Icebank gerði kröfu um greiða gegn greiða og FME rannsakar Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. ágúst 2010 18:30 Icebank keypti fjárfestingarfélagið Teig af Runólfi Ágústssyni á annað hundrað milljónir króna gegn því skilyrði að hann notaði söluandvirðið til að fjárfesta í Icebank. Fjármálaeftirlitið er að rannsaka heildarviðskipti með hlutabréf í bankanum nokkur ár aftur í tímann. Runólfur Ágústsson, lögfræðingur sem sagði af sér embætti umboðsmanns skuldara eftir einn dag í embætti, hefur sagt í viðtölum að það hafi verið Sparisjóðabankin sem átti frumkvæði að því að bjóða honum að kaupa hlutabréf í bankanum árið 2007 sem þá starfaði undir heitinu Icebank. Runólfur sagði í viðtali við Kastljós að hann hefði fengið 55 milljóna króna lán hjá Sparisjóði Mýrasýslu til að kaupa félag sem hann síðan seldi Icebank. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta Fjárfestingarfélagið Teigur og var verðið sem Icebank greiddi á annað hundrað milljónir króna. Hið rétta er jafnframt að hann stofnaði sjálfur Fjárfestingarfélagið Teig og félagið var m.a fjármagnað á grundvelli lánsins frá Sparisjóði Mýrasýslu. Samkvæmt sömu heimildum keypti Icebank fjárfestingarfélagið Teig á þessu verði, á annað hundrað milljónir króna, af Runólfi gegn því skilyrði að söluandvirðið yrði notað til að fjárfesta í Icebank. Það eigið fé sem Runólfur lagði inn í eignarhaldsfélagið Obduro ehf., alls hundrað milljónir króna, varð til vegna sölunnar á Teig til Icebank eftir að Runólfur hafði greitt niður lánið við Sparisjóð Mýrasýslu. Fréttastofa fékk þetta staðfest í dag. Eftir söluna á Teig fékk Obduro samtals tvö hundruð milljóna króna lán hjá Byr, Sparisjóðnum í Keflavík og SPRON, sem allir voru að selja hluti sína í Icebank, sem Obduro nýtti síðan til að fjárfesta í hlutabréfum í Icebank og en félagið keyptin bréfin af sparisjóðunum þremur. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, er í fríi í Nevada-fylki Bandaríkjunum þar sem hann er í hestaferð. „Fjármálaeftirlitið er að skoða Sparisjóðabankann, eins og allar þessar föllnu einingar," sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort komið hefðu í ljós tilvik þar sem grunur léki á um markaðsmisnotkun vegna lánveitinga Sparisjóðabankans eða viðskipta með hlutabréf hans sagðist hann ekki geta staðfest það, en sagði að eftirlitið væri að skoða heildarviðskipti með hlutabréf í Sparisjóðabankanum nokkur ár aftur í tímann. Skroll-Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Icebank keypti fjárfestingarfélagið Teig af Runólfi Ágústssyni á annað hundrað milljónir króna gegn því skilyrði að hann notaði söluandvirðið til að fjárfesta í Icebank. Fjármálaeftirlitið er að rannsaka heildarviðskipti með hlutabréf í bankanum nokkur ár aftur í tímann. Runólfur Ágústsson, lögfræðingur sem sagði af sér embætti umboðsmanns skuldara eftir einn dag í embætti, hefur sagt í viðtölum að það hafi verið Sparisjóðabankin sem átti frumkvæði að því að bjóða honum að kaupa hlutabréf í bankanum árið 2007 sem þá starfaði undir heitinu Icebank. Runólfur sagði í viðtali við Kastljós að hann hefði fengið 55 milljóna króna lán hjá Sparisjóði Mýrasýslu til að kaupa félag sem hann síðan seldi Icebank. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta Fjárfestingarfélagið Teigur og var verðið sem Icebank greiddi á annað hundrað milljónir króna. Hið rétta er jafnframt að hann stofnaði sjálfur Fjárfestingarfélagið Teig og félagið var m.a fjármagnað á grundvelli lánsins frá Sparisjóði Mýrasýslu. Samkvæmt sömu heimildum keypti Icebank fjárfestingarfélagið Teig á þessu verði, á annað hundrað milljónir króna, af Runólfi gegn því skilyrði að söluandvirðið yrði notað til að fjárfesta í Icebank. Það eigið fé sem Runólfur lagði inn í eignarhaldsfélagið Obduro ehf., alls hundrað milljónir króna, varð til vegna sölunnar á Teig til Icebank eftir að Runólfur hafði greitt niður lánið við Sparisjóð Mýrasýslu. Fréttastofa fékk þetta staðfest í dag. Eftir söluna á Teig fékk Obduro samtals tvö hundruð milljóna króna lán hjá Byr, Sparisjóðnum í Keflavík og SPRON, sem allir voru að selja hluti sína í Icebank, sem Obduro nýtti síðan til að fjárfesta í hlutabréfum í Icebank og en félagið keyptin bréfin af sparisjóðunum þremur. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, er í fríi í Nevada-fylki Bandaríkjunum þar sem hann er í hestaferð. „Fjármálaeftirlitið er að skoða Sparisjóðabankann, eins og allar þessar föllnu einingar," sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort komið hefðu í ljós tilvik þar sem grunur léki á um markaðsmisnotkun vegna lánveitinga Sparisjóðabankans eða viðskipta með hlutabréf hans sagðist hann ekki geta staðfest það, en sagði að eftirlitið væri að skoða heildarviðskipti með hlutabréf í Sparisjóðabankanum nokkur ár aftur í tímann.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira