Íslenski boltinn

Stelpurnar byrja á móti Þýskalandi á Algarve

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í A-riðli á hinu geysisterka Algarve Cup á næsta ári en nú er búið að draga í riðla fyrir keppnina. Íslenska liðið er í riðli með Þýskalandi, Kína og Svíþjóð en í B-riðlinum eru bæði Heimsmeistarar Japans og bandaríska landsliðið auk Noregs og Danmörku.

Íslensku stelpurnar mæta Þýskalandi í fyrsta leik sínum á mótinu sem fram fer 29. febrúar. Svíar verða mótherjarnir 2. mars og Kínverjar 5. mars en leikið verður um sæti 7. mars.

Íslenska liðið náði sínum besta árangri frá upphafi á þessu móti fyrr á þessu ári. Þá léku stelpurnar okkar til úrslita við Bandaríkin eftir að hafa unnið alla leiki sína í riðlinum. Bandaríkin unnu úrslitaleikinn 4-2 eftir að þær íslensku höfðu komist yfir í 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×