Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings? 30. september 2010 06:00 Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er ætlað að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni og verða viss lokahnykkur á því uppgjörs- og umbótaferli sem hefur verið í gangi eftir hrunið. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En þingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Framboð og kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar. Kosning til stjórnlagaþingsins, sem fer fram 27. nóvember nk., verður með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í almennum kosningum hérlendis. Kosnir verða 25 þingfulltrúar en til að jafna kynjahlutföll kunna allt að sex fulltrúar að bætast við. Þeir sem bjóða sig fram raðast ekki á lista og eru engum skuldbundnir nema eigin samvisku. Landið verður eitt kjördæmi. Vægi atkvæða verður því óháð búsetu. Talningin fer fram miðlægt á vegum landskjörstjórnar og úrslit verða birt fyrir landið í heild, ekki eftir kjördæmum. Kjósendur hafa mikið svigrúm til að ráðstafa atkvæði sínu. Þeir merkja ekki aðeins við einn frambjóðanda með krossi eins og vaninn hefur verið heldur velja þeir eins marga og hugur þeirra býður, allt að 25. Ekki nóg með það heldur skulu kjósendur raða þeim sem þeir vilja að sitji þingið í forgangsröð. Kjósandinn velur fyrst þann frambjóðanda sem hann leggur mest kapp á að nái kjöri, en að honum frágengnum þann frambjóðanda sem hann vill að þá taki við keflinu og nýti atkvæði sitt o.s.frv. Með því fyrirkomulagi sem felst í sjálfri talningaraðferðinni er til hins ítrasta leitast við að lesa í vilja kjósenda þannig að atkvæði sem flestra hafi áhrif á lokavalið. Kjósendur þurfa ekki að velja nema einn frambjóðanda en hvetja verður alla til að raða sem flestum í forgangsröð og nýta þannig atkvæði sitt til fulls. Með því er ekki verið að þynna atkvæðið út eða drepa því á dreif. Þvert á móti. Það rýrir aldrei stuðning kjósandans við þá sem á undan eru komnir í forgangsröð hans að bæta fleirum við. Það skaðar t.d. ekki þann sem valinn hefur verið sem 1. val ef bætt er við öðrum að 2. vali. Þetta er mikilvægur eiginleiki aðferðarinnar, e.t.v. sá mikilvægasti. Lesa má meira um aðferðafræðina á vefsíðunni: https://www.landskjor.is/stjornlagathing/adferdafraedi-vid-kosningu-til-stjornlagathings/. Kjósendur fá víðtækt vald í til að velja sér verðuga fulltrúa á stjórnlagaþingið með því fyrirkomulagi sem verður við kosninguna. Kjósendur eiga að nýta þetta vald sitt og hafa þannig áhrif á gerð nýrrar stjórnarskrár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er ætlað að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni og verða viss lokahnykkur á því uppgjörs- og umbótaferli sem hefur verið í gangi eftir hrunið. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En þingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Framboð og kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar. Kosning til stjórnlagaþingsins, sem fer fram 27. nóvember nk., verður með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í almennum kosningum hérlendis. Kosnir verða 25 þingfulltrúar en til að jafna kynjahlutföll kunna allt að sex fulltrúar að bætast við. Þeir sem bjóða sig fram raðast ekki á lista og eru engum skuldbundnir nema eigin samvisku. Landið verður eitt kjördæmi. Vægi atkvæða verður því óháð búsetu. Talningin fer fram miðlægt á vegum landskjörstjórnar og úrslit verða birt fyrir landið í heild, ekki eftir kjördæmum. Kjósendur hafa mikið svigrúm til að ráðstafa atkvæði sínu. Þeir merkja ekki aðeins við einn frambjóðanda með krossi eins og vaninn hefur verið heldur velja þeir eins marga og hugur þeirra býður, allt að 25. Ekki nóg með það heldur skulu kjósendur raða þeim sem þeir vilja að sitji þingið í forgangsröð. Kjósandinn velur fyrst þann frambjóðanda sem hann leggur mest kapp á að nái kjöri, en að honum frágengnum þann frambjóðanda sem hann vill að þá taki við keflinu og nýti atkvæði sitt o.s.frv. Með því fyrirkomulagi sem felst í sjálfri talningaraðferðinni er til hins ítrasta leitast við að lesa í vilja kjósenda þannig að atkvæði sem flestra hafi áhrif á lokavalið. Kjósendur þurfa ekki að velja nema einn frambjóðanda en hvetja verður alla til að raða sem flestum í forgangsröð og nýta þannig atkvæði sitt til fulls. Með því er ekki verið að þynna atkvæðið út eða drepa því á dreif. Þvert á móti. Það rýrir aldrei stuðning kjósandans við þá sem á undan eru komnir í forgangsröð hans að bæta fleirum við. Það skaðar t.d. ekki þann sem valinn hefur verið sem 1. val ef bætt er við öðrum að 2. vali. Þetta er mikilvægur eiginleiki aðferðarinnar, e.t.v. sá mikilvægasti. Lesa má meira um aðferðafræðina á vefsíðunni: https://www.landskjor.is/stjornlagathing/adferdafraedi-vid-kosningu-til-stjornlagathings/. Kjósendur fá víðtækt vald í til að velja sér verðuga fulltrúa á stjórnlagaþingið með því fyrirkomulagi sem verður við kosninguna. Kjósendur eiga að nýta þetta vald sitt og hafa þannig áhrif á gerð nýrrar stjórnarskrár.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar