Almenn vaxtaniðurgreiðsla til stuðnings íbúðaeigendum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 3. maí 2011 06:00 Hátt í þriðjungur landsmanna varð þess var nú um mánaðamótin að lögð var inn á bankareikning þeirra sérstök vaxtaniðurgreiðsla. Þann 1. maí voru greiddar út sérstakar bætur til tæplega 97 þúsund einstaklinga og eru útgjöld ríkissjóðs vegna útgreiðslunnar um 3 mia. kr. (um 5% af heildargreiðslum heimilanna á ári vegna íbúðalána). Síðari hluti útgreiðslu þessa árs verður greiddur út í ágústmánuði. Að hámarki nemur endurgreiðslan vegna sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu 200 þ. kr. hjá einstaklingum en 300 þ. kr. hjá einstæðum foreldrum og hjónum/sambýlisfólki. Þessar greiðslur eru hluti af og í samræmi við þær aðgerðir, sem kynntar voru af hálfu ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða þann 3. desember 2010, til að mæta skuldavanda heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um leiðir til að tryggja fjármögnun hinna síðartöldu á þessum greiðslum í samræmi við desembersamkomulagið. Við gerð samkomulagsins var litið til þess að nauðsynlegt væri í kjölfar efnahagshrunsins að koma til móts við fólk með lán vegna húsnæðisöflunar með almennum hætti. Vandi fjölmargra húsnæðiseigenda til skamms tíma er greiðsluvandi og er því aukin útgreiðsla vaxtabóta afar áhrifarík leið til að mæta þeim vanda. Í heild er gert ráð fyrir að kostnaður vegna vaxtabóta í ár verði um 18 mia. kr. Það þýðir að niðurgreiðsla ríkissjóðs á kostnaði heimilanna vegna húsnæðislána er nálægt 1/3 af gjöldunum (í heild er hann 60 mia. kr.). Ísland er því fremst í flokki OECD-ríkja þegar kemur að vaxtaniðurgreiðslu húsnæðislána, en afar fá, ef nokkur önnur ríki innan OECD eyða rúmlega 1% af landsframleiðslu sinni í slíkar niðurgreiðslur. Eins og fram hefur komið eru hinar nýju bætur greiddar út til mikils fjölda húsnæðiseigenda. Hinn hefðbundni hluti vaxtabótakerfisins er annars eðlis þar sem í þeim hluta eru innbyggðar tekjuskerðingarreglur. Það þýðir að lág- og millitekjuhópar njóta góðs af honum en í tilviki tekjulægstu hópanna mun vaxtaniðurgreiðsla ríkisins nema um 80% af heildarvaxtagjöldum viðkomandi. Hjá hjónum getur hámarksgreiðsla vaxtabóta numið 900 þúsund krónum en áður en farið var út í skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar gat sú upphæð að hámarki verið 400 þúsund krónur. Þetta er því meiri en 120% aukning á hæstu útgreiðslu vaxtabóta. Ásakanir þess efnis að ekkert hafi verið komið til móts við skuldsetta íbúðaeigendur eru því harla innistæðulitlar þegar þessar staðreyndar eru ljósar. Hinar sérstöku vaxtaniðurgreiðslur verða við lýði á árunum 2011 og 2012. Eftir þann tíma er gert ráð fyrir að skuldaúrvinnsluaðgerðum, sbr. hin fjölþættu úrræði sem í boði eru, verði almennt lokið, húsnæðisverð verði þá tekið að hækka og hagvöxtur að skila meiri tekjum og auknum kaupmætti. Þá skiptir ekki litlu máli sá árangur sem náðst hefur við að ná niður vöxtum og verðbólgu, en hvort tveggja mældist um 18% þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þessir tveir þættir, háir vextir og mikil verðbólga, reyndust íbúðaeigendum mjög íþyngjandi. Húsnæðis- og bílakaupalán í erlendri mynt eða með gjaldeyrisviðmiðun eru svo kapítuli út af fyrir sig. Í því tilviki er einnig að greiðast úr málum og því ríkar ástæður til að ætla að erfiðasta tímabil efnahagshrunsins fyrir íbúðaeigendur sé senn að baki. Er það vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Hátt í þriðjungur landsmanna varð þess var nú um mánaðamótin að lögð var inn á bankareikning þeirra sérstök vaxtaniðurgreiðsla. Þann 1. maí voru greiddar út sérstakar bætur til tæplega 97 þúsund einstaklinga og eru útgjöld ríkissjóðs vegna útgreiðslunnar um 3 mia. kr. (um 5% af heildargreiðslum heimilanna á ári vegna íbúðalána). Síðari hluti útgreiðslu þessa árs verður greiddur út í ágústmánuði. Að hámarki nemur endurgreiðslan vegna sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu 200 þ. kr. hjá einstaklingum en 300 þ. kr. hjá einstæðum foreldrum og hjónum/sambýlisfólki. Þessar greiðslur eru hluti af og í samræmi við þær aðgerðir, sem kynntar voru af hálfu ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða þann 3. desember 2010, til að mæta skuldavanda heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um leiðir til að tryggja fjármögnun hinna síðartöldu á þessum greiðslum í samræmi við desembersamkomulagið. Við gerð samkomulagsins var litið til þess að nauðsynlegt væri í kjölfar efnahagshrunsins að koma til móts við fólk með lán vegna húsnæðisöflunar með almennum hætti. Vandi fjölmargra húsnæðiseigenda til skamms tíma er greiðsluvandi og er því aukin útgreiðsla vaxtabóta afar áhrifarík leið til að mæta þeim vanda. Í heild er gert ráð fyrir að kostnaður vegna vaxtabóta í ár verði um 18 mia. kr. Það þýðir að niðurgreiðsla ríkissjóðs á kostnaði heimilanna vegna húsnæðislána er nálægt 1/3 af gjöldunum (í heild er hann 60 mia. kr.). Ísland er því fremst í flokki OECD-ríkja þegar kemur að vaxtaniðurgreiðslu húsnæðislána, en afar fá, ef nokkur önnur ríki innan OECD eyða rúmlega 1% af landsframleiðslu sinni í slíkar niðurgreiðslur. Eins og fram hefur komið eru hinar nýju bætur greiddar út til mikils fjölda húsnæðiseigenda. Hinn hefðbundni hluti vaxtabótakerfisins er annars eðlis þar sem í þeim hluta eru innbyggðar tekjuskerðingarreglur. Það þýðir að lág- og millitekjuhópar njóta góðs af honum en í tilviki tekjulægstu hópanna mun vaxtaniðurgreiðsla ríkisins nema um 80% af heildarvaxtagjöldum viðkomandi. Hjá hjónum getur hámarksgreiðsla vaxtabóta numið 900 þúsund krónum en áður en farið var út í skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar gat sú upphæð að hámarki verið 400 þúsund krónur. Þetta er því meiri en 120% aukning á hæstu útgreiðslu vaxtabóta. Ásakanir þess efnis að ekkert hafi verið komið til móts við skuldsetta íbúðaeigendur eru því harla innistæðulitlar þegar þessar staðreyndar eru ljósar. Hinar sérstöku vaxtaniðurgreiðslur verða við lýði á árunum 2011 og 2012. Eftir þann tíma er gert ráð fyrir að skuldaúrvinnsluaðgerðum, sbr. hin fjölþættu úrræði sem í boði eru, verði almennt lokið, húsnæðisverð verði þá tekið að hækka og hagvöxtur að skila meiri tekjum og auknum kaupmætti. Þá skiptir ekki litlu máli sá árangur sem náðst hefur við að ná niður vöxtum og verðbólgu, en hvort tveggja mældist um 18% þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þessir tveir þættir, háir vextir og mikil verðbólga, reyndust íbúðaeigendum mjög íþyngjandi. Húsnæðis- og bílakaupalán í erlendri mynt eða með gjaldeyrisviðmiðun eru svo kapítuli út af fyrir sig. Í því tilviki er einnig að greiðast úr málum og því ríkar ástæður til að ætla að erfiðasta tímabil efnahagshrunsins fyrir íbúðaeigendur sé senn að baki. Er það vel.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun