Íslenski boltinn

Stelpurnar stútuðu Litháen í fyrsta leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska 17 ára landsliðið vann risasigur í fyrsta leik sínum í sínum riðli í undankeppni EM en íslenska liðið vann 14-0 sigur á Litháen í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss) og Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) skoruðu báðar þrennu í leiknum.

Það voru alls átta stúlkur sem komust á blað hjá íslenska liðinu í leiknum, Telma Þrastardóttir (Afturelding) og Glódís Perla Viggósdóttir (HK) skoruðu báðar tvö mörk og þær Hildur Antonsdóttir (Valur), Lára Einarsdóttir (KA), Elín Metta Jensen (Valur) og Hugrún Elvarsdóttir (Stjarnan) voru allar með eitt mark.

Íslenska liðið mætir næst heimastúlkum en riðillinn er spilaður í Búlgaríu. Ítalir unnu 4-0 sigur á Búlgaríu í hinum leik riðilsins í dag. Þorlákur Árnason er þjálfari íslenska liðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×