Fyrirmynd frá Suður-Afríku Þorvaldur Gylfason skrifar 24. nóvember 2010 21:10 Suður-afríski lagaprófessorinn Lourens du Plessis samdi ásamt öðrum nýja stjórnarskrá handa landi sínu. Hann hefur sagt mér sögu málsins og lýst fyrir mér tilurð stjórnarskrárinnar, sem margir telja eina merkustu stjórnarskrá heims. Hún varð til í tveim skrefum. Skömmu eftir valdatöku svarta meiri hlutans í Suður-Afríku í kjölfar frjálsra kosninga í apríl 1994 var samin ný stjórnarskrá til bráðabirgða, þar sem kveðið var á um nokkur helztu atriði, sem þurfti að lagfæra strax, einkum mannréttindamál. Einnig var kveðið á um, hvernig staðið skyldi að frágangi endanlegrar stjórnarskrár. Bráðabirgðaskráin tók gildi í september 1994 og gilti fram í febrúar 1997, þegar lokagerð stjórnarskrárinnar varð að lögum. Smíði bráðabirgðaskrárinnar tók því fimm mánuði, og endanlegur frágangur tók tvö og hálft ár til viðbótar. Til viðmiðunar tók stjórnarskrá Þýzkalands gildi 1949, fjórum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Erlendir sérfræðingar voru hafðir með í ráðum í Suður-Afríku, einkum þýzkir og bandarískir prófessorar í lögum. Ráð þeirra þóttu gefast vel.Stjórnarskrá til bráðabirgða Prófessor du Plessis telur, að hyggilegt gæti verið fyrir Stjórnlagaþingið, sem verður kjörið á laugardaginn, að láta sér duga að leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórnarskrá. Indriði Indriðason prófessor í stjórnmálafræði í Kaliforníuháskóla tekur í sama streng á vefsetri sínu. Þar bendir hann á, að stjórnarskrár eru flóknar, þótt þær þurfi ekki að vera miklar að vöxtum. Ég er sammála þeim du Plessis og Indriða. Þess vegna hef ég lagt til, að Stjórnlagaþingið færist ekki of mikið í fang á þeim nauma tíma, sem því er skammtaður í lögum. Stjórnlagaþingið ætti heldur að láta sér duga að bæta stjórnarskrána frá 1944 til bráðabirgða í þeim greinum, sem brýnast er í ljósi hrunsins að bæta strax eða bæta við, og kveða jafnframt á um lúkningu verksins, þannig að lokagerð stjórnarskrárinnar geti legið fyrir innan tveggja ára.Gagnvirkt aðhald og eftirlit Suður-afríska stjórnarskráin er löng í samræmi við lagahefð landsins. Þar er t.d. kveðið á um þjóðfána og þjóðsöng, sem fæstum þykir nauðsynlegt að tiltaka í okkar stjórnarskrá. Mannréttindakaflinn er ýtarlegur, enda þurfti Suður-Afríka nýja stjórnarskrá m.a. til að snúa bakinu við mannréttindabrotum aðskilnaðarstjórnarinnar, sem tapaði þingkosningunum 1994. Stjórnarskráin vitnar um tilefnið til þess, að landið þurfti að setja sér nýja stjórnarskrá. Ekkert ákvæði er í suður-afrísku stjórnarskránni um þrískiptingu valds. Það stafar af því, að þrískiptingin stendur svo styrkum fótum í Suður-Afríku, að ekki þykir þörf á sérstökum ákvæðum um hana í stjórnarskránni. Aðsetur framkvæmdarvaldsins er í höfðuðborginn Pretoríu í norðurhluta landsins, Hæstiréttur situr í Bloemfontein í miðju landi og þingið í Höfðaborg syðst í landinu, og hefur svo verið um langt árabil. Langt er á milli borganna þriggja, enda er landið stórt, tólf sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Dómstólarnir eru óháðir ríkisvaldinu. Mjög er reynt að vanda til vals á dómurum. Forsetinn skipar þá eftir föstum reglum og einnig ráðherra, og þeir sitja ekki á þingi. Þrískipting valdsins er virk.Við þurfum stjórnlagadómstólStjórnlagadómstóll getur sagt ríkisstjórninni fyrir verkum, vanræki hún skyldur sínar gagnvart stjórnarskránni, t.d. varðandi almannaþjónustu. Ef ríkisstjórnin teldi sig t.d. ekki þurfa að útvega sjúklingum lyf gegn eyðniveirunni í blóra við ákvæði í stjórnarskránni, gæti stjórnlagadómstóllinn fyrirskipað heilbrigðisráðherranum að tryggja sjúklingum aðgang að nauðsynlegum lyfjum. Kysi heilbrigðisráðherrann að þráskallast við slíkum tilmælum, myndi hann gera sig sekan um virðingarleysi gagnvart dómstólnum, og það er refsivert athæfi.Ríkissaksóknari gæti þá látið málið til sín taka. Ráðherrann myndi því að mestum líkindum kjósa að hlíta tilmælum stjórnlagadómstólsins. Þetta er dæmi um lifandi aðhald og eftirlit í landi, þar sem þrískipting valdsins er eins og hún á að vera. Ýmis mál af þessu tagi hafa komið upp síðustu ár. Stjórnlagadómstóllinn hefur einnig ógilt ýmsa lagasetningu á þeirri forsendu, að löggjöfin standist ekki stjórnarskrána. Þessum dæmum er ætlað að útmála þörfina fyrir að bæta ákvæði um nýjan stjórnlagadómstól í íslenzku stjórnarskrána og vanda betur val á dómurum til að styrkja stöðu dómstólanna gagnvart framkvæmdarvaldinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Suður-afríski lagaprófessorinn Lourens du Plessis samdi ásamt öðrum nýja stjórnarskrá handa landi sínu. Hann hefur sagt mér sögu málsins og lýst fyrir mér tilurð stjórnarskrárinnar, sem margir telja eina merkustu stjórnarskrá heims. Hún varð til í tveim skrefum. Skömmu eftir valdatöku svarta meiri hlutans í Suður-Afríku í kjölfar frjálsra kosninga í apríl 1994 var samin ný stjórnarskrá til bráðabirgða, þar sem kveðið var á um nokkur helztu atriði, sem þurfti að lagfæra strax, einkum mannréttindamál. Einnig var kveðið á um, hvernig staðið skyldi að frágangi endanlegrar stjórnarskrár. Bráðabirgðaskráin tók gildi í september 1994 og gilti fram í febrúar 1997, þegar lokagerð stjórnarskrárinnar varð að lögum. Smíði bráðabirgðaskrárinnar tók því fimm mánuði, og endanlegur frágangur tók tvö og hálft ár til viðbótar. Til viðmiðunar tók stjórnarskrá Þýzkalands gildi 1949, fjórum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Erlendir sérfræðingar voru hafðir með í ráðum í Suður-Afríku, einkum þýzkir og bandarískir prófessorar í lögum. Ráð þeirra þóttu gefast vel.Stjórnarskrá til bráðabirgða Prófessor du Plessis telur, að hyggilegt gæti verið fyrir Stjórnlagaþingið, sem verður kjörið á laugardaginn, að láta sér duga að leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórnarskrá. Indriði Indriðason prófessor í stjórnmálafræði í Kaliforníuháskóla tekur í sama streng á vefsetri sínu. Þar bendir hann á, að stjórnarskrár eru flóknar, þótt þær þurfi ekki að vera miklar að vöxtum. Ég er sammála þeim du Plessis og Indriða. Þess vegna hef ég lagt til, að Stjórnlagaþingið færist ekki of mikið í fang á þeim nauma tíma, sem því er skammtaður í lögum. Stjórnlagaþingið ætti heldur að láta sér duga að bæta stjórnarskrána frá 1944 til bráðabirgða í þeim greinum, sem brýnast er í ljósi hrunsins að bæta strax eða bæta við, og kveða jafnframt á um lúkningu verksins, þannig að lokagerð stjórnarskrárinnar geti legið fyrir innan tveggja ára.Gagnvirkt aðhald og eftirlit Suður-afríska stjórnarskráin er löng í samræmi við lagahefð landsins. Þar er t.d. kveðið á um þjóðfána og þjóðsöng, sem fæstum þykir nauðsynlegt að tiltaka í okkar stjórnarskrá. Mannréttindakaflinn er ýtarlegur, enda þurfti Suður-Afríka nýja stjórnarskrá m.a. til að snúa bakinu við mannréttindabrotum aðskilnaðarstjórnarinnar, sem tapaði þingkosningunum 1994. Stjórnarskráin vitnar um tilefnið til þess, að landið þurfti að setja sér nýja stjórnarskrá. Ekkert ákvæði er í suður-afrísku stjórnarskránni um þrískiptingu valds. Það stafar af því, að þrískiptingin stendur svo styrkum fótum í Suður-Afríku, að ekki þykir þörf á sérstökum ákvæðum um hana í stjórnarskránni. Aðsetur framkvæmdarvaldsins er í höfðuðborginn Pretoríu í norðurhluta landsins, Hæstiréttur situr í Bloemfontein í miðju landi og þingið í Höfðaborg syðst í landinu, og hefur svo verið um langt árabil. Langt er á milli borganna þriggja, enda er landið stórt, tólf sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Dómstólarnir eru óháðir ríkisvaldinu. Mjög er reynt að vanda til vals á dómurum. Forsetinn skipar þá eftir föstum reglum og einnig ráðherra, og þeir sitja ekki á þingi. Þrískipting valdsins er virk.Við þurfum stjórnlagadómstólStjórnlagadómstóll getur sagt ríkisstjórninni fyrir verkum, vanræki hún skyldur sínar gagnvart stjórnarskránni, t.d. varðandi almannaþjónustu. Ef ríkisstjórnin teldi sig t.d. ekki þurfa að útvega sjúklingum lyf gegn eyðniveirunni í blóra við ákvæði í stjórnarskránni, gæti stjórnlagadómstóllinn fyrirskipað heilbrigðisráðherranum að tryggja sjúklingum aðgang að nauðsynlegum lyfjum. Kysi heilbrigðisráðherrann að þráskallast við slíkum tilmælum, myndi hann gera sig sekan um virðingarleysi gagnvart dómstólnum, og það er refsivert athæfi.Ríkissaksóknari gæti þá látið málið til sín taka. Ráðherrann myndi því að mestum líkindum kjósa að hlíta tilmælum stjórnlagadómstólsins. Þetta er dæmi um lifandi aðhald og eftirlit í landi, þar sem þrískipting valdsins er eins og hún á að vera. Ýmis mál af þessu tagi hafa komið upp síðustu ár. Stjórnlagadómstóllinn hefur einnig ógilt ýmsa lagasetningu á þeirri forsendu, að löggjöfin standist ekki stjórnarskrána. Þessum dæmum er ætlað að útmála þörfina fyrir að bæta ákvæði um nýjan stjórnlagadómstól í íslenzku stjórnarskrána og vanda betur val á dómurum til að styrkja stöðu dómstólanna gagnvart framkvæmdarvaldinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar