Sterkar íslenskar konur í Marie Claire Erla Hlynsdóttir skrifar 12. nóvember 2010 11:57 Blaðamaður Marie Claire var hér á landi nýverið til að fræðast um jafnréttislandið Ísland. Myndirnar úr greininni má sjá í myndasafninu fyrir neðan. „Er Ísland besta landið fyrir konur til að búa í?" spyr kvennatímaritið Marie Claire lesendur sína í nóvemberhefti áströlsku útgáfunnar þar sem sérstaklega er fjallað um íslenskar konur. Þar er rætt við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Gerði Kristnýju rithöfund og Láru Ómarsdóttur fréttakonu, auk fleiri kjarnakvenna, og ljósi varpað á stöðu kvenna á Íslandi þar sem jafnrétti þykir vera til fyrirmyndar. „Lífið er ekki búið þó þú sért ein og ólétt," segir Gerður Kristný sem dæmi um frjálslynd viðhorf hér á landi. Þá er rætt við Svölu Georgsdóttur sem eignaðist son sinn þegar hún var aðeins nítján ára og hætti með barnsföðurnum skömmu síðar. „Það eru engir fordómar í garð ungra mæðra á Íslandi því þú getur enn menntað þig, látið drauma þína rætast og byggt upp starfsferil," segir Svala. Katrín Jakobsdóttir er sögð á margan hátt vera hin dæmigerða íslenska kona; greind, falleg, fjölskyldusinnuð, hlý og hugulsöm. Pólitískur ferill hennar er þó síður en svo dæmigerður enda gekk hún til liðs við Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2002 og var orðinn ráðherra innan átta ára. Blaðamaður Marie Claire minnir einnig á að forsætisráðherra landsins, kona, sé sá fyrsti í heiminum til að vera opinberlega samkynhneigður. Heiða Helgadóttir.Bernhard Kristinn Byrjað á kynlífinu Kolbrún Karlsdóttir vefstjóri ber saman stefnumótamarkaðinn hér á landi og í London þar sem hún bjó um tíma. Þar fannst henni mjög þægilegt að kynnast karlmönnum og vingast við þá áður en kynlíf kemur til sögunnar. Hér á landi virðast karlmenn hins vegar halda að kona vilji giftast þeim ef hún býður þeim upp á drykk. Svala tekur undir með Kolbrúnu. „Karlmenn hafa ekki áhuga á vinskap. Það er næstum þannig að ef þeir halda að þeir séu ekki að fara að sofa hjá þér þá taki það því ekki að tala við þig," segir hún. Svala segir í samtali við Marie Claire að á Íslandi byrji sambönd oft á öfugum enda. „Þið byrjið á því að sofa saman, síðan kynnist þið og eftir það ákveðið þið hvort þið viljið eyða ævinni sama. Þú byrjar á grundvallaratriðunum og ferð síðan yfir í alvöruna," segir hún.Vigdís og BjörkHeiða Helgadóttir segir það hafa skipt sig miklu að alast upp með kvenkyns forseta, og talar þar vitanlega um frú Vigdísi Finnbogadóttur. Heiða nefnir aðra sterka íslenska konu til sögunnar, söngkonuna Björk, sem henni finnst vera mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar sjálfstæðar stúlkur. Með blaðamanni í för hér á landi var íslenski ljósmyndarinn Bernhard Kristinn. Myndir hans af konunum sem birtust í Marie Claire má skoða í myndasafninu hér að neðan.Katrín Jakobsdóttir.Bernhard KristinnLay Low.Bernhard KristinnSteinunn Sigurðardóttir.Bernhard KristinnGerður Kristný.Bernhard KristinnLára Ómarsdóttir og fjölskylda.Bernhard KristinnEdda Jónsdóttir.Bernhard KristinnHeiða Helgadóttir. Mynd/Bernhard KristinnForsíðumynd greinarinnar var tekin í Bláa lóninu.Bernhard Kristinn Skroll-Lífið Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Er Ísland besta landið fyrir konur til að búa í?" spyr kvennatímaritið Marie Claire lesendur sína í nóvemberhefti áströlsku útgáfunnar þar sem sérstaklega er fjallað um íslenskar konur. Þar er rætt við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Gerði Kristnýju rithöfund og Láru Ómarsdóttur fréttakonu, auk fleiri kjarnakvenna, og ljósi varpað á stöðu kvenna á Íslandi þar sem jafnrétti þykir vera til fyrirmyndar. „Lífið er ekki búið þó þú sért ein og ólétt," segir Gerður Kristný sem dæmi um frjálslynd viðhorf hér á landi. Þá er rætt við Svölu Georgsdóttur sem eignaðist son sinn þegar hún var aðeins nítján ára og hætti með barnsföðurnum skömmu síðar. „Það eru engir fordómar í garð ungra mæðra á Íslandi því þú getur enn menntað þig, látið drauma þína rætast og byggt upp starfsferil," segir Svala. Katrín Jakobsdóttir er sögð á margan hátt vera hin dæmigerða íslenska kona; greind, falleg, fjölskyldusinnuð, hlý og hugulsöm. Pólitískur ferill hennar er þó síður en svo dæmigerður enda gekk hún til liðs við Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2002 og var orðinn ráðherra innan átta ára. Blaðamaður Marie Claire minnir einnig á að forsætisráðherra landsins, kona, sé sá fyrsti í heiminum til að vera opinberlega samkynhneigður. Heiða Helgadóttir.Bernhard Kristinn Byrjað á kynlífinu Kolbrún Karlsdóttir vefstjóri ber saman stefnumótamarkaðinn hér á landi og í London þar sem hún bjó um tíma. Þar fannst henni mjög þægilegt að kynnast karlmönnum og vingast við þá áður en kynlíf kemur til sögunnar. Hér á landi virðast karlmenn hins vegar halda að kona vilji giftast þeim ef hún býður þeim upp á drykk. Svala tekur undir með Kolbrúnu. „Karlmenn hafa ekki áhuga á vinskap. Það er næstum þannig að ef þeir halda að þeir séu ekki að fara að sofa hjá þér þá taki það því ekki að tala við þig," segir hún. Svala segir í samtali við Marie Claire að á Íslandi byrji sambönd oft á öfugum enda. „Þið byrjið á því að sofa saman, síðan kynnist þið og eftir það ákveðið þið hvort þið viljið eyða ævinni sama. Þú byrjar á grundvallaratriðunum og ferð síðan yfir í alvöruna," segir hún.Vigdís og BjörkHeiða Helgadóttir segir það hafa skipt sig miklu að alast upp með kvenkyns forseta, og talar þar vitanlega um frú Vigdísi Finnbogadóttur. Heiða nefnir aðra sterka íslenska konu til sögunnar, söngkonuna Björk, sem henni finnst vera mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar sjálfstæðar stúlkur. Með blaðamanni í för hér á landi var íslenski ljósmyndarinn Bernhard Kristinn. Myndir hans af konunum sem birtust í Marie Claire má skoða í myndasafninu hér að neðan.Katrín Jakobsdóttir.Bernhard KristinnLay Low.Bernhard KristinnSteinunn Sigurðardóttir.Bernhard KristinnGerður Kristný.Bernhard KristinnLára Ómarsdóttir og fjölskylda.Bernhard KristinnEdda Jónsdóttir.Bernhard KristinnHeiða Helgadóttir. Mynd/Bernhard KristinnForsíðumynd greinarinnar var tekin í Bláa lóninu.Bernhard Kristinn
Skroll-Lífið Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira