Fyrirmynd frá Suður-Afríku Þorvaldur Gylfason skrifar 24. nóvember 2010 21:10 Suður-afríski lagaprófessorinn Lourens du Plessis samdi ásamt öðrum nýja stjórnarskrá handa landi sínu. Hann hefur sagt mér sögu málsins og lýst fyrir mér tilurð stjórnarskrárinnar, sem margir telja eina merkustu stjórnarskrá heims. Hún varð til í tveim skrefum. Skömmu eftir valdatöku svarta meiri hlutans í Suður-Afríku í kjölfar frjálsra kosninga í apríl 1994 var samin ný stjórnarskrá til bráðabirgða, þar sem kveðið var á um nokkur helztu atriði, sem þurfti að lagfæra strax, einkum mannréttindamál. Einnig var kveðið á um, hvernig staðið skyldi að frágangi endanlegrar stjórnarskrár. Bráðabirgðaskráin tók gildi í september 1994 og gilti fram í febrúar 1997, þegar lokagerð stjórnarskrárinnar varð að lögum. Smíði bráðabirgðaskrárinnar tók því fimm mánuði, og endanlegur frágangur tók tvö og hálft ár til viðbótar. Til viðmiðunar tók stjórnarskrá Þýzkalands gildi 1949, fjórum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Erlendir sérfræðingar voru hafðir með í ráðum í Suður-Afríku, einkum þýzkir og bandarískir prófessorar í lögum. Ráð þeirra þóttu gefast vel.Stjórnarskrá til bráðabirgða Prófessor du Plessis telur, að hyggilegt gæti verið fyrir Stjórnlagaþingið, sem verður kjörið á laugardaginn, að láta sér duga að leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórnarskrá. Indriði Indriðason prófessor í stjórnmálafræði í Kaliforníuháskóla tekur í sama streng á vefsetri sínu. Þar bendir hann á, að stjórnarskrár eru flóknar, þótt þær þurfi ekki að vera miklar að vöxtum. Ég er sammála þeim du Plessis og Indriða. Þess vegna hef ég lagt til, að Stjórnlagaþingið færist ekki of mikið í fang á þeim nauma tíma, sem því er skammtaður í lögum. Stjórnlagaþingið ætti heldur að láta sér duga að bæta stjórnarskrána frá 1944 til bráðabirgða í þeim greinum, sem brýnast er í ljósi hrunsins að bæta strax eða bæta við, og kveða jafnframt á um lúkningu verksins, þannig að lokagerð stjórnarskrárinnar geti legið fyrir innan tveggja ára.Gagnvirkt aðhald og eftirlit Suður-afríska stjórnarskráin er löng í samræmi við lagahefð landsins. Þar er t.d. kveðið á um þjóðfána og þjóðsöng, sem fæstum þykir nauðsynlegt að tiltaka í okkar stjórnarskrá. Mannréttindakaflinn er ýtarlegur, enda þurfti Suður-Afríka nýja stjórnarskrá m.a. til að snúa bakinu við mannréttindabrotum aðskilnaðarstjórnarinnar, sem tapaði þingkosningunum 1994. Stjórnarskráin vitnar um tilefnið til þess, að landið þurfti að setja sér nýja stjórnarskrá. Ekkert ákvæði er í suður-afrísku stjórnarskránni um þrískiptingu valds. Það stafar af því, að þrískiptingin stendur svo styrkum fótum í Suður-Afríku, að ekki þykir þörf á sérstökum ákvæðum um hana í stjórnarskránni. Aðsetur framkvæmdarvaldsins er í höfðuðborginn Pretoríu í norðurhluta landsins, Hæstiréttur situr í Bloemfontein í miðju landi og þingið í Höfðaborg syðst í landinu, og hefur svo verið um langt árabil. Langt er á milli borganna þriggja, enda er landið stórt, tólf sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Dómstólarnir eru óháðir ríkisvaldinu. Mjög er reynt að vanda til vals á dómurum. Forsetinn skipar þá eftir föstum reglum og einnig ráðherra, og þeir sitja ekki á þingi. Þrískipting valdsins er virk.Við þurfum stjórnlagadómstólStjórnlagadómstóll getur sagt ríkisstjórninni fyrir verkum, vanræki hún skyldur sínar gagnvart stjórnarskránni, t.d. varðandi almannaþjónustu. Ef ríkisstjórnin teldi sig t.d. ekki þurfa að útvega sjúklingum lyf gegn eyðniveirunni í blóra við ákvæði í stjórnarskránni, gæti stjórnlagadómstóllinn fyrirskipað heilbrigðisráðherranum að tryggja sjúklingum aðgang að nauðsynlegum lyfjum. Kysi heilbrigðisráðherrann að þráskallast við slíkum tilmælum, myndi hann gera sig sekan um virðingarleysi gagnvart dómstólnum, og það er refsivert athæfi.Ríkissaksóknari gæti þá látið málið til sín taka. Ráðherrann myndi því að mestum líkindum kjósa að hlíta tilmælum stjórnlagadómstólsins. Þetta er dæmi um lifandi aðhald og eftirlit í landi, þar sem þrískipting valdsins er eins og hún á að vera. Ýmis mál af þessu tagi hafa komið upp síðustu ár. Stjórnlagadómstóllinn hefur einnig ógilt ýmsa lagasetningu á þeirri forsendu, að löggjöfin standist ekki stjórnarskrána. Þessum dæmum er ætlað að útmála þörfina fyrir að bæta ákvæði um nýjan stjórnlagadómstól í íslenzku stjórnarskrána og vanda betur val á dómurum til að styrkja stöðu dómstólanna gagnvart framkvæmdarvaldinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Suður-afríski lagaprófessorinn Lourens du Plessis samdi ásamt öðrum nýja stjórnarskrá handa landi sínu. Hann hefur sagt mér sögu málsins og lýst fyrir mér tilurð stjórnarskrárinnar, sem margir telja eina merkustu stjórnarskrá heims. Hún varð til í tveim skrefum. Skömmu eftir valdatöku svarta meiri hlutans í Suður-Afríku í kjölfar frjálsra kosninga í apríl 1994 var samin ný stjórnarskrá til bráðabirgða, þar sem kveðið var á um nokkur helztu atriði, sem þurfti að lagfæra strax, einkum mannréttindamál. Einnig var kveðið á um, hvernig staðið skyldi að frágangi endanlegrar stjórnarskrár. Bráðabirgðaskráin tók gildi í september 1994 og gilti fram í febrúar 1997, þegar lokagerð stjórnarskrárinnar varð að lögum. Smíði bráðabirgðaskrárinnar tók því fimm mánuði, og endanlegur frágangur tók tvö og hálft ár til viðbótar. Til viðmiðunar tók stjórnarskrá Þýzkalands gildi 1949, fjórum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Erlendir sérfræðingar voru hafðir með í ráðum í Suður-Afríku, einkum þýzkir og bandarískir prófessorar í lögum. Ráð þeirra þóttu gefast vel.Stjórnarskrá til bráðabirgða Prófessor du Plessis telur, að hyggilegt gæti verið fyrir Stjórnlagaþingið, sem verður kjörið á laugardaginn, að láta sér duga að leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórnarskrá. Indriði Indriðason prófessor í stjórnmálafræði í Kaliforníuháskóla tekur í sama streng á vefsetri sínu. Þar bendir hann á, að stjórnarskrár eru flóknar, þótt þær þurfi ekki að vera miklar að vöxtum. Ég er sammála þeim du Plessis og Indriða. Þess vegna hef ég lagt til, að Stjórnlagaþingið færist ekki of mikið í fang á þeim nauma tíma, sem því er skammtaður í lögum. Stjórnlagaþingið ætti heldur að láta sér duga að bæta stjórnarskrána frá 1944 til bráðabirgða í þeim greinum, sem brýnast er í ljósi hrunsins að bæta strax eða bæta við, og kveða jafnframt á um lúkningu verksins, þannig að lokagerð stjórnarskrárinnar geti legið fyrir innan tveggja ára.Gagnvirkt aðhald og eftirlit Suður-afríska stjórnarskráin er löng í samræmi við lagahefð landsins. Þar er t.d. kveðið á um þjóðfána og þjóðsöng, sem fæstum þykir nauðsynlegt að tiltaka í okkar stjórnarskrá. Mannréttindakaflinn er ýtarlegur, enda þurfti Suður-Afríka nýja stjórnarskrá m.a. til að snúa bakinu við mannréttindabrotum aðskilnaðarstjórnarinnar, sem tapaði þingkosningunum 1994. Stjórnarskráin vitnar um tilefnið til þess, að landið þurfti að setja sér nýja stjórnarskrá. Ekkert ákvæði er í suður-afrísku stjórnarskránni um þrískiptingu valds. Það stafar af því, að þrískiptingin stendur svo styrkum fótum í Suður-Afríku, að ekki þykir þörf á sérstökum ákvæðum um hana í stjórnarskránni. Aðsetur framkvæmdarvaldsins er í höfðuðborginn Pretoríu í norðurhluta landsins, Hæstiréttur situr í Bloemfontein í miðju landi og þingið í Höfðaborg syðst í landinu, og hefur svo verið um langt árabil. Langt er á milli borganna þriggja, enda er landið stórt, tólf sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Dómstólarnir eru óháðir ríkisvaldinu. Mjög er reynt að vanda til vals á dómurum. Forsetinn skipar þá eftir föstum reglum og einnig ráðherra, og þeir sitja ekki á þingi. Þrískipting valdsins er virk.Við þurfum stjórnlagadómstólStjórnlagadómstóll getur sagt ríkisstjórninni fyrir verkum, vanræki hún skyldur sínar gagnvart stjórnarskránni, t.d. varðandi almannaþjónustu. Ef ríkisstjórnin teldi sig t.d. ekki þurfa að útvega sjúklingum lyf gegn eyðniveirunni í blóra við ákvæði í stjórnarskránni, gæti stjórnlagadómstóllinn fyrirskipað heilbrigðisráðherranum að tryggja sjúklingum aðgang að nauðsynlegum lyfjum. Kysi heilbrigðisráðherrann að þráskallast við slíkum tilmælum, myndi hann gera sig sekan um virðingarleysi gagnvart dómstólnum, og það er refsivert athæfi.Ríkissaksóknari gæti þá látið málið til sín taka. Ráðherrann myndi því að mestum líkindum kjósa að hlíta tilmælum stjórnlagadómstólsins. Þetta er dæmi um lifandi aðhald og eftirlit í landi, þar sem þrískipting valdsins er eins og hún á að vera. Ýmis mál af þessu tagi hafa komið upp síðustu ár. Stjórnlagadómstóllinn hefur einnig ógilt ýmsa lagasetningu á þeirri forsendu, að löggjöfin standist ekki stjórnarskrána. Þessum dæmum er ætlað að útmála þörfina fyrir að bæta ákvæði um nýjan stjórnlagadómstól í íslenzku stjórnarskrána og vanda betur val á dómurum til að styrkja stöðu dómstólanna gagnvart framkvæmdarvaldinu.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun