Íslenski boltinn

KA fékk góðan liðsstyrk frá Völsungi

Bjarki ásamt Gunnlaugi Jónssyni, þjálfara KA.
Bjarki ásamt Gunnlaugi Jónssyni, þjálfara KA. mynd/heimasíða KA
KA-menn fengu góðan liðsstyrk í dag þegar hinn smái en knái miðjumaður Völsungs, Bjarki Baldvinsson, skrifaði undir tveggja ára samning við Akureyrarliðið.

Bjarki, sem er 21 árs, hefur spilað með Völsungi allan sinn feril og verið lykilmaður hjá Húsvíkingum undanfarin ár.

„Ég er mjög ánægður með þennan samning. Ég hef spilað tæplega 100 leik með mínu uppeldisfélagi, en núna fannst mér tímabært að taka næsta skref og fara í sterkari deild,“ segir Bjarki í samtali við heimasíðu KA.

Bjarki á eflaust eftir að fá eitthvað af háðsglósum frá félögum sínum á Húsavík enda þykir það ekki til eftirbreytni þegar menn skipta yfir í KA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×