Íslenski boltinn

Grétar: Þetta var bara aumingjaskapur hjá Atla Guðnasyni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
„Þetta er sjálfsögðu gríðarleg vonbrigði," sagði KR-ingurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson eftir 4-0 tap á móti FH í bikarúrslitaleiknum á Laugardalasvellinum í kvöld.

„Við vorum lélegri í seinni hálfeik og þeir tóku okkur bara. Við vorum örugglega svekktir út í vítaspyrnurnar tvær því dómarinn var bara út að skíta í þeim. Eins vel og hann var búinn að dæma í sumar þá var hann eins vondur í dag," sagði Grétar mjög ósáttur út í vítaspyrnudómanna sem skiluðu FH 2-0 forustu í hálfleik.

„Ég veit ekki með seinna vítið en fyrra vítið var aldrei víti. Þetta var bara aumingjaskapur hjá Atla Guðnasyni að reyna að fiska. Þetta var bara of mikill aumingjaskapur og menn eiga fá rauða spjaldið fyrir svona eftirá," sagði Grétar sem gat þó ekki kennt vítunum um hvernig fór í seinni hálfleiknum þegar FH-liðið var með öll völd á vellinum.

„Við skoruðum ekki og þeir skoruðu tvö mörk á okkur í seinni hálfleik sem við hefðum átt að koma í veg fyrir. Við vorum greinilega ekki nógu tilbúnir," sagði Grétar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×