Íslenski boltinn

2500 miðar seldir á leikinn við Skota í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir fagna marki í síðasta heimaleik á móti Þjóðverjum.
Strákarnir fagna marki í síðasta heimaleik á móti Þjóðverjum. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Íslenska 21 árs landsliðið spilar í kvöld einn allra mikilvægasta leik sinn frá upphafi þegar liðið mætir Skotum á Laugardalsvellinum í fyrri umpsilsleik liðanna um sæti í úrslitakeppni EM.

KSÍ ákvað að selja inn á leikinn sem hefur ekki áður verið gert með leik hjá 21 árs liðinu. Miðaverðinu er þó stillt í hóf, eitt þúsund krónur kostar fyrir fullorðna en frítt er fyrir 16 ára og yngri.

Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ vonaðist til að milli fjögur og fimm þúsund manns mæti til að hvetja Ísland í þessum mikilvæga leik. Haft var eftir Þóri í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þórir sagði við það tækifæri að 2500 miðar hafi verið seldir í morgun en leikurinn hefst klukkan 19 í kvöld á Laugardalsvellinum. Til samanburður mættu hátt í 4000 manns í Kaplakrika á leik íslensku strákana á móti Þýskalandi en sá leikur fór fram síðdegis á virkum degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×