Hvernig þarf þjóðaratkvæðagreiðslan að vera? Þingmenn Hreyfingarinnar skrifar 8. janúar 2010 17:00 Nú þegar forseti Íslands hefur synjað seinni lögum Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave og sent þau til þjóðarinnar svo hún fái að kjósa um þau er ekki seinna vænna að huga að framkvæmd þjóðaratkvæðgreiðslna. Því ber að fagna að íslensku þjóðinni sé loksins treyst til að taka afstöðu og greiða atkvæði um mál sem skiptir okkur öll máli. Því er mikilvægt að vandað sé til verka og að bæði framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og upplýsingagjöf til almennings verði eins og best verður á kosið. Víða þar sem hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum starfa óháðar stofnanir sem hafa það hlutverk að meta kosti og galla og afleiðingar laga á hlutlausan hátt og matreiða upplýsingarnar með þeim hætti að þorri almennings geti auðveldlega sett sig inn í málin og tekið upplýsta afstöðu. Fyrir þinginu hafa legið um skeið tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur, annað frá forsætisráðherra, hitt þingmannafrumvarp, meðal annars frá þingmönnum Hreyfingarinnar. Búið er að mæla fyrir þeim, leita umsagna og eru þau í vinnslu í allsherjarnefnd þingsins. Því kemur það á óvart að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja fram glænýtt, einnota frumvarp um þessa tilteknu þjóðaratkvæðagreiðslu, frumvarp sem stendur til að keyra í gegnum þingið á einum degi, ekki leita umsagna sérfræðinga um málið og ekki á að gefa þing og þjóð ráðrúm til að huga að því hvernig best er að ráðast í þessa mikilvægu aðgerð. Í frumvarpi Hreyfingarinnar er gert ráð fyrir að svokölluð Lýðræðisstofa hafi það hlutverk að taka saman þær upplýsingar sem máli skipta, greina kosti og galla og fræði almenningi um báða kostina. Í þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á er ekki gert ráð fyrir hlutlausri, opinberri kynningu til almennings. Icesave-málið hefur dvalið of lengi í skotgröfunum. Það er vissulega flókið en þó ekki flóknara en svo að þorri almennings geti skilið það til hlýtar, fengi hann vandaða samantekt á báðum kostum. Hluti þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um málið er í svokallaðri leynimöppu í þinginu og verða varla gerðar opinberar úr þessu. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að hin "upplýsta umræða" um málið fari fram í fjölmiðlum og frá stjórnmálamönnum. Á því er sá stóri galli að íslenskir fjölmiðlar geta vart talist hlutlausir og hafa margir hverjir meira að segja mjög ákveðnar skoðanir á einmitt því máli sem greiða á atkvæði um. Þær upplýsingar sem koma frá stjórnmálamönnum eru einnig afskaplega litaðar eftir því hvort þær koma frá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum. Hræðsluáróður af versta tagi hefur því miður verið afskaplega áberandi á kostnað staðreynda og yfirvegaðra samræðna. Það er í meira lagi bagalegt fyrir hinn almenna kjósanda að geta ekki stólað á að fá hlutlausar og traustar upplýsingar um málið og vita ekki hverjum skal treysta. Nú stendur þjóðin á tímamótum. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan er framundan og nú þurfum við að vanda okkur svo hún geti sameinað þjóðina í réttri ákvörðun frekar en að sundar henni. Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. Höfundar eru þingmenn Hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Tryggvadóttir Þór Saari Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar forseti Íslands hefur synjað seinni lögum Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave og sent þau til þjóðarinnar svo hún fái að kjósa um þau er ekki seinna vænna að huga að framkvæmd þjóðaratkvæðgreiðslna. Því ber að fagna að íslensku þjóðinni sé loksins treyst til að taka afstöðu og greiða atkvæði um mál sem skiptir okkur öll máli. Því er mikilvægt að vandað sé til verka og að bæði framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og upplýsingagjöf til almennings verði eins og best verður á kosið. Víða þar sem hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum starfa óháðar stofnanir sem hafa það hlutverk að meta kosti og galla og afleiðingar laga á hlutlausan hátt og matreiða upplýsingarnar með þeim hætti að þorri almennings geti auðveldlega sett sig inn í málin og tekið upplýsta afstöðu. Fyrir þinginu hafa legið um skeið tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur, annað frá forsætisráðherra, hitt þingmannafrumvarp, meðal annars frá þingmönnum Hreyfingarinnar. Búið er að mæla fyrir þeim, leita umsagna og eru þau í vinnslu í allsherjarnefnd þingsins. Því kemur það á óvart að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja fram glænýtt, einnota frumvarp um þessa tilteknu þjóðaratkvæðagreiðslu, frumvarp sem stendur til að keyra í gegnum þingið á einum degi, ekki leita umsagna sérfræðinga um málið og ekki á að gefa þing og þjóð ráðrúm til að huga að því hvernig best er að ráðast í þessa mikilvægu aðgerð. Í frumvarpi Hreyfingarinnar er gert ráð fyrir að svokölluð Lýðræðisstofa hafi það hlutverk að taka saman þær upplýsingar sem máli skipta, greina kosti og galla og fræði almenningi um báða kostina. Í þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á er ekki gert ráð fyrir hlutlausri, opinberri kynningu til almennings. Icesave-málið hefur dvalið of lengi í skotgröfunum. Það er vissulega flókið en þó ekki flóknara en svo að þorri almennings geti skilið það til hlýtar, fengi hann vandaða samantekt á báðum kostum. Hluti þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um málið er í svokallaðri leynimöppu í þinginu og verða varla gerðar opinberar úr þessu. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að hin "upplýsta umræða" um málið fari fram í fjölmiðlum og frá stjórnmálamönnum. Á því er sá stóri galli að íslenskir fjölmiðlar geta vart talist hlutlausir og hafa margir hverjir meira að segja mjög ákveðnar skoðanir á einmitt því máli sem greiða á atkvæði um. Þær upplýsingar sem koma frá stjórnmálamönnum eru einnig afskaplega litaðar eftir því hvort þær koma frá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum. Hræðsluáróður af versta tagi hefur því miður verið afskaplega áberandi á kostnað staðreynda og yfirvegaðra samræðna. Það er í meira lagi bagalegt fyrir hinn almenna kjósanda að geta ekki stólað á að fá hlutlausar og traustar upplýsingar um málið og vita ekki hverjum skal treysta. Nú stendur þjóðin á tímamótum. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan er framundan og nú þurfum við að vanda okkur svo hún geti sameinað þjóðina í réttri ákvörðun frekar en að sundar henni. Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. Höfundar eru þingmenn Hreyfingarinnar.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun