Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Þorkell Helgason skrifar 22. september 2010 06:00 Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga. En fólk þráir sannleikann um það hvernig þetta gat gerst, hverjir eru aðalleikendur í þessum farsakennda harmleik og hver var þeirra afleikur hvers og eins? Vissulega hefur mörgu verið svarað með hinum vönduðu skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar sem kom í kjölfarið. Þingmannanefndin náði samstöðu um veigamiklar tillögur um umbætur á fjölmörgum sviðum; tillögur sem þingmenn hefðu vart náð sátt um fyrir hrunið mikla. En svo klofnaði nefndin þegar kom að því hvort leggja ætti mál ráðherra fyrir landsdóm. Því miður eru þingmenn komnir í skotgrafir og fjölmiðlarnir láta þá að vanda eins og púkinn á bitanum. Skora verður á þingmenn að hlífa okkur við karpi af slíkum toga og beina augunum að sannleiksleit, ekki að refsingu. Fordæmi eru mörg, svo sem sannleiksnefndin í Suður-Afríku eftir uppgjöf kynþáttastefnunnar. Eða uppgjörið í Þýskalandi eftir hrun múrsins þar sem kapp var lagt á að upplýsa, ekki síst um skjöl austur-þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, fremur en að draga forkólfa einræðisríkisins fyrir dóm. Vitaskuld er þar með ekki verið að líkja afglöpum forystumanna hérlendis við glæpaverk stjórnvalda í þessum löndum. Sannleiksnefnd hrunsins yrði framhald á starfi rannsóknarnefndar Alþingis auk þess sem hún byggði á rannsókn þingmannanefndarinnar. Henni yrði ætlað að varpa ljósi á athafnir og athafnaleysi einstaklinga, en ólíkt landsdómi kvæði hún ekki upp refsidóma. Kosturinn við að setja nú á laggirnar sannleiksnefnd í stað þessa að ganga landsdómsferlið á enda er ekki síst sá að þá þurfa ekki og mega ekki gilda nein fyrningarmörk. Það er mikilvægt að horft sé eins langt um öxl og nauðsyn krefur. Um slíka sannleiksleitarnefnd ætti að geta náðst samkomulag á Alþingi sem í sjálfu sér væri mikilvægur þáttur samfélagssáttar. Að fenginni niðurstöðu sannleiksnefndar yrði uppgjörinu við fortíðina lokið og þjóðin gæti einhent sér í uppbyggingu betra samfélags. Allir, ekki síst þau stjórnmálasamtök sem eru með drauga fortíðarinnar á herðum sér, gætu þá um frjálst höfuð strokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga. En fólk þráir sannleikann um það hvernig þetta gat gerst, hverjir eru aðalleikendur í þessum farsakennda harmleik og hver var þeirra afleikur hvers og eins? Vissulega hefur mörgu verið svarað með hinum vönduðu skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar sem kom í kjölfarið. Þingmannanefndin náði samstöðu um veigamiklar tillögur um umbætur á fjölmörgum sviðum; tillögur sem þingmenn hefðu vart náð sátt um fyrir hrunið mikla. En svo klofnaði nefndin þegar kom að því hvort leggja ætti mál ráðherra fyrir landsdóm. Því miður eru þingmenn komnir í skotgrafir og fjölmiðlarnir láta þá að vanda eins og púkinn á bitanum. Skora verður á þingmenn að hlífa okkur við karpi af slíkum toga og beina augunum að sannleiksleit, ekki að refsingu. Fordæmi eru mörg, svo sem sannleiksnefndin í Suður-Afríku eftir uppgjöf kynþáttastefnunnar. Eða uppgjörið í Þýskalandi eftir hrun múrsins þar sem kapp var lagt á að upplýsa, ekki síst um skjöl austur-þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, fremur en að draga forkólfa einræðisríkisins fyrir dóm. Vitaskuld er þar með ekki verið að líkja afglöpum forystumanna hérlendis við glæpaverk stjórnvalda í þessum löndum. Sannleiksnefnd hrunsins yrði framhald á starfi rannsóknarnefndar Alþingis auk þess sem hún byggði á rannsókn þingmannanefndarinnar. Henni yrði ætlað að varpa ljósi á athafnir og athafnaleysi einstaklinga, en ólíkt landsdómi kvæði hún ekki upp refsidóma. Kosturinn við að setja nú á laggirnar sannleiksnefnd í stað þessa að ganga landsdómsferlið á enda er ekki síst sá að þá þurfa ekki og mega ekki gilda nein fyrningarmörk. Það er mikilvægt að horft sé eins langt um öxl og nauðsyn krefur. Um slíka sannleiksleitarnefnd ætti að geta náðst samkomulag á Alþingi sem í sjálfu sér væri mikilvægur þáttur samfélagssáttar. Að fenginni niðurstöðu sannleiksnefndar yrði uppgjörinu við fortíðina lokið og þjóðin gæti einhent sér í uppbyggingu betra samfélags. Allir, ekki síst þau stjórnmálasamtök sem eru með drauga fortíðarinnar á herðum sér, gætu þá um frjálst höfuð strokið.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun