Hvenær á ráðherra að beita valdi sínu? Eva Hauksdóttir skrifar 17. desember 2010 11:17 Hvenær er rétti tíminn til að taka ákvörðun? Rétti tíminn til að hefja nám. Kaupa íbúð. Fara í sjálfboðastarf á jarðskjálftasvæði. Stofna fyrirtæki. Sækja um nýtt starf. Eignast barn. Flytja til Kína. Bjóða sig fram til forsetaembættis. Í flestum tilvikum er rétti tíminn þegar maður sjálfur er tilbúinn til þess og hefur efni á því. Í flestum tilvikum en ekki alltaf. Ekki t.d. þegar maður á yfir höfði sér allt að lífstíðar fangelsi. Þegar maður er fyrir rétti, ákærður um alvarlegan glæp, er líf hans að mörgu leyti í biðstöðu. Það er ekki ráðlegt að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir á meðan maður er sakaður um glæp sem varðar þungri refsingu og stundum er það hreinlega ekki hægt. Á næstu dögum verður mannréttindaráðherra Íslands afhent áskorun um að stöðva málsókn í máli nímenninganna sem eru ákærðir fyrir valdaránstilraun. Valdaránstilraun já, ekkert minna en það, þótt hverjum manni megi ljóst vera að sá var alls ekki tilgangur þess valdlausa og sundurleita hóps sem mótmælti vinnubrögðum Alþingis þann 8. desember 2008. Ríkisstjórnin var að vísu hrakin frá völdum nokkrum vikum síðar, en ekki af þeim níu manneskjum sem eru fyrir rétti, heldur mörgum þúsundum karla og kvenna. Rúður voru brotnar, eggjum kastað í ráðherrabíla, bálkestir loguðu á götum, þingmenn flúðu út bakdyramegin í lögreglufylgd og hafi einhver hrópað 'drullið ykkur út' þá heyrðist ekki í honum fyrir þúsundum radda sem hrópuðu 'vanhæf ríkisstjórn!' klukkustundum saman. Enginn hefur þó verið ákærður fyrir þær aðgerðir. Ýmsir hafa dregið í efa að það sé æskilegt að ráðherra hlutist til um dómsmál og ég get tekið undir að það ætti aðeins að gerast í undantekningartilvikum. Slík mál geta þó komið upp og það er einmitt þessvegna sem stjórnarskrá lýðveldisins heimilar stöðvun málsóknar ef rík ástæða er til. Í máli nímenninganna er augljóst að ákæruvaldinu hefur verið misbeitt, þar sem óvopnað fólk er ákært er fyrir glæp sem enginn heilvita maður trúir að hafi staðið til að fremja, einmitt ágætt dæmi um mál þar sem rík ástæða er til að ráðherra beiti sér. Sú skoðun hefur einnig heyrst að nímenningamálið eigi að hafa sinn gang í dómskerfinu. Það sé svo augljóslega út í hött að saka fólkið um að stofna sjálfræði þingsins í hættu að sýknudómur sé nánast sjálfgefinn og betra að hann verði felldur en að málinu verði vísað frá. Nú ef svo ólíklega færi að þau yrðu sakfelld, þá sé rétt og eðlilegt að vísa málinu til mannréttindadómstóla. Það yrði vissulega áhugavert að sjá dómsniðurstöður úr þessu máli. Ég efast hinsvegar um að þeir sem vilja láta þetta mál fara í gegnum tvö og jafnvel þrjú dómsstig, geri sér grein fyrir því hverskonar áhrif það hefur á líf fólks að vera ásakað um alvarlega glæpi og mér finnst þetta fáránlega mál ekki svo áhugavert að réttlætanlegt sé að halda níu manns og fjölskyldum þeirra í félagslegri gíslingu vegna þess. Málaferli taka oft langan tíma og það er ekkert lögmál að réttlætið sigri. Þótt flestir telji sýknudóm eðlilegastan, skulum við ekki gleyma því að réttarmorð hafa verið framin á Íslandi. Það þekktasta er 16 ára fangelsisdómur yfir mönnum sem sakfelldir voru fyrir morðið á Geirfinni Einarssyni, sem enn í dag er ekki einu sinni fullvíst að sé látinn. Þótt þessi mál séu ólík, sannar Geirfinnsmálið að á Íslandi getur það gerst að fólk sé dæmt til refsingar af pólitískum ástæðum, fremur en á grundvelli sannana. Það var þáverandi dómsmálaráðherra sem krafðist þess að einhver yrði sakfelldur vegna Geirfinnsmálsins. Í dag er það Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem hefur ákveðið að einhver, bara einhver, skuli sóttur til saka fyrir uppreisnina sem átti sér stað á Íslandi í kjölfar efnahagshrunins. Mikið er vald stjórnmálamanna og hugsanlega gæti farið svo að nímenningarnir neyddust til að leita réttar síns fyrir alþjóðadómstólum. Það gæti tekið nokkur ár til viðbótar. 29. grein stjórnarskrárinnar, sú sem heimilar stöðvun málsóknar, var ekki sett inn í hana í hugsunarleysi. Þessi grein er til, vegna þess að ákæruvaldið getur farið offari og það er ólíðandi í réttarríki að fólk þurfi að svara fyrir afbrot sem augljóst er að ekki var framið. Níu manneskjur standa nú í þeim sporum að vera sakaðar um glæp sem löggjafinn lítur jafn alvarlegum augum og morð. Áhrifin á líf þessa fólks felast ekki fyrst og fremst í því að þau þurfi af og til að taka sér frí frá vinnu til að mæta fyrir rétti, heldur merkir þetta að á meðan málið velkist í dómskerfinu er þeim og fjölskyldum þeirra haldið í biðstöðu sem ekki sér fyrir endann á. Þau eru í raun svipt tækifærum til að taka nokkra afdrifaríka ákvörðun. Að ákæra fólk fyrir glæp sem ekki var framinn, brýtur í bága við allar almennar hugmyndir um mannúð og réttlæti. Það er þessvegna sem mannréttindaráðherra á að taka í taumana. Ég vona að sá ágæti maður Ögmundur Jónasson, sem sjálfur hefur lýst því yfir að hann taki afstöðu með þeim sem órétti eru beittir, verði við þeirri áskorun. Jafnframt hvet ég þá sem enn hafa ekki skrifað undir áskorunina til að gera það hið snarasta. Slóðin er: https://www.ipetitions.com/petition/nimenningamalid/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Hvenær er rétti tíminn til að taka ákvörðun? Rétti tíminn til að hefja nám. Kaupa íbúð. Fara í sjálfboðastarf á jarðskjálftasvæði. Stofna fyrirtæki. Sækja um nýtt starf. Eignast barn. Flytja til Kína. Bjóða sig fram til forsetaembættis. Í flestum tilvikum er rétti tíminn þegar maður sjálfur er tilbúinn til þess og hefur efni á því. Í flestum tilvikum en ekki alltaf. Ekki t.d. þegar maður á yfir höfði sér allt að lífstíðar fangelsi. Þegar maður er fyrir rétti, ákærður um alvarlegan glæp, er líf hans að mörgu leyti í biðstöðu. Það er ekki ráðlegt að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir á meðan maður er sakaður um glæp sem varðar þungri refsingu og stundum er það hreinlega ekki hægt. Á næstu dögum verður mannréttindaráðherra Íslands afhent áskorun um að stöðva málsókn í máli nímenninganna sem eru ákærðir fyrir valdaránstilraun. Valdaránstilraun já, ekkert minna en það, þótt hverjum manni megi ljóst vera að sá var alls ekki tilgangur þess valdlausa og sundurleita hóps sem mótmælti vinnubrögðum Alþingis þann 8. desember 2008. Ríkisstjórnin var að vísu hrakin frá völdum nokkrum vikum síðar, en ekki af þeim níu manneskjum sem eru fyrir rétti, heldur mörgum þúsundum karla og kvenna. Rúður voru brotnar, eggjum kastað í ráðherrabíla, bálkestir loguðu á götum, þingmenn flúðu út bakdyramegin í lögreglufylgd og hafi einhver hrópað 'drullið ykkur út' þá heyrðist ekki í honum fyrir þúsundum radda sem hrópuðu 'vanhæf ríkisstjórn!' klukkustundum saman. Enginn hefur þó verið ákærður fyrir þær aðgerðir. Ýmsir hafa dregið í efa að það sé æskilegt að ráðherra hlutist til um dómsmál og ég get tekið undir að það ætti aðeins að gerast í undantekningartilvikum. Slík mál geta þó komið upp og það er einmitt þessvegna sem stjórnarskrá lýðveldisins heimilar stöðvun málsóknar ef rík ástæða er til. Í máli nímenninganna er augljóst að ákæruvaldinu hefur verið misbeitt, þar sem óvopnað fólk er ákært er fyrir glæp sem enginn heilvita maður trúir að hafi staðið til að fremja, einmitt ágætt dæmi um mál þar sem rík ástæða er til að ráðherra beiti sér. Sú skoðun hefur einnig heyrst að nímenningamálið eigi að hafa sinn gang í dómskerfinu. Það sé svo augljóslega út í hött að saka fólkið um að stofna sjálfræði þingsins í hættu að sýknudómur sé nánast sjálfgefinn og betra að hann verði felldur en að málinu verði vísað frá. Nú ef svo ólíklega færi að þau yrðu sakfelld, þá sé rétt og eðlilegt að vísa málinu til mannréttindadómstóla. Það yrði vissulega áhugavert að sjá dómsniðurstöður úr þessu máli. Ég efast hinsvegar um að þeir sem vilja láta þetta mál fara í gegnum tvö og jafnvel þrjú dómsstig, geri sér grein fyrir því hverskonar áhrif það hefur á líf fólks að vera ásakað um alvarlega glæpi og mér finnst þetta fáránlega mál ekki svo áhugavert að réttlætanlegt sé að halda níu manns og fjölskyldum þeirra í félagslegri gíslingu vegna þess. Málaferli taka oft langan tíma og það er ekkert lögmál að réttlætið sigri. Þótt flestir telji sýknudóm eðlilegastan, skulum við ekki gleyma því að réttarmorð hafa verið framin á Íslandi. Það þekktasta er 16 ára fangelsisdómur yfir mönnum sem sakfelldir voru fyrir morðið á Geirfinni Einarssyni, sem enn í dag er ekki einu sinni fullvíst að sé látinn. Þótt þessi mál séu ólík, sannar Geirfinnsmálið að á Íslandi getur það gerst að fólk sé dæmt til refsingar af pólitískum ástæðum, fremur en á grundvelli sannana. Það var þáverandi dómsmálaráðherra sem krafðist þess að einhver yrði sakfelldur vegna Geirfinnsmálsins. Í dag er það Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem hefur ákveðið að einhver, bara einhver, skuli sóttur til saka fyrir uppreisnina sem átti sér stað á Íslandi í kjölfar efnahagshrunins. Mikið er vald stjórnmálamanna og hugsanlega gæti farið svo að nímenningarnir neyddust til að leita réttar síns fyrir alþjóðadómstólum. Það gæti tekið nokkur ár til viðbótar. 29. grein stjórnarskrárinnar, sú sem heimilar stöðvun málsóknar, var ekki sett inn í hana í hugsunarleysi. Þessi grein er til, vegna þess að ákæruvaldið getur farið offari og það er ólíðandi í réttarríki að fólk þurfi að svara fyrir afbrot sem augljóst er að ekki var framið. Níu manneskjur standa nú í þeim sporum að vera sakaðar um glæp sem löggjafinn lítur jafn alvarlegum augum og morð. Áhrifin á líf þessa fólks felast ekki fyrst og fremst í því að þau þurfi af og til að taka sér frí frá vinnu til að mæta fyrir rétti, heldur merkir þetta að á meðan málið velkist í dómskerfinu er þeim og fjölskyldum þeirra haldið í biðstöðu sem ekki sér fyrir endann á. Þau eru í raun svipt tækifærum til að taka nokkra afdrifaríka ákvörðun. Að ákæra fólk fyrir glæp sem ekki var framinn, brýtur í bága við allar almennar hugmyndir um mannúð og réttlæti. Það er þessvegna sem mannréttindaráðherra á að taka í taumana. Ég vona að sá ágæti maður Ögmundur Jónasson, sem sjálfur hefur lýst því yfir að hann taki afstöðu með þeim sem órétti eru beittir, verði við þeirri áskorun. Jafnframt hvet ég þá sem enn hafa ekki skrifað undir áskorunina til að gera það hið snarasta. Slóðin er: https://www.ipetitions.com/petition/nimenningamalid/
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun