Íslenski boltinn

Heimir: Væri heiður að starfa með Lars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Mynd/Daníel
Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV, er í viðtali við sænska netmiðilinn Fotbollskanalen þar sem hann segir að það myndi vera honum heiður að fá að starfa með Lars Lägerback.

Talið er að Lagerbäck verði næsti landsliðsþjálfari Íslands en KSÍ hefur staðfest að viðræður við hann gangi vel og að stutt sé í að hægt verði að ganga frá samningum.

Heimir hefur verið sterklega orðaður við starf aðstoðarlandsliðsþjálfara og segir Heimir að hann gæti lært mikið af Lagerbäck.

„Það verður þó undir Lars komið að ræða við þann sem hann vill fá sem aðstoðarþjálfara," sagði Heimir. „En ég held að það verði gengið frá hans málum í dag. Við munum því ræða þetta allt saman eftir það."

„Ég þekki Lars af góðu einu. Afrekaskrá hans er mjög góð. Ég tel það mjög gott fyrir landsliðið okkar að fá hann sem þjálfara enda er hann þjálfari sem veit nákvæmlega hvað hann vill gera. Hann er taktískur þjálfari sem ég get lært mikið af."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×