Tækifæri til að bæta ímyndina Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. desember 2010 06:15 Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru árið 2006 er frambjóðendum sem taka þátt í forvali eða prófkjöri gert skylt að skila upplýsingum um kostnað vegna þess arna til Ríkisendurskoðunar. Í fljótu bragði virðist þetta ekki eiga að vera sérlega flókið mál. Það liggur í augum uppi að þessar upplýsingar eiga að vera opinberar. Kjósendur eiga sjálfsagða heimtingu á því að frambjóðendur, sem margir hverjir verja greinilega talsverðu fé til þess verkefnis að auka líkur sínar á að hreppa sæti á framboðslistum, geri grein fyrir því hvaðan það fé kemur. Auk þess er það svo sjálfsagt og gott aðhald við þá stjórnmálamenn sem í hlut eiga að þurfa að standa opinberlega skil á því hvaðan þeim kemur það fé sem þeir nota í prófkjörsbaráttu sína. Það eru því nokkur vonbrigði að liðlega helmingur þeirra sem sóttust eftir sæti á framboðslistum með þátttöku í forvali eða prófkjöri vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor skuli af einhverjum ástæðum enn ekki hafa séð sér fært að skila inn upplýsingum um kostnað við framboð sitt nú þegar frestur er runninn út. Þeir frambjóðendur sem eiga eftir að gera grein fyrir kostnaði vegna framboða sinna mega skammast sín fyrir slóðaskapinn, og vonandi er um slóðaskap að ræða en ekki það að þessum frambjóðendum finnist þeir hafa eitthvað að fela fyrir kjósendum sínum. Það mátti út af fyrir sig búast við að það tæki einhvern tíma að festa ný og betri vinnubrögð í sessi í kjölfar laganna frá 2006. Það sætir hins vegar nokkurri furðu að þátttakendur í stjórnmálum skuli ekki átta sig á því tækifæri sem felst í þeim einfalda gjörningi að fara að þessum lögum. Traust íslensks almennings á stjórnvöldum og stjórnmálafólki er í algeru lágmarki eftir hrun efnahagskerfisins og krafan um gegnsæi og upplýsingar um fjárhagsleg tengsl hefur aldrei verið sterkari en nú. Það er þannig síst til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum að meira en helmingur þátttakenda í prófkjörum og forvali vegna sveitarstjórnarkosninga í vor skuli ekki hafa séð sér fært að skila yfirliti yfir kostnað sinn. Með því eru þeir að missa af góðu tækifæri til að auka trúverðugleika sinn og styrkja ímyndina. Um leið myndi að líkindum tiltrú almennings á stjórnmálastéttina í heild sinni aukast og þar með tiltrúin á stjórnvöld. Vonandi áttar stjórnmálafólkið í landinu sig fljótt og vel á þessu tækifæri og lætur það sér ekki úr greipum ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru árið 2006 er frambjóðendum sem taka þátt í forvali eða prófkjöri gert skylt að skila upplýsingum um kostnað vegna þess arna til Ríkisendurskoðunar. Í fljótu bragði virðist þetta ekki eiga að vera sérlega flókið mál. Það liggur í augum uppi að þessar upplýsingar eiga að vera opinberar. Kjósendur eiga sjálfsagða heimtingu á því að frambjóðendur, sem margir hverjir verja greinilega talsverðu fé til þess verkefnis að auka líkur sínar á að hreppa sæti á framboðslistum, geri grein fyrir því hvaðan það fé kemur. Auk þess er það svo sjálfsagt og gott aðhald við þá stjórnmálamenn sem í hlut eiga að þurfa að standa opinberlega skil á því hvaðan þeim kemur það fé sem þeir nota í prófkjörsbaráttu sína. Það eru því nokkur vonbrigði að liðlega helmingur þeirra sem sóttust eftir sæti á framboðslistum með þátttöku í forvali eða prófkjöri vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor skuli af einhverjum ástæðum enn ekki hafa séð sér fært að skila inn upplýsingum um kostnað við framboð sitt nú þegar frestur er runninn út. Þeir frambjóðendur sem eiga eftir að gera grein fyrir kostnaði vegna framboða sinna mega skammast sín fyrir slóðaskapinn, og vonandi er um slóðaskap að ræða en ekki það að þessum frambjóðendum finnist þeir hafa eitthvað að fela fyrir kjósendum sínum. Það mátti út af fyrir sig búast við að það tæki einhvern tíma að festa ný og betri vinnubrögð í sessi í kjölfar laganna frá 2006. Það sætir hins vegar nokkurri furðu að þátttakendur í stjórnmálum skuli ekki átta sig á því tækifæri sem felst í þeim einfalda gjörningi að fara að þessum lögum. Traust íslensks almennings á stjórnvöldum og stjórnmálafólki er í algeru lágmarki eftir hrun efnahagskerfisins og krafan um gegnsæi og upplýsingar um fjárhagsleg tengsl hefur aldrei verið sterkari en nú. Það er þannig síst til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum að meira en helmingur þátttakenda í prófkjörum og forvali vegna sveitarstjórnarkosninga í vor skuli ekki hafa séð sér fært að skila yfirliti yfir kostnað sinn. Með því eru þeir að missa af góðu tækifæri til að auka trúverðugleika sinn og styrkja ímyndina. Um leið myndi að líkindum tiltrú almennings á stjórnmálastéttina í heild sinni aukast og þar með tiltrúin á stjórnvöld. Vonandi áttar stjórnmálafólkið í landinu sig fljótt og vel á þessu tækifæri og lætur það sér ekki úr greipum ganga.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun