Íslenski boltinn

72 milljóna króna hagnaður hjá Blikum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór, til vinstri, í leik með Hoffenheim.
Gylfi Þór, til vinstri, í leik með Hoffenheim. Nordic Photos / Bongarts
Knattspyrnudeild Breiðabliks skilaði methagnaði í sögu félagsins á síðasta rekstrarári en hagnaðurinn nam alls 72 milljónum króna.

Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag. Svavar Jósefsson, framkvæmdarstjóri deildarinnar, segir í samtali við Rúv að stærsti hluti upphæðarinnar sé tilkominn vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Reading til Hoffenheim.

Gylfi Þór var seldur fyrir um milljarð króna frá Reading og hlaut Breiðablik góða summu fyrir í uppeldisbætur af sölunni.

Gylfi hóf ferilinn í yngri flokkunum með FH í Hafnarfirði en skipti yfir í Breiðablik áður en hann hélt til Englands, sextán ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×