Hodgson: Getur ekki verið betra - myndband af marki Dempsey Elvar Geir Magnússon skrifar 19. mars 2010 09:45 Roy Hodgson. Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, var gjörsamlega í skýjunum eftir ótrúlegan umsnúning liðsins í Evrópudeildinni. Liðið náði að leggja ítalska stórliðið Juventus með 5-4 samanlögðum sigri. Fulham vann ótrúlegan 4-1 sigur í seinni leiknum en flestir töldu liðið dauðadæmt í keppninni eftir 3-1 tap á Ítalíu. Annað kom á daginn og er Fulham í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í hádeginu. „Ég veit ekki hvort þetta sé stærsta kvöldið í sögu félagsins en það hlýtur að komast nálægt því. Þetta er sögulegt afrek sem strákarnir náðu," sagði Hodgson eftir leik. Fulham lenti undir strax á 2. mínútu í gær. „Við gætum ekki byrjað verr. Við náðum að gera brekkuna enn brattari. Eftir að við fengum þetta mark á okkur fórum við að spila frábærlega og stuðningsmennirnir voru við bakið á okkur. Það var aldrei ómögulegt að snúa þessu við og sem betur fer höfðum við heppnina með okkur," sagði Hodgson. Vendipunktur leiksins var þegar Fabio Cannavaro, varnarmaður Juventus, fékk rautt spjald í stöðunni 1-1. „Það er frábært að ná alla leið í átta liða úrslit. Við lékum okkar fyrsta leik í enda júlí og verðum enn með í keppninni í næsta mánuði. Þetta getur ekki verið betra" Clint Dempsey batt endahnútinn á viðureignina með mögnuðu marki 4-1. „Ég átti að skora fyrr í leiknum úr skallafæri og var pirraður. Þegar ég fékk boltann kom það upp í huga minn að koma honum inn hjá fjærstönginni. Í níu skipti af tíu hefði ég ekki hitt boltann svona," sagði Dempsey. Þegar Dempsey var spurður hvort Fulham ætti möguleika á að fara alla leið í keppninni og vinna hana var svarið: „Maður veit aldrei, af hverju ekki? Ef þú leggur hart að þér og trúir að það sé möguleiki. Ég hef trúa á því." Smelltu hér til að sjá myndband af marki Dempsey Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, var gjörsamlega í skýjunum eftir ótrúlegan umsnúning liðsins í Evrópudeildinni. Liðið náði að leggja ítalska stórliðið Juventus með 5-4 samanlögðum sigri. Fulham vann ótrúlegan 4-1 sigur í seinni leiknum en flestir töldu liðið dauðadæmt í keppninni eftir 3-1 tap á Ítalíu. Annað kom á daginn og er Fulham í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í hádeginu. „Ég veit ekki hvort þetta sé stærsta kvöldið í sögu félagsins en það hlýtur að komast nálægt því. Þetta er sögulegt afrek sem strákarnir náðu," sagði Hodgson eftir leik. Fulham lenti undir strax á 2. mínútu í gær. „Við gætum ekki byrjað verr. Við náðum að gera brekkuna enn brattari. Eftir að við fengum þetta mark á okkur fórum við að spila frábærlega og stuðningsmennirnir voru við bakið á okkur. Það var aldrei ómögulegt að snúa þessu við og sem betur fer höfðum við heppnina með okkur," sagði Hodgson. Vendipunktur leiksins var þegar Fabio Cannavaro, varnarmaður Juventus, fékk rautt spjald í stöðunni 1-1. „Það er frábært að ná alla leið í átta liða úrslit. Við lékum okkar fyrsta leik í enda júlí og verðum enn með í keppninni í næsta mánuði. Þetta getur ekki verið betra" Clint Dempsey batt endahnútinn á viðureignina með mögnuðu marki 4-1. „Ég átti að skora fyrr í leiknum úr skallafæri og var pirraður. Þegar ég fékk boltann kom það upp í huga minn að koma honum inn hjá fjærstönginni. Í níu skipti af tíu hefði ég ekki hitt boltann svona," sagði Dempsey. Þegar Dempsey var spurður hvort Fulham ætti möguleika á að fara alla leið í keppninni og vinna hana var svarið: „Maður veit aldrei, af hverju ekki? Ef þú leggur hart að þér og trúir að það sé möguleiki. Ég hef trúa á því." Smelltu hér til að sjá myndband af marki Dempsey
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira