Svavar Gestsson: Eins og Indefence – og fleiri 18. maí 2010 06:00 Alþingi fjallar nú um frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna um fjármögnun flokkanna. Það er gott. Þess sér stað í kosningabarátunni að minna er um auglýsingar en áður - a.m.k. enn sem komið er. Allt er það á sínum stað. Það er stórkostleg framför sérstaklega frá þeim tíma þegar frambjóðendur sama flokks gengu fyrir dyr bankastjóra eins og bónbjargarmenn - ekki til að taka lán heldur til þess að sníkja peninga í kosningabaráttuna á móti félögum sínum. Þannig var oft staðið að framboðum, meðal annars að fyrsta framboði Samfylkingarinnar 1999. Það var slæmt. Enginn spurði þá hver borgaði; aðalspennan var sú hversu margir hefðu tekið þátt í prófkjörinu. Fjölmiðlar sinntu ekki þessu eftirlitshlutverki sínu því miður. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna. Og allir fagna því; einnig þeir sem söfnuðu hæstum upphæðum. Það er vel; það er til marks um nýja tíma. En það er líka til marks um nýja tíma að flokkarnir eru ekki einu áhrifavaldarnir í stjórnmálum. Það sem kallað er þrýstihópar getur skipt miklu máli. Dæmi um það er Indefence-hópurinn. Þar er mikið af góðu og heiðarlegu fólki og það fólk vill örugglega að gerð verði grein fyrir fjármálum Indefence - það hefur kannski verið gert? Það minnir á að lögin um fjármál stjórnmálaflokka og framboða mega ekki aðeins ná til þeirra sem bjóða fram til forseta, Alþingis og sveitarstjórna. Það þarf líka að ná til þrýstihópa sem ég vildi eiginlega frekar kalla til dæmis áhrifasamtök eða eitthvað þess háttar. Undirskriftasöfnun Indefence hafði mikil áhrif fyrr í vetur, a.m.k. á forsetann. Þess vegna er brýnt að frumvarpið sem Alþingi fjallar um taki til allra sem beita sér gagngert fyrir því að hafa áhrif á skoðanir almennings. Eins og Indefence. Og fleiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Alþingi fjallar nú um frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna um fjármögnun flokkanna. Það er gott. Þess sér stað í kosningabarátunni að minna er um auglýsingar en áður - a.m.k. enn sem komið er. Allt er það á sínum stað. Það er stórkostleg framför sérstaklega frá þeim tíma þegar frambjóðendur sama flokks gengu fyrir dyr bankastjóra eins og bónbjargarmenn - ekki til að taka lán heldur til þess að sníkja peninga í kosningabaráttuna á móti félögum sínum. Þannig var oft staðið að framboðum, meðal annars að fyrsta framboði Samfylkingarinnar 1999. Það var slæmt. Enginn spurði þá hver borgaði; aðalspennan var sú hversu margir hefðu tekið þátt í prófkjörinu. Fjölmiðlar sinntu ekki þessu eftirlitshlutverki sínu því miður. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna. Og allir fagna því; einnig þeir sem söfnuðu hæstum upphæðum. Það er vel; það er til marks um nýja tíma. En það er líka til marks um nýja tíma að flokkarnir eru ekki einu áhrifavaldarnir í stjórnmálum. Það sem kallað er þrýstihópar getur skipt miklu máli. Dæmi um það er Indefence-hópurinn. Þar er mikið af góðu og heiðarlegu fólki og það fólk vill örugglega að gerð verði grein fyrir fjármálum Indefence - það hefur kannski verið gert? Það minnir á að lögin um fjármál stjórnmálaflokka og framboða mega ekki aðeins ná til þeirra sem bjóða fram til forseta, Alþingis og sveitarstjórna. Það þarf líka að ná til þrýstihópa sem ég vildi eiginlega frekar kalla til dæmis áhrifasamtök eða eitthvað þess háttar. Undirskriftasöfnun Indefence hafði mikil áhrif fyrr í vetur, a.m.k. á forsetann. Þess vegna er brýnt að frumvarpið sem Alþingi fjallar um taki til allra sem beita sér gagngert fyrir því að hafa áhrif á skoðanir almennings. Eins og Indefence. Og fleiri.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar