Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings? 30. september 2010 06:00 Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er ætlað að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni og verða viss lokahnykkur á því uppgjörs- og umbótaferli sem hefur verið í gangi eftir hrunið. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En þingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Framboð og kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar. Kosning til stjórnlagaþingsins, sem fer fram 27. nóvember nk., verður með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í almennum kosningum hérlendis. Kosnir verða 25 þingfulltrúar en til að jafna kynjahlutföll kunna allt að sex fulltrúar að bætast við. Þeir sem bjóða sig fram raðast ekki á lista og eru engum skuldbundnir nema eigin samvisku. Landið verður eitt kjördæmi. Vægi atkvæða verður því óháð búsetu. Talningin fer fram miðlægt á vegum landskjörstjórnar og úrslit verða birt fyrir landið í heild, ekki eftir kjördæmum. Kjósendur hafa mikið svigrúm til að ráðstafa atkvæði sínu. Þeir merkja ekki aðeins við einn frambjóðanda með krossi eins og vaninn hefur verið heldur velja þeir eins marga og hugur þeirra býður, allt að 25. Ekki nóg með það heldur skulu kjósendur raða þeim sem þeir vilja að sitji þingið í forgangsröð. Kjósandinn velur fyrst þann frambjóðanda sem hann leggur mest kapp á að nái kjöri, en að honum frágengnum þann frambjóðanda sem hann vill að þá taki við keflinu og nýti atkvæði sitt o.s.frv. Með því fyrirkomulagi sem felst í sjálfri talningaraðferðinni er til hins ítrasta leitast við að lesa í vilja kjósenda þannig að atkvæði sem flestra hafi áhrif á lokavalið. Kjósendur þurfa ekki að velja nema einn frambjóðanda en hvetja verður alla til að raða sem flestum í forgangsröð og nýta þannig atkvæði sitt til fulls. Með því er ekki verið að þynna atkvæðið út eða drepa því á dreif. Þvert á móti. Það rýrir aldrei stuðning kjósandans við þá sem á undan eru komnir í forgangsröð hans að bæta fleirum við. Það skaðar t.d. ekki þann sem valinn hefur verið sem 1. val ef bætt er við öðrum að 2. vali. Þetta er mikilvægur eiginleiki aðferðarinnar, e.t.v. sá mikilvægasti. Lesa má meira um aðferðafræðina á vefsíðunni: https://www.landskjor.is/stjornlagathing/adferdafraedi-vid-kosningu-til-stjornlagathings/. Kjósendur fá víðtækt vald í til að velja sér verðuga fulltrúa á stjórnlagaþingið með því fyrirkomulagi sem verður við kosninguna. Kjósendur eiga að nýta þetta vald sitt og hafa þannig áhrif á gerð nýrrar stjórnarskrár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er ætlað að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni og verða viss lokahnykkur á því uppgjörs- og umbótaferli sem hefur verið í gangi eftir hrunið. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En þingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Framboð og kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar. Kosning til stjórnlagaþingsins, sem fer fram 27. nóvember nk., verður með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í almennum kosningum hérlendis. Kosnir verða 25 þingfulltrúar en til að jafna kynjahlutföll kunna allt að sex fulltrúar að bætast við. Þeir sem bjóða sig fram raðast ekki á lista og eru engum skuldbundnir nema eigin samvisku. Landið verður eitt kjördæmi. Vægi atkvæða verður því óháð búsetu. Talningin fer fram miðlægt á vegum landskjörstjórnar og úrslit verða birt fyrir landið í heild, ekki eftir kjördæmum. Kjósendur hafa mikið svigrúm til að ráðstafa atkvæði sínu. Þeir merkja ekki aðeins við einn frambjóðanda með krossi eins og vaninn hefur verið heldur velja þeir eins marga og hugur þeirra býður, allt að 25. Ekki nóg með það heldur skulu kjósendur raða þeim sem þeir vilja að sitji þingið í forgangsröð. Kjósandinn velur fyrst þann frambjóðanda sem hann leggur mest kapp á að nái kjöri, en að honum frágengnum þann frambjóðanda sem hann vill að þá taki við keflinu og nýti atkvæði sitt o.s.frv. Með því fyrirkomulagi sem felst í sjálfri talningaraðferðinni er til hins ítrasta leitast við að lesa í vilja kjósenda þannig að atkvæði sem flestra hafi áhrif á lokavalið. Kjósendur þurfa ekki að velja nema einn frambjóðanda en hvetja verður alla til að raða sem flestum í forgangsröð og nýta þannig atkvæði sitt til fulls. Með því er ekki verið að þynna atkvæðið út eða drepa því á dreif. Þvert á móti. Það rýrir aldrei stuðning kjósandans við þá sem á undan eru komnir í forgangsröð hans að bæta fleirum við. Það skaðar t.d. ekki þann sem valinn hefur verið sem 1. val ef bætt er við öðrum að 2. vali. Þetta er mikilvægur eiginleiki aðferðarinnar, e.t.v. sá mikilvægasti. Lesa má meira um aðferðafræðina á vefsíðunni: https://www.landskjor.is/stjornlagathing/adferdafraedi-vid-kosningu-til-stjornlagathings/. Kjósendur fá víðtækt vald í til að velja sér verðuga fulltrúa á stjórnlagaþingið með því fyrirkomulagi sem verður við kosninguna. Kjósendur eiga að nýta þetta vald sitt og hafa þannig áhrif á gerð nýrrar stjórnarskrár.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun