Siðleysi og pólitísk áhætta Magnús Halldórsson skrifar 27. nóvember 2011 09:00 Ögmundur Jónasson lét þau orð falla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, sl. föstudag, að hann vildi banna erlenda fjárfestingu hér á landi. Orðrétt sagði Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Ég var svolítið hugsi yfir þessum ummælum. Ástæðan er m.a. þessi: Við Íslendingar eigum allt undir því að fjárfesta í útlöndum. Sérstaklega á það við um auðlindir annarra landa, en fyrirtæki sem nýta þær eru oftar en ekki stór hluti af eignasafni sjóða sem sjá um að ávaxta erlendar eignir lífeyrissjóðanna. Þær eru um 500 milljarðar króna og skipta sköpum fyrir efnahag landsins. Þær björguðu lífeyrissjóðakerfinu í hruninu þar sem þær voru varðar fyrir gengisfallinu, og unnu upp á móti tapinu hér heima. Allir lífeyrissjóðirnir vilja ólmir fjárfesta meira í útlöndum, græða á auðlindum þar. Í augnablikinu koma höftin í veg fyrir það, en það sem er í útlöndum eru mikilvægar eignir. Mér finnst afstaða Ögmundar, sem var stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um tíma – sem ávaxtar sjóð sinn m.a. með auðlindum annarra ríkja – vera grunnhyggin, beinlínis heimskuleg. Ísland getur ekki bannað alla erlenda fjárfestingu hér á landi, en á sama tíma fjárfest í öðrum ríkjum fyrir mörg hundruð milljarða, nema að hafa einlægan vilja til þess að einangra landið og veikja framtíðarmöguleika komandi kynslóða á betra lífi. Kannski er það of stórt til orða tekið að tala um þessa afstöðu sem siðlausa, í ljósi þessa augljósa tvískinnungs sem við blasir, en það er samt nærri lagi. Varðandi ákvörðun Ögmundar um beiðni kínverska fjárfestisins Nubo um að kaupa hluta af Grímsstöðum á fjöllum, þá held ég að afleiðingarnar, pólitískt og efnahagslega, verði þessar:I. Þetta verður geymt en ekki gleymt í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem er fyrsti þingmaður NA-kjördæmis. Pólitísku lífi Þuríðar Backman og Björns Vals Gíslasonar lýkur í næstu kosningum. Fylgið mun hrynja af flokknum í helsta vígi flokksins. Ákvörðunin um þetta - ásamt erfiðum og óvinsælum ákvörðunum - tryggir það.II. Þetta mun hafa djúpstæð áhrif á samstarf VG og Samfylkingarinnar, og líklega útiloka möguleika á því að flokkarnir starfi áfram eftir næstu kosningar. En eins ótrúlegt og það hljómar þá heldur ESB-umsóknin ríkisstjórninni saman núna. Ef Samfylkingin myndi slíta samstarfinu, og reyna að mynda nýja ríkisstjórn með þeim kostum sem eru í boði, þá yrði aðildarumsóknin úr sögunni, ferlinu yrði sjálfhætt. Þess vegna mun þetta ekki sprengja ríkisstjórnina held ég, heldur vera innanmein hennar fram að næstu kosningum. Auk þess er raunverulegur leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J., ekki að fara láta þetta mál stöðva stóru áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda - sem Ögmundur hefur alltaf barist gegn með öllum tiltækum ráðum. Henni er ekki lokið enn, þrátt fyrir útskriftarveislu. Pólitískt líf áætlunarinnar lifir fram að næstu kosningum.III. Efnahagslega hefur nú verið staðfest, með afgerandi hætti, áhættuþáttur sem tilheyrir ríkjum þar sem spilling og glundroði er hluti af daglegu lífi og eitthvað sem fjárfestar þurfa að horfa til. Þetta á t.d. við um Nígeríu, Rússland og Mið-Austurlönd. Áhættuþátturinn er pólitísk áhætta. Gjaldeyrishöftin eru eitt, krónan annað og svo framvegis. En pólitíkin er fullkomlega óútreiknanleg í augnablikinu og bilið á milli stjórnarflokkanna hefur aldrei verið stærra. Það er erfitt að segja til um hver vilji stjórnvalda er þegar kemur að eflingu fjárfestingar, en Seðlabanki Íslands telur lágt stig fjárfestingar vera alvarlegasta vanda hagkerfisins í augnablikinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson lét þau orð falla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, sl. föstudag, að hann vildi banna erlenda fjárfestingu hér á landi. Orðrétt sagði Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Ég var svolítið hugsi yfir þessum ummælum. Ástæðan er m.a. þessi: Við Íslendingar eigum allt undir því að fjárfesta í útlöndum. Sérstaklega á það við um auðlindir annarra landa, en fyrirtæki sem nýta þær eru oftar en ekki stór hluti af eignasafni sjóða sem sjá um að ávaxta erlendar eignir lífeyrissjóðanna. Þær eru um 500 milljarðar króna og skipta sköpum fyrir efnahag landsins. Þær björguðu lífeyrissjóðakerfinu í hruninu þar sem þær voru varðar fyrir gengisfallinu, og unnu upp á móti tapinu hér heima. Allir lífeyrissjóðirnir vilja ólmir fjárfesta meira í útlöndum, græða á auðlindum þar. Í augnablikinu koma höftin í veg fyrir það, en það sem er í útlöndum eru mikilvægar eignir. Mér finnst afstaða Ögmundar, sem var stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um tíma – sem ávaxtar sjóð sinn m.a. með auðlindum annarra ríkja – vera grunnhyggin, beinlínis heimskuleg. Ísland getur ekki bannað alla erlenda fjárfestingu hér á landi, en á sama tíma fjárfest í öðrum ríkjum fyrir mörg hundruð milljarða, nema að hafa einlægan vilja til þess að einangra landið og veikja framtíðarmöguleika komandi kynslóða á betra lífi. Kannski er það of stórt til orða tekið að tala um þessa afstöðu sem siðlausa, í ljósi þessa augljósa tvískinnungs sem við blasir, en það er samt nærri lagi. Varðandi ákvörðun Ögmundar um beiðni kínverska fjárfestisins Nubo um að kaupa hluta af Grímsstöðum á fjöllum, þá held ég að afleiðingarnar, pólitískt og efnahagslega, verði þessar:I. Þetta verður geymt en ekki gleymt í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem er fyrsti þingmaður NA-kjördæmis. Pólitísku lífi Þuríðar Backman og Björns Vals Gíslasonar lýkur í næstu kosningum. Fylgið mun hrynja af flokknum í helsta vígi flokksins. Ákvörðunin um þetta - ásamt erfiðum og óvinsælum ákvörðunum - tryggir það.II. Þetta mun hafa djúpstæð áhrif á samstarf VG og Samfylkingarinnar, og líklega útiloka möguleika á því að flokkarnir starfi áfram eftir næstu kosningar. En eins ótrúlegt og það hljómar þá heldur ESB-umsóknin ríkisstjórninni saman núna. Ef Samfylkingin myndi slíta samstarfinu, og reyna að mynda nýja ríkisstjórn með þeim kostum sem eru í boði, þá yrði aðildarumsóknin úr sögunni, ferlinu yrði sjálfhætt. Þess vegna mun þetta ekki sprengja ríkisstjórnina held ég, heldur vera innanmein hennar fram að næstu kosningum. Auk þess er raunverulegur leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J., ekki að fara láta þetta mál stöðva stóru áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda - sem Ögmundur hefur alltaf barist gegn með öllum tiltækum ráðum. Henni er ekki lokið enn, þrátt fyrir útskriftarveislu. Pólitískt líf áætlunarinnar lifir fram að næstu kosningum.III. Efnahagslega hefur nú verið staðfest, með afgerandi hætti, áhættuþáttur sem tilheyrir ríkjum þar sem spilling og glundroði er hluti af daglegu lífi og eitthvað sem fjárfestar þurfa að horfa til. Þetta á t.d. við um Nígeríu, Rússland og Mið-Austurlönd. Áhættuþátturinn er pólitísk áhætta. Gjaldeyrishöftin eru eitt, krónan annað og svo framvegis. En pólitíkin er fullkomlega óútreiknanleg í augnablikinu og bilið á milli stjórnarflokkanna hefur aldrei verið stærra. Það er erfitt að segja til um hver vilji stjórnvalda er þegar kemur að eflingu fjárfestingar, en Seðlabanki Íslands telur lágt stig fjárfestingar vera alvarlegasta vanda hagkerfisins í augnablikinu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar