Góðar konur Eygló Harðardóttir skrifar 18. desember 2010 06:00 Í Frá degi til dags í Fréttablaðinu í gær var gerð athugasemd við grein sem ég skrifaði um ágæti frjálsra félagasamtaka og mikilvægi þess að skattleggja þau ekki um of. Þar var dregið í efa að Kvenfélagasamband Íslands væri gott dæmi um frjáls félagasamtök „sem snerta líf okkar allra" og því vil ég koma á framfæri frekari upplýsingum um ágæti kvenfélaganna. Kvenfélagasambandið er regnhlífarsamtök fyrir 160 kvenfélög og 17 héraðssambönd og fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Á tímabilinu 1995-2005 gáfu kvenfélög um 500 milljónir króna, eða um 50 milljónir árlega, til heilbrigðisstofnana. Þar eru ekki talin með framlög Kvenfélagsins Hringsins. Hringurinn hefur verið einn stærsti einstaki styrktaraðili Barnaspítala Hringsins og lyfti þar grettistaki við nýbyggingu spítalans. Önnur verkefni sem Hringskonur hafa stutt eru m.a. barna- og unglingageðdeild Landspítala og Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð barna með sérþarfir. Heilbrigðisstofnunin Í Vestmannaeyjum, minni heimabyggð, væri væntanlega hvorki fugl né fiskur tæknilega eða tækjalega séð ef ekki væri fyrir góðgerðar- og líknarfélög, einstaklinga og fyrirtæki sem stutt hafa við stofnunina og er þar Kvenfélagið Líkn fremst meðal jafningja. Sama mætti segja um flestar heilbrigðisstofnanir á landinu og veit ég ekki betur en flestir Íslendingar þurfi einhvern tímann á lífsleiðinni að leita til heilbrigðisþjónustunnar. Auk alls þessa hafa kvenfélagskonur prjónað húfur sem allir nýburar fá að gjöf, og eru þær í ár um 5.000. Þannig held ég að Kvenfélagasambandið og kvenfélagskonur snerti líf allra Íslendinga í gegnum gjafir, góðgerðarstörf og fjáröflun þar sem þær standa fyrir erfidrykkjum, sölu á jóla- og minningarkortum, sölu á bakkelsi og hannyrðum og fleiru. Eflaust gætu þær flaggað þessum verkum sínum betur, en sumir vilja einfaldlega vinna sín góðverk í hljóði. Það er sjálfsagt að gera athugasemd við störf okkar stjórnmálamanna, en ég tel að Kvenfélagasambandið og hinar góðu kvenfélagskonur þess eigi ekki skilið að vinna þeirra sé ekki metin að verðleikum af okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Frá degi til dags í Fréttablaðinu í gær var gerð athugasemd við grein sem ég skrifaði um ágæti frjálsra félagasamtaka og mikilvægi þess að skattleggja þau ekki um of. Þar var dregið í efa að Kvenfélagasamband Íslands væri gott dæmi um frjáls félagasamtök „sem snerta líf okkar allra" og því vil ég koma á framfæri frekari upplýsingum um ágæti kvenfélaganna. Kvenfélagasambandið er regnhlífarsamtök fyrir 160 kvenfélög og 17 héraðssambönd og fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Á tímabilinu 1995-2005 gáfu kvenfélög um 500 milljónir króna, eða um 50 milljónir árlega, til heilbrigðisstofnana. Þar eru ekki talin með framlög Kvenfélagsins Hringsins. Hringurinn hefur verið einn stærsti einstaki styrktaraðili Barnaspítala Hringsins og lyfti þar grettistaki við nýbyggingu spítalans. Önnur verkefni sem Hringskonur hafa stutt eru m.a. barna- og unglingageðdeild Landspítala og Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð barna með sérþarfir. Heilbrigðisstofnunin Í Vestmannaeyjum, minni heimabyggð, væri væntanlega hvorki fugl né fiskur tæknilega eða tækjalega séð ef ekki væri fyrir góðgerðar- og líknarfélög, einstaklinga og fyrirtæki sem stutt hafa við stofnunina og er þar Kvenfélagið Líkn fremst meðal jafningja. Sama mætti segja um flestar heilbrigðisstofnanir á landinu og veit ég ekki betur en flestir Íslendingar þurfi einhvern tímann á lífsleiðinni að leita til heilbrigðisþjónustunnar. Auk alls þessa hafa kvenfélagskonur prjónað húfur sem allir nýburar fá að gjöf, og eru þær í ár um 5.000. Þannig held ég að Kvenfélagasambandið og kvenfélagskonur snerti líf allra Íslendinga í gegnum gjafir, góðgerðarstörf og fjáröflun þar sem þær standa fyrir erfidrykkjum, sölu á jóla- og minningarkortum, sölu á bakkelsi og hannyrðum og fleiru. Eflaust gætu þær flaggað þessum verkum sínum betur, en sumir vilja einfaldlega vinna sín góðverk í hljóði. Það er sjálfsagt að gera athugasemd við störf okkar stjórnmálamanna, en ég tel að Kvenfélagasambandið og hinar góðu kvenfélagskonur þess eigi ekki skilið að vinna þeirra sé ekki metin að verðleikum af okkur öllum.