Áframhaldandi stöðnun Einar K. Guðfinnsson skrifar 9. desember 2010 06:00 Enn fáum við það staðfest að stöðnun ríkir í efnahagsmálunum. Gagnstætt því sem stjórnarliðar hafa haldið fram, þá er landið ekki að rísa. Hagstofan segir að landsframleiðslan hafi aukist um rúmt prósent á milli annars og þriðja ársfjórðungs, en dregist þó saman á milli ára. - Og mönnunum munar annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið, eins og listaskáldið góða kvað. En þessar hagtölur segja ekki nema brot af sögunni. Sá vottur af vexti landsframleiðslunnar sem menn telja sig glitta þarna í, styðst við ákaflega valtar forsendur. Þegar nánar er skoðað blasir við okkur að skýringanna er að leita í meiri einkaneyslu. Allir sjá hins vegar að á slíkt er varlegt að treysta. Ofurskuldsett heimilin geta ekki haldið uppi hagvexti með aukinni einkaneyslu á tímum lækkandi kaupmáttar, nema því aðeins að ganga á eigur sínar og auka skuldirnar. Fyrir því eru hins vegar engar forsendur. Kannski mun jólamánuðurinn eða útsölurnar í janúar, gera það að verkum að lífsmark verði áfram í einkaneyslunni, en varla verður hagvöxtur drifinn áfram með árstíðabundnum útsölum. Eða reiðir ríkisstjórnin sig á útsölur, í vonlítilli leit sinni að batamerkjum í efnahagslífinu? Hin skuggalegu tíðindi getur að líta í fjárfestingartölunum. Enn er þar allt á niðurleið. Fjárfestingar atvinnulífsins dragast saman á milli ársfjórðunga um heil tíu prósent og það ofan í þann mikla samdrátt sem verið hefur á þessum sviðum. Fjárfestingar hér á landi eru eins og þær voru í síðari heimsstyrjöldinni. Við þurfum því að leita aftur til styrjaldarástands, til þess að finna samjöfnuð. Þetta þyrfti ekki að vera svona. Það eru liðin tvö ár frá bankahruninu. Miklum tíma hefur verið sóað. Fullkomið skilningsleysi ríkir hjá stjórnvöldum. Þau standa í vegi fyrir fjárfestingu og hamla því viðreisn efnahagslífsins. Pólitísk óvissa fælir fjárfestingar frá okkur. Skattabreytingar, aukið flækjustig og kostnaðarhækkanir draga mátt úr atvinnulífinu. Þúsundir fyrirtækja bíða árangurslaust eftir úrlausnum innan bankakerfisins og geta sig því lítt hrært. Umhverfi sjávarútvegsins er í uppnámi vegna sjávarútvegsstefnunnar. Ríkisvaldið leggur steina í götu fjárfestinga á sviði orkufrekara fjárfestinga, jafnt áliðnaðar, sem gagnavera. Þegar þannig er unnið gagnvart okkar stærstu útflutningsgreinum er ekki von á góðu. Nú dugir ekki lengur að líta til baka eins og hefur verið háttur stjórnvalda. Þau verða að líta í eigin barm og viðurkenna að stefna þeirra í atvinnumálum er sökudólgurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Enn fáum við það staðfest að stöðnun ríkir í efnahagsmálunum. Gagnstætt því sem stjórnarliðar hafa haldið fram, þá er landið ekki að rísa. Hagstofan segir að landsframleiðslan hafi aukist um rúmt prósent á milli annars og þriðja ársfjórðungs, en dregist þó saman á milli ára. - Og mönnunum munar annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið, eins og listaskáldið góða kvað. En þessar hagtölur segja ekki nema brot af sögunni. Sá vottur af vexti landsframleiðslunnar sem menn telja sig glitta þarna í, styðst við ákaflega valtar forsendur. Þegar nánar er skoðað blasir við okkur að skýringanna er að leita í meiri einkaneyslu. Allir sjá hins vegar að á slíkt er varlegt að treysta. Ofurskuldsett heimilin geta ekki haldið uppi hagvexti með aukinni einkaneyslu á tímum lækkandi kaupmáttar, nema því aðeins að ganga á eigur sínar og auka skuldirnar. Fyrir því eru hins vegar engar forsendur. Kannski mun jólamánuðurinn eða útsölurnar í janúar, gera það að verkum að lífsmark verði áfram í einkaneyslunni, en varla verður hagvöxtur drifinn áfram með árstíðabundnum útsölum. Eða reiðir ríkisstjórnin sig á útsölur, í vonlítilli leit sinni að batamerkjum í efnahagslífinu? Hin skuggalegu tíðindi getur að líta í fjárfestingartölunum. Enn er þar allt á niðurleið. Fjárfestingar atvinnulífsins dragast saman á milli ársfjórðunga um heil tíu prósent og það ofan í þann mikla samdrátt sem verið hefur á þessum sviðum. Fjárfestingar hér á landi eru eins og þær voru í síðari heimsstyrjöldinni. Við þurfum því að leita aftur til styrjaldarástands, til þess að finna samjöfnuð. Þetta þyrfti ekki að vera svona. Það eru liðin tvö ár frá bankahruninu. Miklum tíma hefur verið sóað. Fullkomið skilningsleysi ríkir hjá stjórnvöldum. Þau standa í vegi fyrir fjárfestingu og hamla því viðreisn efnahagslífsins. Pólitísk óvissa fælir fjárfestingar frá okkur. Skattabreytingar, aukið flækjustig og kostnaðarhækkanir draga mátt úr atvinnulífinu. Þúsundir fyrirtækja bíða árangurslaust eftir úrlausnum innan bankakerfisins og geta sig því lítt hrært. Umhverfi sjávarútvegsins er í uppnámi vegna sjávarútvegsstefnunnar. Ríkisvaldið leggur steina í götu fjárfestinga á sviði orkufrekara fjárfestinga, jafnt áliðnaðar, sem gagnavera. Þegar þannig er unnið gagnvart okkar stærstu útflutningsgreinum er ekki von á góðu. Nú dugir ekki lengur að líta til baka eins og hefur verið háttur stjórnvalda. Þau verða að líta í eigin barm og viðurkenna að stefna þeirra í atvinnumálum er sökudólgurinn.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun