Umræða á villigötum Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 13. september 2010 06:00 Undanfarna mánuði og misseri hafa reglulega sprottið upp umræður í þjóðfélaginu um verð innfluttra vara og hversu hratt eða hægt menn telja að verð þeirra eigi að breytast í takt við breytingar á gengi krónunnar. Iðulega hafa verslunarfyrirtæki verið gagnrýnd fyrir að lækka verð innfluttra vara hvorki nógu hratt né nógu mikið samfara styrkingu krónunnar. Þessi gagnrýni hefur enn á ný skotið upp kollinum undanfarna daga. Verslunarfyrirtæki telja þessa gagnrýni afar ómaklega enda sýna opinberar upplýsingar um þróun verðlags og gengis að verslunin hefur á engan hátt aukið álagningu í efnahagsþrengingunum undanfarin tvö ár eins og sumum er tamt að halda fram. Þvert á móti sýna mælingar að verslunin hefur tekið á sig verulegan afkomuskell í kjölfar þess að gengi krónunnar hrundi haustið 2008. Þessar staðreyndir sjást greinilega á meðfylgjandi línuriti sem gert er á grundvelli mælinga Hagstofu Íslands. Verslunarfyrirtæki telja jafnframt að mikill þekkingarskortur einkenni umræðu um vöruverð enda margir aðrir kostnaðarliðir sem stýra verðlagningu en þróun gengis krónunnar. Verslunin - eins og aðrar atvinnugreinar - hefur orðið fyrir verulegum kostnaðarauka í kjölfar hrunsins. Tryggingagjald hefur hækkað, laun hafa hækkað, virðisaukaskattur hefur hækkað, lögð hafa verið á ný vörugjöld á ýmsar vörutegundir, auk hækkana á flestum öðrum rekstrarliðum fyrirtækja. Þessu til viðbótar gleymist undantekingarlítið að verslanir fá langflestar a.m.k. árlega erlendar verðhækkanir frá birgjum sínum og hafa þessar erlendu verðhækkanir verið óvenju miklar undanfarið m.a. vegna hækkandi hráefniskostnaðar á ýmsum mörkuðum. Þar að auki skal á það minnst að fyrirtæki ekki síður en heimili hafa lent illa í stökkbreyttum lánum sem hafa leitt til aukinnar skulda- og vaxtabyrði. Að setja mál þannig fram að vöruverð snúist alfarið um styrkingu eða veikingu krónunnar er því ekki einu sinni einföldun heldur bókstaflega rangur málflutningur. Síðustu misserin hefur engin atvinnugrein - ef byggingariðnaður er undanskilinn -- lent eins illa í hruninu og verslunin enda hefur samdráttur í innfluttum vörum verið gríðarlegur og hleypur á tugum prósenta í mörgum tilfellum. Verslunin glímir því samtímis við minnkandi tekjur og aukinn kostnað. Verslunin í landinu veigrar sér ekki við gagnrýni. Verslunin fer hins vegar fram á að fjölmiðlar, opinberir aðilar og verkalýðshreyfingin einfaldi umræðuna ekki um of þannig að niðurstaðan verði röng. Neytendur eiga einfaldlega betra skilið en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði og misseri hafa reglulega sprottið upp umræður í þjóðfélaginu um verð innfluttra vara og hversu hratt eða hægt menn telja að verð þeirra eigi að breytast í takt við breytingar á gengi krónunnar. Iðulega hafa verslunarfyrirtæki verið gagnrýnd fyrir að lækka verð innfluttra vara hvorki nógu hratt né nógu mikið samfara styrkingu krónunnar. Þessi gagnrýni hefur enn á ný skotið upp kollinum undanfarna daga. Verslunarfyrirtæki telja þessa gagnrýni afar ómaklega enda sýna opinberar upplýsingar um þróun verðlags og gengis að verslunin hefur á engan hátt aukið álagningu í efnahagsþrengingunum undanfarin tvö ár eins og sumum er tamt að halda fram. Þvert á móti sýna mælingar að verslunin hefur tekið á sig verulegan afkomuskell í kjölfar þess að gengi krónunnar hrundi haustið 2008. Þessar staðreyndir sjást greinilega á meðfylgjandi línuriti sem gert er á grundvelli mælinga Hagstofu Íslands. Verslunarfyrirtæki telja jafnframt að mikill þekkingarskortur einkenni umræðu um vöruverð enda margir aðrir kostnaðarliðir sem stýra verðlagningu en þróun gengis krónunnar. Verslunin - eins og aðrar atvinnugreinar - hefur orðið fyrir verulegum kostnaðarauka í kjölfar hrunsins. Tryggingagjald hefur hækkað, laun hafa hækkað, virðisaukaskattur hefur hækkað, lögð hafa verið á ný vörugjöld á ýmsar vörutegundir, auk hækkana á flestum öðrum rekstrarliðum fyrirtækja. Þessu til viðbótar gleymist undantekingarlítið að verslanir fá langflestar a.m.k. árlega erlendar verðhækkanir frá birgjum sínum og hafa þessar erlendu verðhækkanir verið óvenju miklar undanfarið m.a. vegna hækkandi hráefniskostnaðar á ýmsum mörkuðum. Þar að auki skal á það minnst að fyrirtæki ekki síður en heimili hafa lent illa í stökkbreyttum lánum sem hafa leitt til aukinnar skulda- og vaxtabyrði. Að setja mál þannig fram að vöruverð snúist alfarið um styrkingu eða veikingu krónunnar er því ekki einu sinni einföldun heldur bókstaflega rangur málflutningur. Síðustu misserin hefur engin atvinnugrein - ef byggingariðnaður er undanskilinn -- lent eins illa í hruninu og verslunin enda hefur samdráttur í innfluttum vörum verið gríðarlegur og hleypur á tugum prósenta í mörgum tilfellum. Verslunin glímir því samtímis við minnkandi tekjur og aukinn kostnað. Verslunin í landinu veigrar sér ekki við gagnrýni. Verslunin fer hins vegar fram á að fjölmiðlar, opinberir aðilar og verkalýðshreyfingin einfaldi umræðuna ekki um of þannig að niðurstaðan verði röng. Neytendur eiga einfaldlega betra skilið en það.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar