Hodgson: Getur ekki verið betra - myndband af marki Dempsey Elvar Geir Magnússon skrifar 19. mars 2010 09:45 Roy Hodgson. Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, var gjörsamlega í skýjunum eftir ótrúlegan umsnúning liðsins í Evrópudeildinni. Liðið náði að leggja ítalska stórliðið Juventus með 5-4 samanlögðum sigri. Fulham vann ótrúlegan 4-1 sigur í seinni leiknum en flestir töldu liðið dauðadæmt í keppninni eftir 3-1 tap á Ítalíu. Annað kom á daginn og er Fulham í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í hádeginu. „Ég veit ekki hvort þetta sé stærsta kvöldið í sögu félagsins en það hlýtur að komast nálægt því. Þetta er sögulegt afrek sem strákarnir náðu," sagði Hodgson eftir leik. Fulham lenti undir strax á 2. mínútu í gær. „Við gætum ekki byrjað verr. Við náðum að gera brekkuna enn brattari. Eftir að við fengum þetta mark á okkur fórum við að spila frábærlega og stuðningsmennirnir voru við bakið á okkur. Það var aldrei ómögulegt að snúa þessu við og sem betur fer höfðum við heppnina með okkur," sagði Hodgson. Vendipunktur leiksins var þegar Fabio Cannavaro, varnarmaður Juventus, fékk rautt spjald í stöðunni 1-1. „Það er frábært að ná alla leið í átta liða úrslit. Við lékum okkar fyrsta leik í enda júlí og verðum enn með í keppninni í næsta mánuði. Þetta getur ekki verið betra" Clint Dempsey batt endahnútinn á viðureignina með mögnuðu marki 4-1. „Ég átti að skora fyrr í leiknum úr skallafæri og var pirraður. Þegar ég fékk boltann kom það upp í huga minn að koma honum inn hjá fjærstönginni. Í níu skipti af tíu hefði ég ekki hitt boltann svona," sagði Dempsey. Þegar Dempsey var spurður hvort Fulham ætti möguleika á að fara alla leið í keppninni og vinna hana var svarið: „Maður veit aldrei, af hverju ekki? Ef þú leggur hart að þér og trúir að það sé möguleiki. Ég hef trúa á því." Smelltu hér til að sjá myndband af marki Dempsey Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, var gjörsamlega í skýjunum eftir ótrúlegan umsnúning liðsins í Evrópudeildinni. Liðið náði að leggja ítalska stórliðið Juventus með 5-4 samanlögðum sigri. Fulham vann ótrúlegan 4-1 sigur í seinni leiknum en flestir töldu liðið dauðadæmt í keppninni eftir 3-1 tap á Ítalíu. Annað kom á daginn og er Fulham í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í hádeginu. „Ég veit ekki hvort þetta sé stærsta kvöldið í sögu félagsins en það hlýtur að komast nálægt því. Þetta er sögulegt afrek sem strákarnir náðu," sagði Hodgson eftir leik. Fulham lenti undir strax á 2. mínútu í gær. „Við gætum ekki byrjað verr. Við náðum að gera brekkuna enn brattari. Eftir að við fengum þetta mark á okkur fórum við að spila frábærlega og stuðningsmennirnir voru við bakið á okkur. Það var aldrei ómögulegt að snúa þessu við og sem betur fer höfðum við heppnina með okkur," sagði Hodgson. Vendipunktur leiksins var þegar Fabio Cannavaro, varnarmaður Juventus, fékk rautt spjald í stöðunni 1-1. „Það er frábært að ná alla leið í átta liða úrslit. Við lékum okkar fyrsta leik í enda júlí og verðum enn með í keppninni í næsta mánuði. Þetta getur ekki verið betra" Clint Dempsey batt endahnútinn á viðureignina með mögnuðu marki 4-1. „Ég átti að skora fyrr í leiknum úr skallafæri og var pirraður. Þegar ég fékk boltann kom það upp í huga minn að koma honum inn hjá fjærstönginni. Í níu skipti af tíu hefði ég ekki hitt boltann svona," sagði Dempsey. Þegar Dempsey var spurður hvort Fulham ætti möguleika á að fara alla leið í keppninni og vinna hana var svarið: „Maður veit aldrei, af hverju ekki? Ef þú leggur hart að þér og trúir að það sé möguleiki. Ég hef trúa á því." Smelltu hér til að sjá myndband af marki Dempsey
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira