Eini kosturinn í stöðunni? 8. janúar 2010 06:15 Fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeirri ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar veldur miklum vonbrigðum. Í stað þess að hafa forystu í því að berjast fyrir sjónarmiðum okkar gagnvart hinum harðskeyttu viðsemjendum okkar í Bretlandi og Hollandi, er magnaður upp makalaus hræðsluáróður hér innanlands, sem stórskaðar stöðu okkar erlendis. Við aðstæður eins og þessar þurfum við á öllu öðru að halda. Þjóðin þarf að sýna samstöðu. Ríkisstjórnin getur þess vegna ekki leyft sér að beina spjótum sínum inn á við. Henni ber að sameina en sundra ekki. Þarna hefur hún hins vegar brugðist veigamesta hlutverki sínu. Fyrir liggur að ríkur þjóðarvilji stendur til þess að hafna núverandi Icesave-samkomulagi. Við vitum hins vegar jafn vel að nauðsynlegt er að leita lausnar á þessari alvarlegu milliríkjadeilu. Enginn talar fyrir því að viðhalda því ástandi sem nú ríkir. Við vitum öll að án niðurstöðu í deilum okkar við Hollendinga og Breta erum við í vanda. En hitt er líka jafn ljóst að samningurinn sem er á borðinu er okkur alltof dýrkeyptur og mun valda hér stórfelldum vandræðum um ókomin ár. Verkefnið er að breyta þeirri stöðu. Valkostirnir eru ekki núverandi samningur eða ófriður við Breta og Hollendinga. Okkur ber að láta á það reyna að við komumst að öðru samkomulagi. Forsenda þess er að ríkisstjórnin láti af þeim óvana sínum að efna sífellt til pólitísks innanlandsófriðar. Málið snýst nefnilega ekki um að bjarga andliti stjórnvalda, eins og ætla má af tali ráðherranna. Verkefnið er að vinna að þjóðarhag. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeirri ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar veldur miklum vonbrigðum. Í stað þess að hafa forystu í því að berjast fyrir sjónarmiðum okkar gagnvart hinum harðskeyttu viðsemjendum okkar í Bretlandi og Hollandi, er magnaður upp makalaus hræðsluáróður hér innanlands, sem stórskaðar stöðu okkar erlendis. Við aðstæður eins og þessar þurfum við á öllu öðru að halda. Þjóðin þarf að sýna samstöðu. Ríkisstjórnin getur þess vegna ekki leyft sér að beina spjótum sínum inn á við. Henni ber að sameina en sundra ekki. Þarna hefur hún hins vegar brugðist veigamesta hlutverki sínu. Fyrir liggur að ríkur þjóðarvilji stendur til þess að hafna núverandi Icesave-samkomulagi. Við vitum hins vegar jafn vel að nauðsynlegt er að leita lausnar á þessari alvarlegu milliríkjadeilu. Enginn talar fyrir því að viðhalda því ástandi sem nú ríkir. Við vitum öll að án niðurstöðu í deilum okkar við Hollendinga og Breta erum við í vanda. En hitt er líka jafn ljóst að samningurinn sem er á borðinu er okkur alltof dýrkeyptur og mun valda hér stórfelldum vandræðum um ókomin ár. Verkefnið er að breyta þeirri stöðu. Valkostirnir eru ekki núverandi samningur eða ófriður við Breta og Hollendinga. Okkur ber að láta á það reyna að við komumst að öðru samkomulagi. Forsenda þess er að ríkisstjórnin láti af þeim óvana sínum að efna sífellt til pólitísks innanlandsófriðar. Málið snýst nefnilega ekki um að bjarga andliti stjórnvalda, eins og ætla má af tali ráðherranna. Verkefnið er að vinna að þjóðarhag. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar