Íslenski boltinn

Tindastóll og Dalvík/Reynir í 2. deild

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stemningin á leik hjá Tindastóli. Mynd/tindastoll.is
Stemningin á leik hjá Tindastóli. Mynd/tindastoll.is

Tindastóll frá Sauðárkróki og Dalvík/Reynir tryggðu sér í kvöld sæti í 2. deild í knattspyrnu á næsta ári.

Dalvík/Reynir náði jafntefli gegn Breiðholtsliðinu KB en þar sem norðamenn unnu fyrri leikinn, 1-0, fara þeir upp.

Árborg stóð ekki vel að vígi fyrir seinni leikinn gegn Tindastóli eftir að hafa tapað 3-0 í fyrri leiknum. Þeir seldu sig aftur á móti dýrt í kvöld og voru ekki fjarri því að stela sætinu af Stólunum.

Úrslit kvöldsins:

Dalvík/Reynir 2-2 KB (Samanlagt 3-2, Dalvík/Reynir upp)

0-1 Stefán Ingi Gunnarsson

1-1 Jóhann Himar Hreiðarsson

2-1 Markús Darri Jónasson

2-2 Davíð Teitsson

Tindastóll 1-3 Árborg: (Samanlagt 4-3, Tindastóll upp)

0-1 Guðmundur Ármann Böðvarsson

1-1 Bjarki Árnason

1-2 Hartmann Árnason

1-3 Guðmundur Ármann Böðvarsson

Upplýsingar fengnar frá strákunum á fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×