Sjálfbærni forsenda velferðar Þuríður Backman skrifar 19. október 2011 10:45 Að öllum líkindum hefur engin ríkisstjórn tekið við jafn erfiðu verkefni og sú sem nú situr og þó víðar væri leitað. Efnahagshrunið var svo gríðarlegt að sérfræðingar í efnahagsmálum eiga erfitt með að sjá fyrir sér eða skynja umfangið. En myndin skýrist eilítið þegar ljóst er að bankahrunið á Íslandi er 3ja stærsta bankahrunið fram til þessa. Fall helstu bankastofnana landsins á nokkrum dögum hafði og hefur enn gríðarleg áhrif á efnahagslífið allt, skuldastöðu ríkissjóðs, fyrirtækja og heimila. Áður en ég fer yfir nokkra þá þætti sem máli skipta í endurreisninni þá er rétt að fara yfir og minna á þá hvar við stóðum og hvert þjóðin stefndi fyrir hrun að öllu óbreyttu.Markaður réð sér sjálfur Á síðustu 20 árum hafði markaðshyggja búið um sig undir langri samfelldri stjórn Sjálfstæðisflokksins, félagshyggja vék fyrir frjálshyggju sem sótti í sig veðrið uppúr síðustu aldamótum. Einkavæðing á opinberri þjónustu færðist í aukana, fyrirtæki í grunnþjónustu seld og stefndi í enn frekari einkavæðingu m.a. innan heilbrigðisþjónustunnar og orkugeirans þegar skellurinn kom í veg fyrir þau áform. Skattar voru lækkaðir, þjónustugjöld sett á eða aukin til að auðvelda einkarekstur í opinberri þjónustu. Samið var um lægstu launataxta langt undir framfærslumörkum með þeim rökum að í raun í þyrfti enginn að vera á þeim töxtum þar sem góðærið væri svo mikið og hefðbundin kvennastörf sátu eftir í launakvarðanum þegar hrunið skall á. Birtingamynd frjálshyggjunnar er misrétti og ójöfnuður meðal íbúa og landa. Hér varð gríðarleg hröð umbylting á allri samfélagsgerð á innan við áratug. Ný ofurlaunastétt varð til með því að komast yfir fjarmálastofnanir og spila með þær eins og þeir ættu sjálfir bankareikninga. Laun og arðgreiðslur stjórnenda stærstu fyrirtækja og fjármálastofnana voru komnar út fyrir allan ramma hér á landi og þó víða væri leitað. Pólitískar áherslur og þar með lagaumhverfi og regluverk ýtti undir þessa þróun. Eftirlit hins opinbera átti að vera sem minnst, markaðurinn réð sér sjálfur - ofþanið bankakerfi náði að verða 10 föld öll framleiðsla landsins. Þensluhvetjandi hagstjórn Á síðasta áratug voru einnig teknar afdrifaríkar þensluhvetjandi pólitískar ákvarðanir sem ollu enn frekari álagi á þjóðarbúskapinn eftir hrun . Ber þar hæst ákvörðun um „stærstu byggðaaðgerð" Íslandssögunnar Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði og ofþenslu á húsnæðismarkaði keyrð af 100% lánum Íbúðalánasjóðs. Bankarnir hvöttu almenning til fjárfestinga með gylliboðum í gengisbundnum lánum. Ég tel víst að mörgum þyki ástæðulaust að hafa þennan formála, en því miður er sú ekki raunin því það er deginum skýrara að forysta Sjálfstæðisflokksins reynir að tengja fall bankanna til alþjóðlegrar fjármálakreppu. Flokkurinn reynir að aftengja eða afneita öðrum þáttum s.s. innleiðingu frjálshyggju-og markaðsstefnu flokksins á undanförnum áratug og hafði gert bönkum og fjármálastofnum kleift að starfa með þeim hætti sem rannsóknarskýrsla Alþingis greinir frá. Með þeim í för eru sterk hagsmunaöfl sem gera allt til að ná þeim völdum sem þeir áður höfðu. Fall stóru bankanna leiddi til neyðarlaga, gjaldeyrishafta og gengisfellingu krónunnar. Við hruninu var brugðist með blandaðri leið hækkunar skatta og niðurskurðar í opinberum rekstri og framkvæmdum, tímabundna frystingu launa og bóta almannatrygginga. Aðferðafræði ríkisstjórnarinnar við að ná fram aðlögun í ríkisfjármálum var að reyna forgangsraða í þágu velferðar en skera meira niður í rekstri og stofnkostnaði. Þetta tel ég að hafi hafa tekist betur en hægt var að vona í ársbyrjun 2009 þegar kallað var eftir að ríkisstjórnin lýsti landið gjaldþrota. Um árangur í ríkisbúskapnum vitna ýmsar úttektir sem og fjárlagafrumvarpið auk skýrslu um áætlun í ríkisfjármálum 2012-15 en það stefnir í að ríkissjóður verði hallalaus. Reiði, vantrú og von Við stöndum á tímamótum, hálfu kjörtímabili er lokið og verstu erfiðleikarnir eru senn að baki. Hrunið olli miklu meira en fjárhaglegu tjóni, það skildi eftir reiði, vantrú á stjórnvöld og síðast en ekki síst áfall fyrir þá sem höfðu haft óbilandi trú á markaðslausnum til að halda uppi opinberri þjónustu. Mikil vinna hefur því farið í að byggja aftur upp traust og ímynd þjóðar í neyð. Rannsóknarskýrsla Alþingis, þingmannanefnd Alþingis og stjórnlagaráð hafa skilað sínum skýrslum og tillögum til úrbóta sem þegar er farið að vinna eftir eða eru í undirbúningi. Efnahagskreppa vofir yfir Evrópu og öðrum heimsálfum en hún er helsta ógn endurreisnar efnahagslífsins á Íslandi. Stórfelld skuldasöfnum ýmissa landa er ekki einangraður vandi viðkomandi lands eins og viðbúnaður ESB landa sýnir þessa dagana. Sjálfbærni í ríkisfjármálum og þjóðabúskapnum öllum er nauðsynlegur og það markmið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa sett sér að ná 2014. Skuldasöfnum ríkissjóðs er ekki valkostur að okkar mati, vaxtagreiðslur svo nemi hundrað eða hundruðum milljörðum króna á ári eru blóðpeningar sem velt væri yfir á komandi kynslóðir en eru betur nýttir til uppbyggingar velferðaþjónustunnar og lífskjarajöfnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunafmæli Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Að öllum líkindum hefur engin ríkisstjórn tekið við jafn erfiðu verkefni og sú sem nú situr og þó víðar væri leitað. Efnahagshrunið var svo gríðarlegt að sérfræðingar í efnahagsmálum eiga erfitt með að sjá fyrir sér eða skynja umfangið. En myndin skýrist eilítið þegar ljóst er að bankahrunið á Íslandi er 3ja stærsta bankahrunið fram til þessa. Fall helstu bankastofnana landsins á nokkrum dögum hafði og hefur enn gríðarleg áhrif á efnahagslífið allt, skuldastöðu ríkissjóðs, fyrirtækja og heimila. Áður en ég fer yfir nokkra þá þætti sem máli skipta í endurreisninni þá er rétt að fara yfir og minna á þá hvar við stóðum og hvert þjóðin stefndi fyrir hrun að öllu óbreyttu.Markaður réð sér sjálfur Á síðustu 20 árum hafði markaðshyggja búið um sig undir langri samfelldri stjórn Sjálfstæðisflokksins, félagshyggja vék fyrir frjálshyggju sem sótti í sig veðrið uppúr síðustu aldamótum. Einkavæðing á opinberri þjónustu færðist í aukana, fyrirtæki í grunnþjónustu seld og stefndi í enn frekari einkavæðingu m.a. innan heilbrigðisþjónustunnar og orkugeirans þegar skellurinn kom í veg fyrir þau áform. Skattar voru lækkaðir, þjónustugjöld sett á eða aukin til að auðvelda einkarekstur í opinberri þjónustu. Samið var um lægstu launataxta langt undir framfærslumörkum með þeim rökum að í raun í þyrfti enginn að vera á þeim töxtum þar sem góðærið væri svo mikið og hefðbundin kvennastörf sátu eftir í launakvarðanum þegar hrunið skall á. Birtingamynd frjálshyggjunnar er misrétti og ójöfnuður meðal íbúa og landa. Hér varð gríðarleg hröð umbylting á allri samfélagsgerð á innan við áratug. Ný ofurlaunastétt varð til með því að komast yfir fjarmálastofnanir og spila með þær eins og þeir ættu sjálfir bankareikninga. Laun og arðgreiðslur stjórnenda stærstu fyrirtækja og fjármálastofnana voru komnar út fyrir allan ramma hér á landi og þó víða væri leitað. Pólitískar áherslur og þar með lagaumhverfi og regluverk ýtti undir þessa þróun. Eftirlit hins opinbera átti að vera sem minnst, markaðurinn réð sér sjálfur - ofþanið bankakerfi náði að verða 10 föld öll framleiðsla landsins. Þensluhvetjandi hagstjórn Á síðasta áratug voru einnig teknar afdrifaríkar þensluhvetjandi pólitískar ákvarðanir sem ollu enn frekari álagi á þjóðarbúskapinn eftir hrun . Ber þar hæst ákvörðun um „stærstu byggðaaðgerð" Íslandssögunnar Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði og ofþenslu á húsnæðismarkaði keyrð af 100% lánum Íbúðalánasjóðs. Bankarnir hvöttu almenning til fjárfestinga með gylliboðum í gengisbundnum lánum. Ég tel víst að mörgum þyki ástæðulaust að hafa þennan formála, en því miður er sú ekki raunin því það er deginum skýrara að forysta Sjálfstæðisflokksins reynir að tengja fall bankanna til alþjóðlegrar fjármálakreppu. Flokkurinn reynir að aftengja eða afneita öðrum þáttum s.s. innleiðingu frjálshyggju-og markaðsstefnu flokksins á undanförnum áratug og hafði gert bönkum og fjármálastofnum kleift að starfa með þeim hætti sem rannsóknarskýrsla Alþingis greinir frá. Með þeim í för eru sterk hagsmunaöfl sem gera allt til að ná þeim völdum sem þeir áður höfðu. Fall stóru bankanna leiddi til neyðarlaga, gjaldeyrishafta og gengisfellingu krónunnar. Við hruninu var brugðist með blandaðri leið hækkunar skatta og niðurskurðar í opinberum rekstri og framkvæmdum, tímabundna frystingu launa og bóta almannatrygginga. Aðferðafræði ríkisstjórnarinnar við að ná fram aðlögun í ríkisfjármálum var að reyna forgangsraða í þágu velferðar en skera meira niður í rekstri og stofnkostnaði. Þetta tel ég að hafi hafa tekist betur en hægt var að vona í ársbyrjun 2009 þegar kallað var eftir að ríkisstjórnin lýsti landið gjaldþrota. Um árangur í ríkisbúskapnum vitna ýmsar úttektir sem og fjárlagafrumvarpið auk skýrslu um áætlun í ríkisfjármálum 2012-15 en það stefnir í að ríkissjóður verði hallalaus. Reiði, vantrú og von Við stöndum á tímamótum, hálfu kjörtímabili er lokið og verstu erfiðleikarnir eru senn að baki. Hrunið olli miklu meira en fjárhaglegu tjóni, það skildi eftir reiði, vantrú á stjórnvöld og síðast en ekki síst áfall fyrir þá sem höfðu haft óbilandi trú á markaðslausnum til að halda uppi opinberri þjónustu. Mikil vinna hefur því farið í að byggja aftur upp traust og ímynd þjóðar í neyð. Rannsóknarskýrsla Alþingis, þingmannanefnd Alþingis og stjórnlagaráð hafa skilað sínum skýrslum og tillögum til úrbóta sem þegar er farið að vinna eftir eða eru í undirbúningi. Efnahagskreppa vofir yfir Evrópu og öðrum heimsálfum en hún er helsta ógn endurreisnar efnahagslífsins á Íslandi. Stórfelld skuldasöfnum ýmissa landa er ekki einangraður vandi viðkomandi lands eins og viðbúnaður ESB landa sýnir þessa dagana. Sjálfbærni í ríkisfjármálum og þjóðabúskapnum öllum er nauðsynlegur og það markmið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa sett sér að ná 2014. Skuldasöfnum ríkissjóðs er ekki valkostur að okkar mati, vaxtagreiðslur svo nemi hundrað eða hundruðum milljörðum króna á ári eru blóðpeningar sem velt væri yfir á komandi kynslóðir en eru betur nýttir til uppbyggingar velferðaþjónustunnar og lífskjarajöfnunar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun