Stjórnvöld misnota Framkvæmdasjóð aldraðra Björgvin Guðmundsson og skrifa 16. desember 2010 05:15 Það hefur lengi verið vandamál að fá nægilegt fjármagn í byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða svo og til byggingar annarra öldrunarstofnana. Þetta mál var eitt aðaldeilumálið í borgarstjórn Reykjavíkur þann tíma sem ég sat þar á tímabilinu 1970-1982. Alþýðuflokkurinn flutti margar tillögur í borgarstjórn um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða og um byggingu langlegudeilda fyrir aldraða (B-álmu Borgarspítala). En fjárskortur hamlaði framkvæmdum þá eins og nú. Á meðan deilur um þetta mál stóðu sem hæst í borgarstjórn Reykjavíkur gerðist það, að Albert Guðmundsson, þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,lagði til, að sérhver gjaldþegi í landinu greiddi ákveðið gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingar aldraðra, hjúkrunarheimili og aðrar öldrunarstofnanir. Þessi tillaga Alberts vakti þegar mikla athygli og þótti snjöll lausn á framkvæmdavanda aldraðra. Tillaga Alberts náði fram að ganga og varð til þess að Framkvæmasjóður aldraðra var stofnaður. Það hefur alla tíð verið skýrt tekið fram í lögum, að Framkvæmdasjóður aldraðra væri eins og nafn sjóðsins bendir til eingöngu ætlaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Og þannig var það lengi vel en síðan var sjóðurinn einnig opnaður til þess að kosta rekstur öldrunarstofnana í vissum tilvikum. Það var slæm breyting, þar eð eins og nafn sjóðsins bendir til átti sjóðurinn eingöngu að kosta framkvæmdir aldraðra en ekki rekstur. En nú keyrir um þverbak: Núverandi ríkisstjórn hefur gripið til þess ráðs að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta sjúkrahúsrekstur almennt vítt og breitt um landið. Þetta er algert lögbrot, þar eð ekki er að finna neitt ákvæði í lögum um Framkvæmdasjóðinn sem heimila að ráðstafa fé úr sjóðnum til reksturs sjúkrahúsa almennt. Framlög til sjúkrahúsa voru skorin svo harkalega niður í frumvarpi til fjárlaga, að mikil mótmælaalda braust út. Ríkisstjórnin gaf þá eftir og dró úr niðurskurðinum. Fram kom, að af 1700 milljóna króna minni niðurskurði hjá sjúkrastofnunum yrði verulegur hluti kostaður með framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara tók þetta mál fyrir og gagnrýndi þá ráðstöfun heilbrigðis- og félagsmálaráðherra að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra, þegar fjármuni vantaði í rekstur sjúkrastofnana almennt. Engin heimild væri fyrir því í lögum. Ungir stjórnmálamenn dagsins í dag vita ekki að Framkvæmasjóður aldraðra var einmitt stofnaður til þess að kosta framkvæmdir fyrir aldraða. Sjóðurinn var einmitt stofnaður, þar eð illa gekk að fá fjármuni frá fjárveitingavaldinu til þess að kosta hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir fyrir aldraða. Það er því fáheyrt að stjórnvöld skuli nú taka sjóðinn til þess að nota í rekstur almennt, þ.e. almennan rekstur sjúkrahúsa. Þessi ráðsmennska samrýmist ekki nýjum vinnubrögðum stjórnmála, sem boðuð hafa verið. Þessi vinnubrögð samrýmast ekki tillögum Samfylkingarinnar um umbætur og endurbætur í kjölfar hrunsins. Samkvæmt þeim vinnubrögðum á að ástunda heiðarleika og gegnsæi. Það eru ekki heiðarleg vinnubrögð að taka fjármuni, sem almenningur greiðir til framkvæmda í þágu aldraða og nota þá til annarra þarfa. Ég skora á stjórnvöld að leiðrétta þessi mistök og falla frá því að taka fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra í almennan sjúkrahúsrekstur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið vandamál að fá nægilegt fjármagn í byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða svo og til byggingar annarra öldrunarstofnana. Þetta mál var eitt aðaldeilumálið í borgarstjórn Reykjavíkur þann tíma sem ég sat þar á tímabilinu 1970-1982. Alþýðuflokkurinn flutti margar tillögur í borgarstjórn um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða og um byggingu langlegudeilda fyrir aldraða (B-álmu Borgarspítala). En fjárskortur hamlaði framkvæmdum þá eins og nú. Á meðan deilur um þetta mál stóðu sem hæst í borgarstjórn Reykjavíkur gerðist það, að Albert Guðmundsson, þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,lagði til, að sérhver gjaldþegi í landinu greiddi ákveðið gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingar aldraðra, hjúkrunarheimili og aðrar öldrunarstofnanir. Þessi tillaga Alberts vakti þegar mikla athygli og þótti snjöll lausn á framkvæmdavanda aldraðra. Tillaga Alberts náði fram að ganga og varð til þess að Framkvæmasjóður aldraðra var stofnaður. Það hefur alla tíð verið skýrt tekið fram í lögum, að Framkvæmdasjóður aldraðra væri eins og nafn sjóðsins bendir til eingöngu ætlaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Og þannig var það lengi vel en síðan var sjóðurinn einnig opnaður til þess að kosta rekstur öldrunarstofnana í vissum tilvikum. Það var slæm breyting, þar eð eins og nafn sjóðsins bendir til átti sjóðurinn eingöngu að kosta framkvæmdir aldraðra en ekki rekstur. En nú keyrir um þverbak: Núverandi ríkisstjórn hefur gripið til þess ráðs að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta sjúkrahúsrekstur almennt vítt og breitt um landið. Þetta er algert lögbrot, þar eð ekki er að finna neitt ákvæði í lögum um Framkvæmdasjóðinn sem heimila að ráðstafa fé úr sjóðnum til reksturs sjúkrahúsa almennt. Framlög til sjúkrahúsa voru skorin svo harkalega niður í frumvarpi til fjárlaga, að mikil mótmælaalda braust út. Ríkisstjórnin gaf þá eftir og dró úr niðurskurðinum. Fram kom, að af 1700 milljóna króna minni niðurskurði hjá sjúkrastofnunum yrði verulegur hluti kostaður með framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara tók þetta mál fyrir og gagnrýndi þá ráðstöfun heilbrigðis- og félagsmálaráðherra að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra, þegar fjármuni vantaði í rekstur sjúkrastofnana almennt. Engin heimild væri fyrir því í lögum. Ungir stjórnmálamenn dagsins í dag vita ekki að Framkvæmasjóður aldraðra var einmitt stofnaður til þess að kosta framkvæmdir fyrir aldraða. Sjóðurinn var einmitt stofnaður, þar eð illa gekk að fá fjármuni frá fjárveitingavaldinu til þess að kosta hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir fyrir aldraða. Það er því fáheyrt að stjórnvöld skuli nú taka sjóðinn til þess að nota í rekstur almennt, þ.e. almennan rekstur sjúkrahúsa. Þessi ráðsmennska samrýmist ekki nýjum vinnubrögðum stjórnmála, sem boðuð hafa verið. Þessi vinnubrögð samrýmast ekki tillögum Samfylkingarinnar um umbætur og endurbætur í kjölfar hrunsins. Samkvæmt þeim vinnubrögðum á að ástunda heiðarleika og gegnsæi. Það eru ekki heiðarleg vinnubrögð að taka fjármuni, sem almenningur greiðir til framkvæmda í þágu aldraða og nota þá til annarra þarfa. Ég skora á stjórnvöld að leiðrétta þessi mistök og falla frá því að taka fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra í almennan sjúkrahúsrekstur.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun