okkur sýnist. Þetta er afar frjó og skilvís ný regla í alþjóðaviðskiptum, enda segir sá Pólitíski að við, aðeins tveimur og hálfu ári eftir hrun, séum á ný komin í forystu meðal ríkja heims við að endurskapa viðskiptasiðferði í heiminum. Aftur orðin fyrirmynd. Þannig kunnum bæði við og hann best við okkur. Vissulega greiðum við ekki skuldir óreiðumanna, en við njótum gjarnan afurða þeirra okkur til hagsbóta. Lánin sem mynda skuldirnar voru að hluta notuð hér innanlands til margvíslegra framkvæmda og uppbyggingar. Um 40% af áætluðum byggingarkostnaði Tónlistarhússins Hörpu voru t.d. byggð fyrir erlent lánsfé Landsbankans, sem lánveitendur hafa nú glatað. Skyldu það kannski hafa verið Icesave-peningar, sem við viljum að sjálfsögðu ekki greiða? Þúsundir íbúða, margvíslegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga, bifreiðar, flugvélar og margt fleira var byggt, framkvæmt eða keypt fyrir erlent lánsfé, sem við borgum ekki eða bara að hluta, enda greiðum við ekki „skuldir óreiðumanna". Þeir peningar sem eru á bak við „skuldir óreiðumanna" urðu að eignum, sem ýmist eru í notkun eða verða síðar nýttar af þjóðinni. Við fáum þannig arf eftir óreiðumennina. Að kalla þetta tvískinnung, hvað þá hræsni, er í hæsta máta ósanngjarnt. Ekkert er fjær sanni.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar