Sterkar íslenskar konur í Marie Claire Erla Hlynsdóttir skrifar 12. nóvember 2010 11:57 Blaðamaður Marie Claire var hér á landi nýverið til að fræðast um jafnréttislandið Ísland. Myndirnar úr greininni má sjá í myndasafninu fyrir neðan. „Er Ísland besta landið fyrir konur til að búa í?" spyr kvennatímaritið Marie Claire lesendur sína í nóvemberhefti áströlsku útgáfunnar þar sem sérstaklega er fjallað um íslenskar konur. Þar er rætt við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Gerði Kristnýju rithöfund og Láru Ómarsdóttur fréttakonu, auk fleiri kjarnakvenna, og ljósi varpað á stöðu kvenna á Íslandi þar sem jafnrétti þykir vera til fyrirmyndar. „Lífið er ekki búið þó þú sért ein og ólétt," segir Gerður Kristný sem dæmi um frjálslynd viðhorf hér á landi. Þá er rætt við Svölu Georgsdóttur sem eignaðist son sinn þegar hún var aðeins nítján ára og hætti með barnsföðurnum skömmu síðar. „Það eru engir fordómar í garð ungra mæðra á Íslandi því þú getur enn menntað þig, látið drauma þína rætast og byggt upp starfsferil," segir Svala. Katrín Jakobsdóttir er sögð á margan hátt vera hin dæmigerða íslenska kona; greind, falleg, fjölskyldusinnuð, hlý og hugulsöm. Pólitískur ferill hennar er þó síður en svo dæmigerður enda gekk hún til liðs við Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2002 og var orðinn ráðherra innan átta ára. Blaðamaður Marie Claire minnir einnig á að forsætisráðherra landsins, kona, sé sá fyrsti í heiminum til að vera opinberlega samkynhneigður. Heiða Helgadóttir.Bernhard Kristinn Byrjað á kynlífinu Kolbrún Karlsdóttir vefstjóri ber saman stefnumótamarkaðinn hér á landi og í London þar sem hún bjó um tíma. Þar fannst henni mjög þægilegt að kynnast karlmönnum og vingast við þá áður en kynlíf kemur til sögunnar. Hér á landi virðast karlmenn hins vegar halda að kona vilji giftast þeim ef hún býður þeim upp á drykk. Svala tekur undir með Kolbrúnu. „Karlmenn hafa ekki áhuga á vinskap. Það er næstum þannig að ef þeir halda að þeir séu ekki að fara að sofa hjá þér þá taki það því ekki að tala við þig," segir hún. Svala segir í samtali við Marie Claire að á Íslandi byrji sambönd oft á öfugum enda. „Þið byrjið á því að sofa saman, síðan kynnist þið og eftir það ákveðið þið hvort þið viljið eyða ævinni sama. Þú byrjar á grundvallaratriðunum og ferð síðan yfir í alvöruna," segir hún.Vigdís og BjörkHeiða Helgadóttir segir það hafa skipt sig miklu að alast upp með kvenkyns forseta, og talar þar vitanlega um frú Vigdísi Finnbogadóttur. Heiða nefnir aðra sterka íslenska konu til sögunnar, söngkonuna Björk, sem henni finnst vera mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar sjálfstæðar stúlkur. Með blaðamanni í för hér á landi var íslenski ljósmyndarinn Bernhard Kristinn. Myndir hans af konunum sem birtust í Marie Claire má skoða í myndasafninu hér að neðan.Katrín Jakobsdóttir.Bernhard KristinnLay Low.Bernhard KristinnSteinunn Sigurðardóttir.Bernhard KristinnGerður Kristný.Bernhard KristinnLára Ómarsdóttir og fjölskylda.Bernhard KristinnEdda Jónsdóttir.Bernhard KristinnHeiða Helgadóttir. Mynd/Bernhard KristinnForsíðumynd greinarinnar var tekin í Bláa lóninu.Bernhard Kristinn Skroll-Lífið Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Er Ísland besta landið fyrir konur til að búa í?" spyr kvennatímaritið Marie Claire lesendur sína í nóvemberhefti áströlsku útgáfunnar þar sem sérstaklega er fjallað um íslenskar konur. Þar er rætt við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Gerði Kristnýju rithöfund og Láru Ómarsdóttur fréttakonu, auk fleiri kjarnakvenna, og ljósi varpað á stöðu kvenna á Íslandi þar sem jafnrétti þykir vera til fyrirmyndar. „Lífið er ekki búið þó þú sért ein og ólétt," segir Gerður Kristný sem dæmi um frjálslynd viðhorf hér á landi. Þá er rætt við Svölu Georgsdóttur sem eignaðist son sinn þegar hún var aðeins nítján ára og hætti með barnsföðurnum skömmu síðar. „Það eru engir fordómar í garð ungra mæðra á Íslandi því þú getur enn menntað þig, látið drauma þína rætast og byggt upp starfsferil," segir Svala. Katrín Jakobsdóttir er sögð á margan hátt vera hin dæmigerða íslenska kona; greind, falleg, fjölskyldusinnuð, hlý og hugulsöm. Pólitískur ferill hennar er þó síður en svo dæmigerður enda gekk hún til liðs við Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2002 og var orðinn ráðherra innan átta ára. Blaðamaður Marie Claire minnir einnig á að forsætisráðherra landsins, kona, sé sá fyrsti í heiminum til að vera opinberlega samkynhneigður. Heiða Helgadóttir.Bernhard Kristinn Byrjað á kynlífinu Kolbrún Karlsdóttir vefstjóri ber saman stefnumótamarkaðinn hér á landi og í London þar sem hún bjó um tíma. Þar fannst henni mjög þægilegt að kynnast karlmönnum og vingast við þá áður en kynlíf kemur til sögunnar. Hér á landi virðast karlmenn hins vegar halda að kona vilji giftast þeim ef hún býður þeim upp á drykk. Svala tekur undir með Kolbrúnu. „Karlmenn hafa ekki áhuga á vinskap. Það er næstum þannig að ef þeir halda að þeir séu ekki að fara að sofa hjá þér þá taki það því ekki að tala við þig," segir hún. Svala segir í samtali við Marie Claire að á Íslandi byrji sambönd oft á öfugum enda. „Þið byrjið á því að sofa saman, síðan kynnist þið og eftir það ákveðið þið hvort þið viljið eyða ævinni sama. Þú byrjar á grundvallaratriðunum og ferð síðan yfir í alvöruna," segir hún.Vigdís og BjörkHeiða Helgadóttir segir það hafa skipt sig miklu að alast upp með kvenkyns forseta, og talar þar vitanlega um frú Vigdísi Finnbogadóttur. Heiða nefnir aðra sterka íslenska konu til sögunnar, söngkonuna Björk, sem henni finnst vera mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar sjálfstæðar stúlkur. Með blaðamanni í för hér á landi var íslenski ljósmyndarinn Bernhard Kristinn. Myndir hans af konunum sem birtust í Marie Claire má skoða í myndasafninu hér að neðan.Katrín Jakobsdóttir.Bernhard KristinnLay Low.Bernhard KristinnSteinunn Sigurðardóttir.Bernhard KristinnGerður Kristný.Bernhard KristinnLára Ómarsdóttir og fjölskylda.Bernhard KristinnEdda Jónsdóttir.Bernhard KristinnHeiða Helgadóttir. Mynd/Bernhard KristinnForsíðumynd greinarinnar var tekin í Bláa lóninu.Bernhard Kristinn
Skroll-Lífið Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira