Íslenski boltinn

Aron: Hef engar áhyggjur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton
„Við verðum bara að taka þessu, þetta er partur af því að vera í fótboltanum. Þetta er ekki alltaf dans á rósum," sagði Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður Íslands og Coventry, eftir vonbrigðin á Laugardalsvelli í gær.

„Ég hef engar áhyggjur, við verðum bara að mæta grimmari í næsta leik. Við vorum ekki nægilega ákveðnir í okkar aðgerðum. Við ætluðum að keyra á þá en gerðum það ekki. Þetta er enginn heimsendir. Þetta var bara æfingaleikur og það eru sterkir karakterar í þessum hóp, við rífum okkur upp úr þessu."

Það var ekki að sjá á spilamennsku Íslands að leikmenn væru að berjast fyrir sæti sínu í liðinu fyrir næsta leik sem er í forkeppni Evrópumótsins. „Við sáum að U21 liðið var að gera vel fyrr í dag og það eru margir þar sem geta komið til greina frá því liði. Við verðum að bara að sanna okkur og sýna með okkar félagsliði," sagði Aron sem er ekki í alveg 100% standi.

„Ég átti að vera frá í tvær vikur en maður er ekki að norðan fyrir ekki neitt. Mér fannst ég vera klár í slaginn. Ég verð vonandi tilbúinn fyrir laugardagsleikinn gegn Watford. Það var ákveðið bakslag að meiðast í síðasta æfingaleik fyrir mót en ég er í fantaformi samt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×