Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Erum meðal tíu bestu þjóða heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson fagnar ásamt leikmönnum Íslands í kvöld.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson fagnar ásamt leikmönnum Íslands í kvöld. Mynd/Daníel
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, segir að liðið sé eitt af tíu sterkustu liðum heims en Ísland vann í dag glæsilegan 3-1 sigur á Noregi í undankeppni EM 2013.

Ísland komst í 3-0 strax í fyrri hálfleik en þær norsku minnkuðu muninn þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

„Mér fannst þetta frábær leikur hjá okkur. Sérstaklega var fyrri hálfleikur frábær skemmtun en við náðum þó ekki að halda jafn miklum dampi í þeim síðar,“ sagði Sigurður Ragnar eftir leikinn.

„En okkur tókst að spila þétta og góða vörn og vorum við þar að auki óheppin að skora ekki þegar að Katrín skallaði í slána.“

„En ég er virkilega ánægður og stoltur af liðinu. Noregur er eitt af fjórum liðum á meðal sterkustu fimmtán þjóða heims sem við höfum nú unnið á þessu ári,“ bætti hann við en Ísland er á sautjánda lista heimslista FIFA.

„Það er alveg klárt að við eigum heima hærra á þessum lista en það erfitt að vinna sig upp. En ef við eigum gott haust gætum við hækkað okkur upp í 13.-14. sæti listans. Við erum á topp tíu í heiminum finnst mér.“

„En ég vil fá fleiri á völlinn á miðvikudaginn þegar við mætum Belgíu. Ég vil fá ennþá fleiri en komu í dag og fylla stúkuna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×