Ekki meir, ekki meir Svavar Gestsson skrifar 7. október 2010 06:00 Nú er sú tíð að Íslendingar eiga bara eina fasteign saman sem ekki verður metin til fjár; það er alþingishúsið. Nú virðist sterk samstaða um þetta hús, það er að segja um að það megi kasta í það skít. Enginn mótmælir því. Ekki alþingismennirnir sem starfa þar, ekki fjölmiðlarnir. Er það kanski komið í lög að alþingishúsið megi eyðileggja með drullukasti. Hvar er húsfriðunarnefnd? Það er verið að bera fólk út. Fólk á ekki fyrir mat. Það eru langar biðraðir eftir mat. Neyðin hefur kvatt dyra á þúsundum íslenskra heimila. Í örvinglan er fólk að kasta tómatsósu í alþingishúsið. Hvað hefur alþingishúsið gert fólki? Alþingishúsið er ekki sökudólgurinn. Er alþingishúsið tákn fyrir valdið? Þarf þá ekki að muna að Alþingi er líka tákn fyrir það vald sem við sóttum af Dönum fyrir 66 árum? Þarf ekki að hafa í huga að alþingishúsið er aðsetur lýðræðisins og lýðræðið er besta stjórnarformið sem hefur verið fundið upp nokkru sinni? Alþingi er tákn þess valds sem við eigum að hafa vit á að hafa fyrir okkur sjálf. En valdið sem er vandamál í dag er auðvaldið - ekki Alþingi. Það er auðvaldið sem ber ábyrgð á hruninu. Auðvaldið á ekki heima í alþingishúsinu nema kanski innan í einum og einum þingmanni. Vel á minnst: Af hverju tekur enginn alþingismaður upp hanskann fyrir alþingishúsið? Af hverju reynir enginn að útskýra hlutverk Alþingis og alþingishússins? Fjöldi fólks öskrar í hljóðnemana að það eigi að leggja Alþingi niður, að það eigi að loka Alþingi. Viljum við einræði? Nei, við viljum ekki einræði. Það er ekki í lagi að henda skít í alþingishúsið. Það er ofbeldisaðgerð. Það er ekki í lagi að trufla Alþingi að störfum. Alþingi á að starfa - á að tala og á að komast að niðurstöðum. Hámark hinna undarlegu viðburða er þó þingmaðurinn sem tekur sér leyfi frá þingstörfum og tekur inn varamann og mætir á Austurvöll til að berja tunnur. Á kanski að flytja Alþingi í burtu, vestur á firði? Á að byggja plexíglerhús yfir alþingishúsið og kannski dómkirkjuna í leiðinni? Á Alþingi kanski að funda í tjaldi sem er færanlegt? Eða er það kanski lausn að leyfa alþingishúsinu að vera með ummerkjunum áfram, að láta sturta yfir það rusli og skít, dag eftir dag, nótt eftir nótt? Því meira því betra. Og safna skítnum saman í hauga. Er það ekki falleg tilhugsun þegar skítahaugarnir eru orðnir svo háir að það sést ekki í alþingishúsið lengur? Leysir það vandann að stafla fleiri tunnum fyrir utan þinghúsið svo fleiri geti komið og lamið? Vilja kanski fleiri þingmenn taka sér frí frá þingstörfum til að berja tunnur fyrir utan alþingishúsið? Það er þekktur málsháttur að það glymur hæst í tómri tunnu. Sá málsháttur átti við innantómt fólk. Á kanski að halda upp á 200 ára ártíð Jóns Sigurðssonar með því að eyðileggja alþingishúsið þetta örhýsi lýðræðisins á Íslandi? Það er úrslitaatriði fyrir íslenska alþýðu að hún eigi sér virkt lýðræði og þingræði. Það getur verið að auðstéttin lifi þetta allt af og hún flytji úr landi ef illa fer. Hún hefur arðrænt samfélagið í áratugi og hún bíður greinilega blóðþyrst eftir því að fá að ráða öllu aftur. Alþingishúsið breytir engu fyrir hana. En það er úrslitaatriði fyrir kjör almennings á Íslandi að fólk geti knúið fram með félagslegum hætti ákvarðanir í sína þágu - á Alþingi. Það á að safna liði með skipulegum hætti og berjast fyrir bættu þjóðfélagi, gegn auðvaldinu og umboðsmönnum hennar. Það leysir engan vanda að kasta grjóti, drullu og matarafgöngum í alþingishúsið eða dómkirkjuna. Ekki meir, ekki meir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er sú tíð að Íslendingar eiga bara eina fasteign saman sem ekki verður metin til fjár; það er alþingishúsið. Nú virðist sterk samstaða um þetta hús, það er að segja um að það megi kasta í það skít. Enginn mótmælir því. Ekki alþingismennirnir sem starfa þar, ekki fjölmiðlarnir. Er það kanski komið í lög að alþingishúsið megi eyðileggja með drullukasti. Hvar er húsfriðunarnefnd? Það er verið að bera fólk út. Fólk á ekki fyrir mat. Það eru langar biðraðir eftir mat. Neyðin hefur kvatt dyra á þúsundum íslenskra heimila. Í örvinglan er fólk að kasta tómatsósu í alþingishúsið. Hvað hefur alþingishúsið gert fólki? Alþingishúsið er ekki sökudólgurinn. Er alþingishúsið tákn fyrir valdið? Þarf þá ekki að muna að Alþingi er líka tákn fyrir það vald sem við sóttum af Dönum fyrir 66 árum? Þarf ekki að hafa í huga að alþingishúsið er aðsetur lýðræðisins og lýðræðið er besta stjórnarformið sem hefur verið fundið upp nokkru sinni? Alþingi er tákn þess valds sem við eigum að hafa vit á að hafa fyrir okkur sjálf. En valdið sem er vandamál í dag er auðvaldið - ekki Alþingi. Það er auðvaldið sem ber ábyrgð á hruninu. Auðvaldið á ekki heima í alþingishúsinu nema kanski innan í einum og einum þingmanni. Vel á minnst: Af hverju tekur enginn alþingismaður upp hanskann fyrir alþingishúsið? Af hverju reynir enginn að útskýra hlutverk Alþingis og alþingishússins? Fjöldi fólks öskrar í hljóðnemana að það eigi að leggja Alþingi niður, að það eigi að loka Alþingi. Viljum við einræði? Nei, við viljum ekki einræði. Það er ekki í lagi að henda skít í alþingishúsið. Það er ofbeldisaðgerð. Það er ekki í lagi að trufla Alþingi að störfum. Alþingi á að starfa - á að tala og á að komast að niðurstöðum. Hámark hinna undarlegu viðburða er þó þingmaðurinn sem tekur sér leyfi frá þingstörfum og tekur inn varamann og mætir á Austurvöll til að berja tunnur. Á kanski að flytja Alþingi í burtu, vestur á firði? Á að byggja plexíglerhús yfir alþingishúsið og kannski dómkirkjuna í leiðinni? Á Alþingi kanski að funda í tjaldi sem er færanlegt? Eða er það kanski lausn að leyfa alþingishúsinu að vera með ummerkjunum áfram, að láta sturta yfir það rusli og skít, dag eftir dag, nótt eftir nótt? Því meira því betra. Og safna skítnum saman í hauga. Er það ekki falleg tilhugsun þegar skítahaugarnir eru orðnir svo háir að það sést ekki í alþingishúsið lengur? Leysir það vandann að stafla fleiri tunnum fyrir utan þinghúsið svo fleiri geti komið og lamið? Vilja kanski fleiri þingmenn taka sér frí frá þingstörfum til að berja tunnur fyrir utan alþingishúsið? Það er þekktur málsháttur að það glymur hæst í tómri tunnu. Sá málsháttur átti við innantómt fólk. Á kanski að halda upp á 200 ára ártíð Jóns Sigurðssonar með því að eyðileggja alþingishúsið þetta örhýsi lýðræðisins á Íslandi? Það er úrslitaatriði fyrir íslenska alþýðu að hún eigi sér virkt lýðræði og þingræði. Það getur verið að auðstéttin lifi þetta allt af og hún flytji úr landi ef illa fer. Hún hefur arðrænt samfélagið í áratugi og hún bíður greinilega blóðþyrst eftir því að fá að ráða öllu aftur. Alþingishúsið breytir engu fyrir hana. En það er úrslitaatriði fyrir kjör almennings á Íslandi að fólk geti knúið fram með félagslegum hætti ákvarðanir í sína þágu - á Alþingi. Það á að safna liði með skipulegum hætti og berjast fyrir bættu þjóðfélagi, gegn auðvaldinu og umboðsmönnum hennar. Það leysir engan vanda að kasta grjóti, drullu og matarafgöngum í alþingishúsið eða dómkirkjuna. Ekki meir, ekki meir.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun