Íslenski boltinn

Logi Ólafsson að taka við Selfossliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Ólafsson
Logi Ólafsson
Logi Ólafsson verður næsti þjálfari karlaliðs selfoss í fótboltanum samkvæmt heimdilum sunnlenska fréttablaðsins en Knattspynrnudeild Selfoss hefur boðað blaðamannafund seinna í dag.

Logi tekur við starfinu af Guðmundi Benediktssyni en Logi var rekinn frá KR fyrr í sumar.

Logi hefur gert tvö lið að Íslandsmeisturum, Víkingur 1991 og ÍA 1995 og vann einnig 1. deildina með FH árið 2000. KR varð síðan bikarmeistari undir hans stjórn árið 2008.

Logi býr á Arnarhóli í Gaulverjabæjarhreppi og hefur samhliða þjálfun síðustu ár verið íþróttakennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is þa´verður Logi kynntur fyrir leikmönnum Selfoss núna í hádeginu en kl. 13 verður blaðamannafundur þar sem ráðning hans verður staðfest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×