Hodgson: Getur ekki verið betra - myndband af marki Dempsey Elvar Geir Magnússon skrifar 19. mars 2010 09:45 Roy Hodgson. Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, var gjörsamlega í skýjunum eftir ótrúlegan umsnúning liðsins í Evrópudeildinni. Liðið náði að leggja ítalska stórliðið Juventus með 5-4 samanlögðum sigri. Fulham vann ótrúlegan 4-1 sigur í seinni leiknum en flestir töldu liðið dauðadæmt í keppninni eftir 3-1 tap á Ítalíu. Annað kom á daginn og er Fulham í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í hádeginu. „Ég veit ekki hvort þetta sé stærsta kvöldið í sögu félagsins en það hlýtur að komast nálægt því. Þetta er sögulegt afrek sem strákarnir náðu," sagði Hodgson eftir leik. Fulham lenti undir strax á 2. mínútu í gær. „Við gætum ekki byrjað verr. Við náðum að gera brekkuna enn brattari. Eftir að við fengum þetta mark á okkur fórum við að spila frábærlega og stuðningsmennirnir voru við bakið á okkur. Það var aldrei ómögulegt að snúa þessu við og sem betur fer höfðum við heppnina með okkur," sagði Hodgson. Vendipunktur leiksins var þegar Fabio Cannavaro, varnarmaður Juventus, fékk rautt spjald í stöðunni 1-1. „Það er frábært að ná alla leið í átta liða úrslit. Við lékum okkar fyrsta leik í enda júlí og verðum enn með í keppninni í næsta mánuði. Þetta getur ekki verið betra" Clint Dempsey batt endahnútinn á viðureignina með mögnuðu marki 4-1. „Ég átti að skora fyrr í leiknum úr skallafæri og var pirraður. Þegar ég fékk boltann kom það upp í huga minn að koma honum inn hjá fjærstönginni. Í níu skipti af tíu hefði ég ekki hitt boltann svona," sagði Dempsey. Þegar Dempsey var spurður hvort Fulham ætti möguleika á að fara alla leið í keppninni og vinna hana var svarið: „Maður veit aldrei, af hverju ekki? Ef þú leggur hart að þér og trúir að það sé möguleiki. Ég hef trúa á því." Smelltu hér til að sjá myndband af marki Dempsey Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, var gjörsamlega í skýjunum eftir ótrúlegan umsnúning liðsins í Evrópudeildinni. Liðið náði að leggja ítalska stórliðið Juventus með 5-4 samanlögðum sigri. Fulham vann ótrúlegan 4-1 sigur í seinni leiknum en flestir töldu liðið dauðadæmt í keppninni eftir 3-1 tap á Ítalíu. Annað kom á daginn og er Fulham í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í hádeginu. „Ég veit ekki hvort þetta sé stærsta kvöldið í sögu félagsins en það hlýtur að komast nálægt því. Þetta er sögulegt afrek sem strákarnir náðu," sagði Hodgson eftir leik. Fulham lenti undir strax á 2. mínútu í gær. „Við gætum ekki byrjað verr. Við náðum að gera brekkuna enn brattari. Eftir að við fengum þetta mark á okkur fórum við að spila frábærlega og stuðningsmennirnir voru við bakið á okkur. Það var aldrei ómögulegt að snúa þessu við og sem betur fer höfðum við heppnina með okkur," sagði Hodgson. Vendipunktur leiksins var þegar Fabio Cannavaro, varnarmaður Juventus, fékk rautt spjald í stöðunni 1-1. „Það er frábært að ná alla leið í átta liða úrslit. Við lékum okkar fyrsta leik í enda júlí og verðum enn með í keppninni í næsta mánuði. Þetta getur ekki verið betra" Clint Dempsey batt endahnútinn á viðureignina með mögnuðu marki 4-1. „Ég átti að skora fyrr í leiknum úr skallafæri og var pirraður. Þegar ég fékk boltann kom það upp í huga minn að koma honum inn hjá fjærstönginni. Í níu skipti af tíu hefði ég ekki hitt boltann svona," sagði Dempsey. Þegar Dempsey var spurður hvort Fulham ætti möguleika á að fara alla leið í keppninni og vinna hana var svarið: „Maður veit aldrei, af hverju ekki? Ef þú leggur hart að þér og trúir að það sé möguleiki. Ég hef trúa á því." Smelltu hér til að sjá myndband af marki Dempsey
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira