Íslenski boltinn

Morten Gamst: Höfum ekki efni á að tapa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá æfingu Norðmanna í gær.
Frá æfingu Norðmanna í gær. Fréttablaðið/Pjetur
Morten Gamst Pedersen, leikmaður Blackburn og norska landsliðsins, reiknar með norskum sigri á Laugardalsvelli á morgun.

„Það er mikilvægt að byrja vel og við viljum fara fullir sjálfstrausts í næsta leik sem er gegn sterku liði Portúgals," sagði Pedersen við Fréttablaðið í gær.

Undankeppni EM 2012 hefst á morgun.

Ísland og Noregur voru einnig saman í riðli í síðustu undankeppni og þá gerðu liðin tvívegis jafntefli. „Við viljum hefnd og þurfum þrjú stig til að byrja vel í riðlinum. Við höfum ekki efni á því að tapa stigum. Ég á þó von á erfiðum leik enda margir góðir leikmenn í íslenska liðinu."

Hann segir að norska liðið hafi bætt sig talsvert frá síðustu undankeppni. „Við höfum ekki tapað mörgum leikjum og unnum Frakka síðast, 2-1. Við erum því vel undirbúnir fyrir þennan leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×