Umfjöllun: Stelpurnar frá Stykkishólmi byrjuðu á sigri gegn Val Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2011 20:54 Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 16 stig í kvöld. Mynd/Stefán Snæfell vann í kvöld fínan sigur, 79-70, á Val í fyrstu umferð Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Snæfellingar höfðu góð tök á leiknum alveg frá byrjun og héldu Valsstúlkum alltaf þægilega vel frá sér. Stigaskorið dreifðist vel í liðinu og greinilega góð liðsheild hjá Hólmurum. Fyrsti leikhlutinn hófst af miklum krafti og ekki virtist vera mikill haustbragur á liðunum. Snæfellingar voru sterkari í upphafi og komust fljótlega í 9-2. Þessi munur hélst á með liðunum út leikhlutann en rétt undir lok fjórðungsins náðu gestirnir hraðri sókn sem endaði með laglegur sniðskoti og var því munurinn níu stig, 28-19, eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Valsstúkur voru ákveðnar í byrjun annars leikhluta og minnkuðu muninn strax niður í fjögur stig eða í 24-28. Þá tóku Snæfellingar aftur völdin á vellinum og skoruðu níu stig gegn engu og breyttu stöðunni í 37-24. Valsstúlkur komu síðan aftur til baka og minnkuðu muninn niður í sjö stig fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan var því 39-32 fyrir Snæfell í hálfleik. Melissa Leichlitner var atkvæðamest í liði Valsstúlkna í fyrri hálfleik og gerði tíu stig. Stigaskorið dreifðist vel milli leikmanna í liði Snæfells og var það líklega ástæðan fyrir því forskoti sem liðið hafði. Síðari hálfleikurinn byrjaði af krafti. Heimastúlkur pressuðu stíft í bakið á Snæfellingum en átti erfitt með að komast almennilega inn í leikinn. Lið Snæfells hélt þeim ávallt vel frá sér og stjórnuðu leiknum vel. Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Vals, fór á kostum í þriðja leikhlutanum og hélt heimastúlkum á floti. Þegar þriðja leikhluta lauk hafði hún skorað 19 stig, en staðan var 57-50 fyrir Snæfelli þegar lokafjórðungurinn var eftir. Fjórði leikhlutinn var nokkuð spennandi en Snæfellingar byrjuðu betur og héldum Valsstúlkum töluvert frá sér til að byrja með. Þegar leið á leikhlutann komust heimastúlkur meira og meira í takt við leikinn og minnkuðu muninn niður í fjögur stig þegar staðan var 67-63 og fimm mínútur eftir af leiknum. Snæfell hleypti aftur á móti Val ekki nær í leiknum og náði að innbyrða fínan sigur 79-70. Valur- Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22) Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17/4 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8/4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 24/9 fráköst/4stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Birta Antonsdóttir 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Snæfell vann í kvöld fínan sigur, 79-70, á Val í fyrstu umferð Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Snæfellingar höfðu góð tök á leiknum alveg frá byrjun og héldu Valsstúlkum alltaf þægilega vel frá sér. Stigaskorið dreifðist vel í liðinu og greinilega góð liðsheild hjá Hólmurum. Fyrsti leikhlutinn hófst af miklum krafti og ekki virtist vera mikill haustbragur á liðunum. Snæfellingar voru sterkari í upphafi og komust fljótlega í 9-2. Þessi munur hélst á með liðunum út leikhlutann en rétt undir lok fjórðungsins náðu gestirnir hraðri sókn sem endaði með laglegur sniðskoti og var því munurinn níu stig, 28-19, eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Valsstúkur voru ákveðnar í byrjun annars leikhluta og minnkuðu muninn strax niður í fjögur stig eða í 24-28. Þá tóku Snæfellingar aftur völdin á vellinum og skoruðu níu stig gegn engu og breyttu stöðunni í 37-24. Valsstúlkur komu síðan aftur til baka og minnkuðu muninn niður í sjö stig fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan var því 39-32 fyrir Snæfell í hálfleik. Melissa Leichlitner var atkvæðamest í liði Valsstúlkna í fyrri hálfleik og gerði tíu stig. Stigaskorið dreifðist vel milli leikmanna í liði Snæfells og var það líklega ástæðan fyrir því forskoti sem liðið hafði. Síðari hálfleikurinn byrjaði af krafti. Heimastúlkur pressuðu stíft í bakið á Snæfellingum en átti erfitt með að komast almennilega inn í leikinn. Lið Snæfells hélt þeim ávallt vel frá sér og stjórnuðu leiknum vel. Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Vals, fór á kostum í þriðja leikhlutanum og hélt heimastúlkum á floti. Þegar þriðja leikhluta lauk hafði hún skorað 19 stig, en staðan var 57-50 fyrir Snæfelli þegar lokafjórðungurinn var eftir. Fjórði leikhlutinn var nokkuð spennandi en Snæfellingar byrjuðu betur og héldum Valsstúlkum töluvert frá sér til að byrja með. Þegar leið á leikhlutann komust heimastúlkur meira og meira í takt við leikinn og minnkuðu muninn niður í fjögur stig þegar staðan var 67-63 og fimm mínútur eftir af leiknum. Snæfell hleypti aftur á móti Val ekki nær í leiknum og náði að innbyrða fínan sigur 79-70. Valur- Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22) Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17/4 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8/4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 24/9 fráköst/4stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Birta Antonsdóttir 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira