Styðjum fórnarlömbin Haukur Arnþórsson skrifar 1. júlí 2010 05:30 Með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjármálakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bifreiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofnunum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella. Ásælni íslenskra bankamanna í sparifé hollensks og bresks almennings eru smámunir miðað við það sem gerðist hér innanlands, nema hvað hér voru það ekki sparifjáreigendur sem töpuðu, nema helst þeir sem áttu í sjóðum, heldur lántakendur. Á sama tíma og fjármálafyrirtækin veðjuðu á móti krónunni urðu viðskiptavinir þeirra að taka lán með gagnstæðum formerkjum og þótt fjármálafyrirtækin mótmæltu því í þinginu að gengistrygging lána væri gerð ólögleg, hófu þau slík útlán á sama tíma. Enginn starfsmaður lögfræðideilda fjármálafyrirtækjanna gerði opinberlega athugasemd við það á sínum tíma. Ekki er hægt að hugsa sér að þjóðin hefði getað lifað við það ef dómur Hæstaréttar hefði fallið í aðra átt. Svo einstök er sú aðstaða sem fjármálafyrirtækin komu lántakendum í. Sumt af þessum fórnarlömbum hefur þegar orðið gjaldþrota, misst bifreiðar sínar og íbúðir eða einbýlishús. Þá er mögulegt að atvinnurekstur hafi hætt vegna ólöglegu lánanna, bæði lítilla og stórra aðila. En verst af öllu eru félagsleg áhrif fjármálaofbeldis, þau bitna jafnan á þeim sem minna mega sín svo sem börnum og konum og staðfesta margir prestar að sú sé raunin um þessar mundir. Að því ógleymdu að heiðvirðir menn hafa misst lífsþróttinn og stytt sér aldur vegna þessara lána. Svo sérkennilega vill til að fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna hafa orðið pólitísk bitbein og í opinberri umræðu heyrist oft sagt að þau séu „fjárglæframenn“. Ákveðnir stjórnmálaflokkar, einkum þeir sem styðja ríkisstjórnina og þá endurfjármögnun bankanna sem meðal annars byggði á ólöglegum lánum til almennings, hafa reynt að gera þessi fórnarlömb tortryggileg og sagt sem svo að græðgi hafi stýrt gerðum þeirra. Enginn greindur og varkár maður hafi kosið vísitölutryggð lán heldur hafi einstaklingar átt að sjá í gegnum blekkingar bankanna. Því sé eðlilegt að ákveðinn hópur lánþega borgi kaupverð bifreiða sinna, íbúða og húsa margfalt. Sem einhvers konar gjald fyrir græðgi og dómgreindarleysi. Ofan á þetta allt bætist að mögulegt er að ef hagur fórnarlambanna verður réttur, þá falli það að einhverjum hluta á ríkissjóð sem ber ábyrgð á bönkunum og þar með á okkur hin, hin hreinu. Þessi sjónarmið dæma sig að mestu leyti sjálf. Í þeirri samfélagsgerð sem við búum í þykir ekki eðlilegt að aðstaða einstaklinga á lánamarkaði sé þannig, að þeir geti við kaup sín á nauðsynjum svo sem bifreið og húsnæði, farið sér stórfelldlega að voða og spillt framtíð sinni og sinna og lífsgæðum um ókominn tíma. Eru flest ríki okkar heimshluta með opinberan viðbúnað til varnar þessu og þannig er það málefni samfélagsins alls ef útaf bregður um hag almennings á lánamarkaði. Það vekur athygli að enginn ber ábyrgð í þessu máli. Engum hefur verið sagt upp. En þeir lögmenn fjármálastofnananna, sem sjálfir bæði mótmæltu lögunum um bann við gengistryggingu á Alþingi og gengu síðan frá gengistryggðum lánasamningum fyrir viðskiptavini sína, hljóta þó að íhuga stöðu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjármálakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bifreiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofnunum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella. Ásælni íslenskra bankamanna í sparifé hollensks og bresks almennings eru smámunir miðað við það sem gerðist hér innanlands, nema hvað hér voru það ekki sparifjáreigendur sem töpuðu, nema helst þeir sem áttu í sjóðum, heldur lántakendur. Á sama tíma og fjármálafyrirtækin veðjuðu á móti krónunni urðu viðskiptavinir þeirra að taka lán með gagnstæðum formerkjum og þótt fjármálafyrirtækin mótmæltu því í þinginu að gengistrygging lána væri gerð ólögleg, hófu þau slík útlán á sama tíma. Enginn starfsmaður lögfræðideilda fjármálafyrirtækjanna gerði opinberlega athugasemd við það á sínum tíma. Ekki er hægt að hugsa sér að þjóðin hefði getað lifað við það ef dómur Hæstaréttar hefði fallið í aðra átt. Svo einstök er sú aðstaða sem fjármálafyrirtækin komu lántakendum í. Sumt af þessum fórnarlömbum hefur þegar orðið gjaldþrota, misst bifreiðar sínar og íbúðir eða einbýlishús. Þá er mögulegt að atvinnurekstur hafi hætt vegna ólöglegu lánanna, bæði lítilla og stórra aðila. En verst af öllu eru félagsleg áhrif fjármálaofbeldis, þau bitna jafnan á þeim sem minna mega sín svo sem börnum og konum og staðfesta margir prestar að sú sé raunin um þessar mundir. Að því ógleymdu að heiðvirðir menn hafa misst lífsþróttinn og stytt sér aldur vegna þessara lána. Svo sérkennilega vill til að fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna hafa orðið pólitísk bitbein og í opinberri umræðu heyrist oft sagt að þau séu „fjárglæframenn“. Ákveðnir stjórnmálaflokkar, einkum þeir sem styðja ríkisstjórnina og þá endurfjármögnun bankanna sem meðal annars byggði á ólöglegum lánum til almennings, hafa reynt að gera þessi fórnarlömb tortryggileg og sagt sem svo að græðgi hafi stýrt gerðum þeirra. Enginn greindur og varkár maður hafi kosið vísitölutryggð lán heldur hafi einstaklingar átt að sjá í gegnum blekkingar bankanna. Því sé eðlilegt að ákveðinn hópur lánþega borgi kaupverð bifreiða sinna, íbúða og húsa margfalt. Sem einhvers konar gjald fyrir græðgi og dómgreindarleysi. Ofan á þetta allt bætist að mögulegt er að ef hagur fórnarlambanna verður réttur, þá falli það að einhverjum hluta á ríkissjóð sem ber ábyrgð á bönkunum og þar með á okkur hin, hin hreinu. Þessi sjónarmið dæma sig að mestu leyti sjálf. Í þeirri samfélagsgerð sem við búum í þykir ekki eðlilegt að aðstaða einstaklinga á lánamarkaði sé þannig, að þeir geti við kaup sín á nauðsynjum svo sem bifreið og húsnæði, farið sér stórfelldlega að voða og spillt framtíð sinni og sinna og lífsgæðum um ókominn tíma. Eru flest ríki okkar heimshluta með opinberan viðbúnað til varnar þessu og þannig er það málefni samfélagsins alls ef útaf bregður um hag almennings á lánamarkaði. Það vekur athygli að enginn ber ábyrgð í þessu máli. Engum hefur verið sagt upp. En þeir lögmenn fjármálastofnananna, sem sjálfir bæði mótmæltu lögunum um bann við gengistryggingu á Alþingi og gengu síðan frá gengistryggðum lánasamningum fyrir viðskiptavini sína, hljóta þó að íhuga stöðu sína.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun