Svavar Gestsson: Eins og Indefence – og fleiri 18. maí 2010 06:00 Alþingi fjallar nú um frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna um fjármögnun flokkanna. Það er gott. Þess sér stað í kosningabarátunni að minna er um auglýsingar en áður - a.m.k. enn sem komið er. Allt er það á sínum stað. Það er stórkostleg framför sérstaklega frá þeim tíma þegar frambjóðendur sama flokks gengu fyrir dyr bankastjóra eins og bónbjargarmenn - ekki til að taka lán heldur til þess að sníkja peninga í kosningabaráttuna á móti félögum sínum. Þannig var oft staðið að framboðum, meðal annars að fyrsta framboði Samfylkingarinnar 1999. Það var slæmt. Enginn spurði þá hver borgaði; aðalspennan var sú hversu margir hefðu tekið þátt í prófkjörinu. Fjölmiðlar sinntu ekki þessu eftirlitshlutverki sínu því miður. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna. Og allir fagna því; einnig þeir sem söfnuðu hæstum upphæðum. Það er vel; það er til marks um nýja tíma. En það er líka til marks um nýja tíma að flokkarnir eru ekki einu áhrifavaldarnir í stjórnmálum. Það sem kallað er þrýstihópar getur skipt miklu máli. Dæmi um það er Indefence-hópurinn. Þar er mikið af góðu og heiðarlegu fólki og það fólk vill örugglega að gerð verði grein fyrir fjármálum Indefence - það hefur kannski verið gert? Það minnir á að lögin um fjármál stjórnmálaflokka og framboða mega ekki aðeins ná til þeirra sem bjóða fram til forseta, Alþingis og sveitarstjórna. Það þarf líka að ná til þrýstihópa sem ég vildi eiginlega frekar kalla til dæmis áhrifasamtök eða eitthvað þess háttar. Undirskriftasöfnun Indefence hafði mikil áhrif fyrr í vetur, a.m.k. á forsetann. Þess vegna er brýnt að frumvarpið sem Alþingi fjallar um taki til allra sem beita sér gagngert fyrir því að hafa áhrif á skoðanir almennings. Eins og Indefence. Og fleiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi fjallar nú um frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna um fjármögnun flokkanna. Það er gott. Þess sér stað í kosningabarátunni að minna er um auglýsingar en áður - a.m.k. enn sem komið er. Allt er það á sínum stað. Það er stórkostleg framför sérstaklega frá þeim tíma þegar frambjóðendur sama flokks gengu fyrir dyr bankastjóra eins og bónbjargarmenn - ekki til að taka lán heldur til þess að sníkja peninga í kosningabaráttuna á móti félögum sínum. Þannig var oft staðið að framboðum, meðal annars að fyrsta framboði Samfylkingarinnar 1999. Það var slæmt. Enginn spurði þá hver borgaði; aðalspennan var sú hversu margir hefðu tekið þátt í prófkjörinu. Fjölmiðlar sinntu ekki þessu eftirlitshlutverki sínu því miður. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna. Og allir fagna því; einnig þeir sem söfnuðu hæstum upphæðum. Það er vel; það er til marks um nýja tíma. En það er líka til marks um nýja tíma að flokkarnir eru ekki einu áhrifavaldarnir í stjórnmálum. Það sem kallað er þrýstihópar getur skipt miklu máli. Dæmi um það er Indefence-hópurinn. Þar er mikið af góðu og heiðarlegu fólki og það fólk vill örugglega að gerð verði grein fyrir fjármálum Indefence - það hefur kannski verið gert? Það minnir á að lögin um fjármál stjórnmálaflokka og framboða mega ekki aðeins ná til þeirra sem bjóða fram til forseta, Alþingis og sveitarstjórna. Það þarf líka að ná til þrýstihópa sem ég vildi eiginlega frekar kalla til dæmis áhrifasamtök eða eitthvað þess háttar. Undirskriftasöfnun Indefence hafði mikil áhrif fyrr í vetur, a.m.k. á forsetann. Þess vegna er brýnt að frumvarpið sem Alþingi fjallar um taki til allra sem beita sér gagngert fyrir því að hafa áhrif á skoðanir almennings. Eins og Indefence. Og fleiri.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun