Þegar allt breyttist Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 17. október 2011 09:15 Fimmtudaginn 25. september 2008, daginn sem Glitnismenn gengu á fund Seðlabanka Íslands til að leita eftir aðstoð ríkisins við fjármögnunarvanda bankans, eignaðist ég son. Fundur þessi markaði á vissan hátt upphaf örlagaríkrar atburðarrásar sem margir hafa lýst sem hvirfilbyl, holskeflu…eða sem upphafinu að íslenska bankahruninu. Fyrir mér markaði þessi dagur upphaf nýs lífs og var sannkallaður hamingjudagur. Jafnvel á því hamingjuskýi sem ég sat á með litla barnið mitt komst ég ekki hjá því að skynja að eitthvað væri í aðsigi. Fréttirnar voru þannig, óvissa, kvíði og alvara í loftinu. Og þess vegna mætti ég á þingflokksfund um miðnætti sunnudaginn 5. október, daginn fyrir setningu neyðarlaganna, aðeins tíu dögum eftir fæðingu sonar míns. Og þess vegna kom ég líka í þingið 6. október og stóð í hliðarsal þegar mælt var fyrir neyðarlögunum. Ég gat einhvern veginn ekki haldið mig fjarri.Skrýtnir dagar Næstu dagar voru skrýtnir. Ég sat heima með litla drenginn minn í fanginu og horfði á ávarp forsætisráðherra og ég horfði á alla blaðamannafundina í beinni. Á milli þess sem ég sendi þessum sama forsætisráðherra sms leitandi eftir fréttum og bjóðandi fram aðstoð. Ég sat með litla drenginn minn í fanginu og velti fyrir mér hvers konar líf hann ætti fyrir höndum. Það var allt að hrynja – hvernig átti ég að tryggja velferð og hamingju þessa litla barns? Hvernig líf gat ég boðið honum og stóra bróður hans þegar allt var í slíkri óvissu? Svo man ég eftir huggandi samtali við pabba minn. Hann er fæddur 1931, í kreppunni miklu. Hann benti mér á að þó svo að hann hafi verið fæddur á slíkum krepputíma hefði hann átt langa og farsæla ævi og gengið í gegnum bæði góða og slæma tíma. Ég þyrfti því vonandi ekki að hafa áhyggjur af litla „kreppukróganum" mínum – hans biði vonandi björt framtíð. Þegar áfallið reið yfir, þegar ljóst var að allir stóru bankarnir væru fallnir skipti máli hvernig brugðist var við af hálfu íslenskra stjórnvalda. Um það hefur mikið verið rætt og ritað - hvað átti að gera, var nóg að gert, voru réttar ákvarðanir teknar, hefði átt að gera eitthvað annað? Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og sannarlega enginn hörgull á sjálfskipuðum sérfræðingum, innan þings sem utan, sem hafa verið tilbúnir til þess að fella mikla dóma um persónur og leikendur þessa afdrifaríku daga. Sá endanlegi dómur hefur ekki verið upp kveðinn og tel ég að sagan eigi eftir að fara öðrum höndum um þá sem stóðu í eldlínunni þessa daga en ýmsir í samtímanum hafa gert. Þó leyfi ég mér að fullyrða hér að mesta skömmin er þeirra alþingismanna sem létu pólitíska heift og hefnigirni blinda virðinguna fyrir mannréttindum og réttlæti með því að ákæra fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi. Ég hef fylgst vel með því réttarhaldi og hræðist ekki niðurstöðu þess. Ég tel einsýnt að það sem eftir stendur af því máli eftir frávísun tveggja ákæruliða muni á endanum ljúka með sýknu.Þrekvirki Eftir á að hyggja er ljóst að þrekvirki var unnið á þessum ótrúlegu dögum haustið 2008. Erfiðar ákvarðanir voru teknar af meiri yfirvegun en hægt er að hugsa sér við aðstæður sem þessar, neyðarlög sett, sparnaður og innistæður íslenskra heimila og fyrirtækja voru tryggðar, greiðslukerfi bankanna stóðust álagið og við gátum áfram notað greiðslukortin okkar innanlands sem utan. Auðvitað hefði verið hægt að gera einhverja hluti öðruvísi, einhverjar ákvarðanir voru eflaust rangar. En þrekvirki var engu að síður unnið. Og ég er þeirrar skoðunar, og þarf kannski engum að koma á óvart miðað við að ég er þingmaður í stjórnarandstöðu, að við hefðum getað verið búin að koma okkur svo miklu lengra á þessum þremur árum sem liðin eru. Til allrar hamingju var grunnurinn nefnilega þrátt fyrir allt traustur - skuldlaus ríkissjóður, traust mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi og öflugir lífeyrissjóðir. Það vill oft gleymast þegar rætt er um „froðuhagkerfið", bóluna og „sýndarveruleika" áranna fyrir hrun að hér var svo margt í góðu lagi. Öfgarnar í umræðunni eru þarna sem annars staðar. Ég vildi óska þess að við gætum tekið höndum saman og dregið lærdóm af því sem fór raunverulega úrskeiðis í stað þess að stilla málum þannig upp að allt hafi verið ómögulegt hér áður og að öllu þurfi að breyta. Áfallið var sannarlega mikið. En ég átti von á að við Íslendingar myndum standa saman þegar rykið settist, að við myndum setja undir okkur hausinn og drífa okkur í gegnum þetta. Það eru okkar þjóðareinkenni, baráttuhugur, samstaða og dugnaður. Mestu vonbrigðin eru kannski þau að það hafi ekki orðið – og að nú þremur árum síðar skulum við enn vera í þeim sporum að þjóðin er sundraðri en nokkru sinni fyrr.Eggjakast Ég varð fyrir eggjakasti við setningu Alþingis 1. október, bæði á leiðinni til kirkjunnar og sýnu meira á leiðinni til Alþingis að messunni lokinni. Ég fékk egg í höfuðið og á fötin mín, skyr eða annan óþverra á buxurnar mínar og skóna. Ég varð ekki fyrir meiðslum en mér leið ömurlega, eiginlega miklu verr en mér hafði áður liðið í sambærilegum aðstæðum. Ég var í þinghúsinu í búsáhaldabyltingunni og hef sennilega verið þar við öll þau mótmæli sem stofnað hefur verið til eftir hrun. Það er ömurlegt að fólk finni sig enn knúið til að mótmæla aðstæðum sínum þremur árum eftir hrun – að ekki hafi tekist að koma á sátt í samfélaginu á ný. Það er ömurlegt að ekki hafi náðst betri árangur við endurreisn Íslands en raun ber vitni og að svo mörg tækifæri hafi runnið út í sandinn. Það er ömurlegt að traust almennings til stjórnvalda sé vart mælanlegt og það er ömurlegt að sjá virðingu landsmanna fyrir löggjafarsamkomunni, sjálfum hornsteini lýðræðisins fara þverrandi dag frá degi. Og það er líka ömurlegt að við kjörnir fulltrúar á Alþingi skulum ekki sýna hvort öðru meiri virðingu.Ekki bara bankahrun En það rann líka upp fyrir mér á göngunni milli þings og kirkju það eru ekki „bara" afleiðingar bankahrunsins sem við erum að glíma við, hér hrundi einfaldlega miklu meira en bankarnir. Ýmsar grunnstoðir, gildi og viðteknar reglur mannlegra samskipta hafa hrunið. Og það sem verra er, við höfum staðið aðgerðarlaus og leyft því að hrynja og skrifað allt saman á bankahrunið. Umræður eru heiftúðugar, hvort sem er í bloggheimum eða manna á meðal, meginreglan í samskiptum manna virðist vera gagnkvæmt virðingarleysi, umburðarlyndi hefur vikið fyrir uppnefnum og með reiði sem drifkraft aðgerða telja margir að allt sé leyfilegt. En það er ekki í lagi að það sé samþykkt sem hluti af mótmælaaðgerðum að fólk sé grýtt. Það á einfaldlega enginn að þurfa að þola slíkt. Það er ekki heldur í lagi að slíkt framferði sé afsakað með þeim rökum að um fáa óeirðarseggi sé að ræða sem skemma fyrir fjöldanum. „Fjöldinn" í þessu samhengi leggur blessun sína yfir þetta framferði með því að láta það viðgangast. Ég reyndi að útskýra fyrir 9 ára gömlum syni mínum af hverju mamma kom heim úr vinnunni með egg í hárinu og í skítugum og ónýtum fötum. Mér tókst ekki vel upp. Ég velti því fyrir mér hvort foreldrunum sem stóðu og köstuðu eggjum í okkur gangi betur að útskýra tilgang þess fyrir sínum börnum. Og það afsakar heldur ekki þessa hegðun að segja að þetta einfaldlega þurfi til þess að fá okkur þingmenn til þess að hlusta. Ég get lofað því að við erum öll að hlusta, hvar sem í flokki við erum. Þrátt fyrir að greina á um aðferðir og leiðir að markmiðum leyfi ég mér að fullyrða að við bæði heyrum og sjáum hvað hefur gerst og er að gerast í kringum okkur.Öll í sama liði Við erum nefnilega öll í sama liðinu. Við erum öll Íslendingar sem urðu fyrir áfalli, við erum foreldrar sem vilja búa börnum sínum sem besta framtíð, við erum fólk sem lækkaði í launum, missti vinnu, tapaði peningum og lánin okkar hækkuðu. Hver á lærdómurinn af bankahruninu að vera? Að allt hafi verið vont áður og að öllu þurfi að breyta? Eða kannski frekar að það voru ákveðnir hlutir sem fóru úrskeiðis, hérlendis sem og annars staðar, og að við ætlum að girða fyrir að það komi aftur fyrir. Getum við á þessum tímapunkti tekið höndum saman og forgangsraðað verkefnum þannig að við sem samfélag færumst áfram? Getum við komið í veg fyrir að litla Ísland missi þá sérstöðu sem við höfum haft sem er nálægð stjórnmálamanna og almennings. Getum við ákveðið að koma fram við hvert annað af virðingu? Getum við fengið ríkisstjórn sem hægt er að treysta? Þetta var ég að hugsa við þingsetninguna þar sem ég sat með blautklúta og þurrkaði eggjaslettur af mér. Af hverju leið mér svona illa núna? Er ástandið verra nú en áður? Var reiðin meiri, úrræðaleysið, vonleysið eða voru mótmælendur fleiri? Var það kannski bara af því að ég fékk egg í höfuðið í þetta sinn? Eða var það vegna þess að ég áttaði mig loks á því að það hrundi eitthvað svo miklu meira fyrir þremur árum en bankarnir, að ef við tækjum ekki höndum saman myndum við þurfa að sætta okkur við varanlega breytingu á samfélagi okkar og samskiptaháttum, vegna þess að ákveðnir grunnþættir hafa breyst. Fyrir eða eftir hrun er nýja viðmiðið. Það er allt breytt. En það er í okkar höndum að ákveða hvort við breytum til baka og hefjum gömul gildi aftur til vegs og virðingar, fögnum því góða sem við áttum hér og eigum að mörgu leyti enn og tökum á ný upp þá meginreglu að sýna hvert öðru virðingu og kurteisi. Ég er til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunafmæli Tengdar fréttir Hvað tókst vel í bankahruninu? Tímabært er að svara þessari spurningu nú eftir að sameiginlegri björgunaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og þrjú ár eru liðin frá bankahruninu. Spurningin sjálf hefði þótt undarleg skömmu eftir áfallið þegar örvæntingin og reiðin réðu ríkjum. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem þá fór úrskeiðis en síður sagt frá því sem vel var gert. 6. október 2011 10:00 Hvað höfum við lært Hrunið var öllum mikið áfall en hrunið hefur jafnframt sýnt okkur hverjar brotalamir kerfisins eru. Ef enginn dregur lærdóm af hruninu er það sorglegt og ávísun á annað hrun. Hvað fór úrskeiðis? Hvernig gat það gerst að þróað samfélag fékk slíkan skell að hagkerfið dróst saman um helming á rúmu ári, mælt í alþjóðlegum myntum? 13. október 2011 20:00 Höfum við lært eitthvað? Hvað höfum við lært af hruni efnahags landsins haustið 2008 og af áhrifum þess á íslenskt samfélag? Hvað hefur breyst og hvaða umbótum höfum við náð fram? Á síðastliðnum þremur árum höfum við farið í umfangsmiklar og nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum, skorið niður kostnað við þjónustu ríkisins, sameinað stofnanir og verkefni, hagrætt og varið velferðarþjónustuna eins og mögulegt er við þessar erfiðu aðstæður. 18. október 2011 09:15 Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 25. september 2008, daginn sem Glitnismenn gengu á fund Seðlabanka Íslands til að leita eftir aðstoð ríkisins við fjármögnunarvanda bankans, eignaðist ég son. Fundur þessi markaði á vissan hátt upphaf örlagaríkrar atburðarrásar sem margir hafa lýst sem hvirfilbyl, holskeflu…eða sem upphafinu að íslenska bankahruninu. Fyrir mér markaði þessi dagur upphaf nýs lífs og var sannkallaður hamingjudagur. Jafnvel á því hamingjuskýi sem ég sat á með litla barnið mitt komst ég ekki hjá því að skynja að eitthvað væri í aðsigi. Fréttirnar voru þannig, óvissa, kvíði og alvara í loftinu. Og þess vegna mætti ég á þingflokksfund um miðnætti sunnudaginn 5. október, daginn fyrir setningu neyðarlaganna, aðeins tíu dögum eftir fæðingu sonar míns. Og þess vegna kom ég líka í þingið 6. október og stóð í hliðarsal þegar mælt var fyrir neyðarlögunum. Ég gat einhvern veginn ekki haldið mig fjarri.Skrýtnir dagar Næstu dagar voru skrýtnir. Ég sat heima með litla drenginn minn í fanginu og horfði á ávarp forsætisráðherra og ég horfði á alla blaðamannafundina í beinni. Á milli þess sem ég sendi þessum sama forsætisráðherra sms leitandi eftir fréttum og bjóðandi fram aðstoð. Ég sat með litla drenginn minn í fanginu og velti fyrir mér hvers konar líf hann ætti fyrir höndum. Það var allt að hrynja – hvernig átti ég að tryggja velferð og hamingju þessa litla barns? Hvernig líf gat ég boðið honum og stóra bróður hans þegar allt var í slíkri óvissu? Svo man ég eftir huggandi samtali við pabba minn. Hann er fæddur 1931, í kreppunni miklu. Hann benti mér á að þó svo að hann hafi verið fæddur á slíkum krepputíma hefði hann átt langa og farsæla ævi og gengið í gegnum bæði góða og slæma tíma. Ég þyrfti því vonandi ekki að hafa áhyggjur af litla „kreppukróganum" mínum – hans biði vonandi björt framtíð. Þegar áfallið reið yfir, þegar ljóst var að allir stóru bankarnir væru fallnir skipti máli hvernig brugðist var við af hálfu íslenskra stjórnvalda. Um það hefur mikið verið rætt og ritað - hvað átti að gera, var nóg að gert, voru réttar ákvarðanir teknar, hefði átt að gera eitthvað annað? Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og sannarlega enginn hörgull á sjálfskipuðum sérfræðingum, innan þings sem utan, sem hafa verið tilbúnir til þess að fella mikla dóma um persónur og leikendur þessa afdrifaríku daga. Sá endanlegi dómur hefur ekki verið upp kveðinn og tel ég að sagan eigi eftir að fara öðrum höndum um þá sem stóðu í eldlínunni þessa daga en ýmsir í samtímanum hafa gert. Þó leyfi ég mér að fullyrða hér að mesta skömmin er þeirra alþingismanna sem létu pólitíska heift og hefnigirni blinda virðinguna fyrir mannréttindum og réttlæti með því að ákæra fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi. Ég hef fylgst vel með því réttarhaldi og hræðist ekki niðurstöðu þess. Ég tel einsýnt að það sem eftir stendur af því máli eftir frávísun tveggja ákæruliða muni á endanum ljúka með sýknu.Þrekvirki Eftir á að hyggja er ljóst að þrekvirki var unnið á þessum ótrúlegu dögum haustið 2008. Erfiðar ákvarðanir voru teknar af meiri yfirvegun en hægt er að hugsa sér við aðstæður sem þessar, neyðarlög sett, sparnaður og innistæður íslenskra heimila og fyrirtækja voru tryggðar, greiðslukerfi bankanna stóðust álagið og við gátum áfram notað greiðslukortin okkar innanlands sem utan. Auðvitað hefði verið hægt að gera einhverja hluti öðruvísi, einhverjar ákvarðanir voru eflaust rangar. En þrekvirki var engu að síður unnið. Og ég er þeirrar skoðunar, og þarf kannski engum að koma á óvart miðað við að ég er þingmaður í stjórnarandstöðu, að við hefðum getað verið búin að koma okkur svo miklu lengra á þessum þremur árum sem liðin eru. Til allrar hamingju var grunnurinn nefnilega þrátt fyrir allt traustur - skuldlaus ríkissjóður, traust mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi og öflugir lífeyrissjóðir. Það vill oft gleymast þegar rætt er um „froðuhagkerfið", bóluna og „sýndarveruleika" áranna fyrir hrun að hér var svo margt í góðu lagi. Öfgarnar í umræðunni eru þarna sem annars staðar. Ég vildi óska þess að við gætum tekið höndum saman og dregið lærdóm af því sem fór raunverulega úrskeiðis í stað þess að stilla málum þannig upp að allt hafi verið ómögulegt hér áður og að öllu þurfi að breyta. Áfallið var sannarlega mikið. En ég átti von á að við Íslendingar myndum standa saman þegar rykið settist, að við myndum setja undir okkur hausinn og drífa okkur í gegnum þetta. Það eru okkar þjóðareinkenni, baráttuhugur, samstaða og dugnaður. Mestu vonbrigðin eru kannski þau að það hafi ekki orðið – og að nú þremur árum síðar skulum við enn vera í þeim sporum að þjóðin er sundraðri en nokkru sinni fyrr.Eggjakast Ég varð fyrir eggjakasti við setningu Alþingis 1. október, bæði á leiðinni til kirkjunnar og sýnu meira á leiðinni til Alþingis að messunni lokinni. Ég fékk egg í höfuðið og á fötin mín, skyr eða annan óþverra á buxurnar mínar og skóna. Ég varð ekki fyrir meiðslum en mér leið ömurlega, eiginlega miklu verr en mér hafði áður liðið í sambærilegum aðstæðum. Ég var í þinghúsinu í búsáhaldabyltingunni og hef sennilega verið þar við öll þau mótmæli sem stofnað hefur verið til eftir hrun. Það er ömurlegt að fólk finni sig enn knúið til að mótmæla aðstæðum sínum þremur árum eftir hrun – að ekki hafi tekist að koma á sátt í samfélaginu á ný. Það er ömurlegt að ekki hafi náðst betri árangur við endurreisn Íslands en raun ber vitni og að svo mörg tækifæri hafi runnið út í sandinn. Það er ömurlegt að traust almennings til stjórnvalda sé vart mælanlegt og það er ömurlegt að sjá virðingu landsmanna fyrir löggjafarsamkomunni, sjálfum hornsteini lýðræðisins fara þverrandi dag frá degi. Og það er líka ömurlegt að við kjörnir fulltrúar á Alþingi skulum ekki sýna hvort öðru meiri virðingu.Ekki bara bankahrun En það rann líka upp fyrir mér á göngunni milli þings og kirkju það eru ekki „bara" afleiðingar bankahrunsins sem við erum að glíma við, hér hrundi einfaldlega miklu meira en bankarnir. Ýmsar grunnstoðir, gildi og viðteknar reglur mannlegra samskipta hafa hrunið. Og það sem verra er, við höfum staðið aðgerðarlaus og leyft því að hrynja og skrifað allt saman á bankahrunið. Umræður eru heiftúðugar, hvort sem er í bloggheimum eða manna á meðal, meginreglan í samskiptum manna virðist vera gagnkvæmt virðingarleysi, umburðarlyndi hefur vikið fyrir uppnefnum og með reiði sem drifkraft aðgerða telja margir að allt sé leyfilegt. En það er ekki í lagi að það sé samþykkt sem hluti af mótmælaaðgerðum að fólk sé grýtt. Það á einfaldlega enginn að þurfa að þola slíkt. Það er ekki heldur í lagi að slíkt framferði sé afsakað með þeim rökum að um fáa óeirðarseggi sé að ræða sem skemma fyrir fjöldanum. „Fjöldinn" í þessu samhengi leggur blessun sína yfir þetta framferði með því að láta það viðgangast. Ég reyndi að útskýra fyrir 9 ára gömlum syni mínum af hverju mamma kom heim úr vinnunni með egg í hárinu og í skítugum og ónýtum fötum. Mér tókst ekki vel upp. Ég velti því fyrir mér hvort foreldrunum sem stóðu og köstuðu eggjum í okkur gangi betur að útskýra tilgang þess fyrir sínum börnum. Og það afsakar heldur ekki þessa hegðun að segja að þetta einfaldlega þurfi til þess að fá okkur þingmenn til þess að hlusta. Ég get lofað því að við erum öll að hlusta, hvar sem í flokki við erum. Þrátt fyrir að greina á um aðferðir og leiðir að markmiðum leyfi ég mér að fullyrða að við bæði heyrum og sjáum hvað hefur gerst og er að gerast í kringum okkur.Öll í sama liði Við erum nefnilega öll í sama liðinu. Við erum öll Íslendingar sem urðu fyrir áfalli, við erum foreldrar sem vilja búa börnum sínum sem besta framtíð, við erum fólk sem lækkaði í launum, missti vinnu, tapaði peningum og lánin okkar hækkuðu. Hver á lærdómurinn af bankahruninu að vera? Að allt hafi verið vont áður og að öllu þurfi að breyta? Eða kannski frekar að það voru ákveðnir hlutir sem fóru úrskeiðis, hérlendis sem og annars staðar, og að við ætlum að girða fyrir að það komi aftur fyrir. Getum við á þessum tímapunkti tekið höndum saman og forgangsraðað verkefnum þannig að við sem samfélag færumst áfram? Getum við komið í veg fyrir að litla Ísland missi þá sérstöðu sem við höfum haft sem er nálægð stjórnmálamanna og almennings. Getum við ákveðið að koma fram við hvert annað af virðingu? Getum við fengið ríkisstjórn sem hægt er að treysta? Þetta var ég að hugsa við þingsetninguna þar sem ég sat með blautklúta og þurrkaði eggjaslettur af mér. Af hverju leið mér svona illa núna? Er ástandið verra nú en áður? Var reiðin meiri, úrræðaleysið, vonleysið eða voru mótmælendur fleiri? Var það kannski bara af því að ég fékk egg í höfuðið í þetta sinn? Eða var það vegna þess að ég áttaði mig loks á því að það hrundi eitthvað svo miklu meira fyrir þremur árum en bankarnir, að ef við tækjum ekki höndum saman myndum við þurfa að sætta okkur við varanlega breytingu á samfélagi okkar og samskiptaháttum, vegna þess að ákveðnir grunnþættir hafa breyst. Fyrir eða eftir hrun er nýja viðmiðið. Það er allt breytt. En það er í okkar höndum að ákveða hvort við breytum til baka og hefjum gömul gildi aftur til vegs og virðingar, fögnum því góða sem við áttum hér og eigum að mörgu leyti enn og tökum á ný upp þá meginreglu að sýna hvert öðru virðingu og kurteisi. Ég er til.
Hvað tókst vel í bankahruninu? Tímabært er að svara þessari spurningu nú eftir að sameiginlegri björgunaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lokið og þrjú ár eru liðin frá bankahruninu. Spurningin sjálf hefði þótt undarleg skömmu eftir áfallið þegar örvæntingin og reiðin réðu ríkjum. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem þá fór úrskeiðis en síður sagt frá því sem vel var gert. 6. október 2011 10:00
Hvað höfum við lært Hrunið var öllum mikið áfall en hrunið hefur jafnframt sýnt okkur hverjar brotalamir kerfisins eru. Ef enginn dregur lærdóm af hruninu er það sorglegt og ávísun á annað hrun. Hvað fór úrskeiðis? Hvernig gat það gerst að þróað samfélag fékk slíkan skell að hagkerfið dróst saman um helming á rúmu ári, mælt í alþjóðlegum myntum? 13. október 2011 20:00
Höfum við lært eitthvað? Hvað höfum við lært af hruni efnahags landsins haustið 2008 og af áhrifum þess á íslenskt samfélag? Hvað hefur breyst og hvaða umbótum höfum við náð fram? Á síðastliðnum þremur árum höfum við farið í umfangsmiklar og nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum, skorið niður kostnað við þjónustu ríkisins, sameinað stofnanir og verkefni, hagrætt og varið velferðarþjónustuna eins og mögulegt er við þessar erfiðu aðstæður. 18. október 2011 09:15
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun