Heilsugæslan er framtíðin Eygló Harðardóttir skrifar 14. desember 2010 00:01 Íslendingar hafa löngum verið stoltir af öflugu velferðarkerfi og flaggskip þess hefur verið heilbrigðisþjónustan. Langlífi Íslendinga, lág dánartíðni nýbura, og árangur í meðferð krabbameins eru meðal þess sem bera henni gott vitni. Framsóknarmenn eru hreyknir af því að hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar í heilbrigðisráðuneytinu um árabil. Við núverandi aðstæður hriktir hinsvegar í stoðum velferðarinnar. Miklar kröfur eru gerðar um hagræðingu og niðurskurð og er heilbrigðiskerfið þar ekki undanskilið. Vilji menn hins vegar reyna að hagræða að einhverju ráði er nauðsynlegt að hverfa frá hinum hefðbundna flata niðurskurði og hugsa kerfið upp á nýtt. Ódýrasta heilbrigðisþjónustan er veitt á heilsugæslunni, en sú dýrasta á hátæknisjúkrahúsunum í Reykjavík og á Akureyri. Því þarf að efla heilsugæsluna. Ein helsta hindrunin við að byggja upp heilsugæsluna er skortur á heimilislæknum. Þessi skortur kemur í veg fyrir að hægt sé að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, að danskri fyrirmynd, sem hvetur sjúklinga til að leita fyrst í þá heilbrigðisþjónustu sem ódýrust er fyrir samfélagið. Skortur á heimilislæknum og kostnaður við menntun þeirra hefur hvatt margar þjóðir til að leita annarra leiða til að sinna heilsugæslunni og þannig er ekki óalgengt í Bretlandi og Bandaríkjunum að undir stjórn lækna starfi aðstoðarmenn sem sinna ýmsum einfaldari læknisverkum. Í Svíþjóð og víðar eru starfandi hjúkrunarfræðingar sem hafa leyfi til að greina algenga sjúkdóma, ávísa lyfjum og panta rannsóknir. Hér á landi eru þegar nokkrir hjúkrunarfræðingar sem slíka sérmenntun, en án lagaheimilda til að sinna þessum verkefnum. Til að efla heilsugæsluna og hagræða án þess að fórna velferðinni þarf að auka samstarf og samvinnu milli heilbrigðisstétta og milli heilbrigðiskerfisins og ríkisins. Þannig þarf að veita fjárveitingu til að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, innleiða nýjar starfsstéttir og efla þær sem fyrir eru og ýta undir þverfaglegt samstarf innan heilsugæslustöðvanna. Þannig leggjum við grunn að betri heilsugæslu til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa löngum verið stoltir af öflugu velferðarkerfi og flaggskip þess hefur verið heilbrigðisþjónustan. Langlífi Íslendinga, lág dánartíðni nýbura, og árangur í meðferð krabbameins eru meðal þess sem bera henni gott vitni. Framsóknarmenn eru hreyknir af því að hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar í heilbrigðisráðuneytinu um árabil. Við núverandi aðstæður hriktir hinsvegar í stoðum velferðarinnar. Miklar kröfur eru gerðar um hagræðingu og niðurskurð og er heilbrigðiskerfið þar ekki undanskilið. Vilji menn hins vegar reyna að hagræða að einhverju ráði er nauðsynlegt að hverfa frá hinum hefðbundna flata niðurskurði og hugsa kerfið upp á nýtt. Ódýrasta heilbrigðisþjónustan er veitt á heilsugæslunni, en sú dýrasta á hátæknisjúkrahúsunum í Reykjavík og á Akureyri. Því þarf að efla heilsugæsluna. Ein helsta hindrunin við að byggja upp heilsugæsluna er skortur á heimilislæknum. Þessi skortur kemur í veg fyrir að hægt sé að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, að danskri fyrirmynd, sem hvetur sjúklinga til að leita fyrst í þá heilbrigðisþjónustu sem ódýrust er fyrir samfélagið. Skortur á heimilislæknum og kostnaður við menntun þeirra hefur hvatt margar þjóðir til að leita annarra leiða til að sinna heilsugæslunni og þannig er ekki óalgengt í Bretlandi og Bandaríkjunum að undir stjórn lækna starfi aðstoðarmenn sem sinna ýmsum einfaldari læknisverkum. Í Svíþjóð og víðar eru starfandi hjúkrunarfræðingar sem hafa leyfi til að greina algenga sjúkdóma, ávísa lyfjum og panta rannsóknir. Hér á landi eru þegar nokkrir hjúkrunarfræðingar sem slíka sérmenntun, en án lagaheimilda til að sinna þessum verkefnum. Til að efla heilsugæsluna og hagræða án þess að fórna velferðinni þarf að auka samstarf og samvinnu milli heilbrigðisstétta og milli heilbrigðiskerfisins og ríkisins. Þannig þarf að veita fjárveitingu til að taka upp valfrjálst tilvísunarkerfi, innleiða nýjar starfsstéttir og efla þær sem fyrir eru og ýta undir þverfaglegt samstarf innan heilsugæslustöðvanna. Þannig leggjum við grunn að betri heilsugæslu til framtíðar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun